Sveinn dómari neitar að tjá sig um hvað gerðist og Arnar svarar ekki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2022 11:05 Arnar Grétarsson, þjálfari KA. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, var í gær dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Bannið fékk hann eftir að hafa fengið sitt annað rauða spjald í sumar, orð sem hann lét falla eftir að spjaldið fór á loft og atvik sem átti sér stað degi síðar. KR vann 1-0 útisigur á KA í Bestu deild karla þann 2. ágúst síðastliðinn. Í leiknum missti Arnar stjórn á skapi sínu eftir að heimamenn vildu fá vítaspyrnu undir lok leiks. Fékk hann rautt spjald á lokamínútu venjulegs leiktíma fyrir að láta einkar ófögur orð falla í garð fjórða dómara leiksins. Eftir leik ræddi Arnar ítarlega um dómara leiksins: „Þegar það er hiti í leiknum og í rauninni búið að vera allan leikinn þá gerist ýmislegt. Mér fannst KR-ingarnir búnir að vera tuðandi í fjórða dómara nærri allan leikinn og við eflaust líka en í miklu minni mæli. Kollegi minn hann Rúnar hann fær nú gula spjaldið fyrir eitthvað tuð. Það er brotið á mínum leikmanni innan teigs í uppbótartíma og við hlaupum hér og biðjum um víti. Ef að þetta var línan í leikum að gefa mér rautt spjald fyrir þetta, við vorum ekki að kalla fáviti eða hálfviti eða eitthvað slíkt. Við vorum að biðja um vítaspyrnu,“ sagði Arnar eftir leik og hélt áfram. „Ég missti mig eftir að ég fékk rauða spjaldið en þegar fjórði dómari er einhver sem hefur enga tilfinningu fyrir leiknum þá færðu svona móment í leikjum. Hann er bara ekki klár í þetta hlutverk, vegna þess að menn hafa þurft að spila leikinn og þurfa að hafa smá tilfinningu fyrir leiknum. Það var engin ástæða til að gefa rautt spjald þarna miða við línuna sem var búin að haldast allan leikinn, þetta var mjög strangur dómur.“ Er þetta í annað sinn sem Arnar fær rautt spjald gegn KR í sumar. Hann var því alltaf á leiðinni í tveggja leikja bann þar sem hann var að fá sitt annað rauða spjald á tímabilinu. Fjórði dómari leiks KA og KR heitir Sveinn Arnarsson, sá býr á Akureyri og á börn sem æfa með KA, lágu leiðir hans og Arnars saman degi eftir rauða spjaldið. Reiðin var ekki runnin af Arnari þá og ku hann hafa ausið úr skálum reiði sinnar yfir Svein. Sveinn neitaði að tjá sig er Vísir náði í hann en heimildir íþróttadeildar herma að Arnar hafi látið vel valin orð falla er þeir hittust daginn eftir leik. Í kjölfarið hafi KA beðið Svein persónulega afsökunar en það dugði ekki til þar sem hann hafði þá þegar sent inn aukaskýrslu til KSÍ. Var hún tekin til greina er dæmt var í máli Arnars. Hann fékk í kjölfarið þriggja leikja bann til viðbótar við þá tvo sem hann var þegar á leiðinni í. Á Twitter fer fer tvennum sögum af því hvað nákvæmlega gerðist degi síðar er Arnar og Sveinn mættust en það er ljóst að leiðir þeirra lágu saman og einhver orð voru látin falla. Stefán Hrafn Hagalín segir: „Arnar veitist að varadómara leiksins í leiknum með svívirðingum, eftir leikinn í viðtölum með persónuárásum og daginn eftir úti á bílastæði við KA heimilið þar sem dómarinn var að skutla barninu sínu á æfingu. Fimm leikja bannið of stutt. Uppeldisfélagið mitt KA ætti að bæta fimm við.“ Addi veitist að varadómara leiksins í leiknum með svívirðingum, eftir leikinn í viðtölum með persónuárásum og daginn eftir úti á bílastæði við KA heimilið þar sem dómarinn var að skutla barninu sínu á æfingu. 5 leikja bannið of stutt. Uppeldisfélagið mitt KA ætti að bæta 5 við.— Stefán Hrafn Hagalín (@StefanHagalin) August 10, 2022 Guðmundur Óli Steingrímsson, fyrrum leikmaður KA og bróðir tveggja núverandi leikmanna liðsins, svaraði Stefáni um hæl: „Úti á bílastæði? Nei nei, hann settist fyrir framan skrifstofuna hjá Arnari og fékk sér kaffibolla. Arnar rak hann út.“ „Það skiptir bara engu máli í þessu samhengi hvað gerist daginn eftir. Fyrir utan það, þá veittist enginn að neinum. Hann rak hann út, ekkert stórmál,“ bætti Guðmundur Óli svo við. Það skiptir bara engu máli í þessu samhengi hvað gerist daginn eftir. Fyrir utan það, þá veittist enginn að neinum. Hann rak hann út, ekkert stórmál.— Guðmundur Óli (@GummiOliii) August 10, 2022 Bannið er þó enn í gildi en Arnar hefur þegar afplánað einn af leikjunum fimm. Þar sem leikbönn á Íslandsmóti og í bikarkeppni eru aðskilin þá ætti Arnar að vera á hliðarlínunni er KA tekur á móti Ægi í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ekki náðist í Arnar Grétarsson við vinnslu fréttarinnar. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Akureyri Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
KR vann 1-0 útisigur á KA í Bestu deild karla þann 2. ágúst síðastliðinn. Í leiknum missti Arnar stjórn á skapi sínu eftir að heimamenn vildu fá vítaspyrnu undir lok leiks. Fékk hann rautt spjald á lokamínútu venjulegs leiktíma fyrir að láta einkar ófögur orð falla í garð fjórða dómara leiksins. Eftir leik ræddi Arnar ítarlega um dómara leiksins: „Þegar það er hiti í leiknum og í rauninni búið að vera allan leikinn þá gerist ýmislegt. Mér fannst KR-ingarnir búnir að vera tuðandi í fjórða dómara nærri allan leikinn og við eflaust líka en í miklu minni mæli. Kollegi minn hann Rúnar hann fær nú gula spjaldið fyrir eitthvað tuð. Það er brotið á mínum leikmanni innan teigs í uppbótartíma og við hlaupum hér og biðjum um víti. Ef að þetta var línan í leikum að gefa mér rautt spjald fyrir þetta, við vorum ekki að kalla fáviti eða hálfviti eða eitthvað slíkt. Við vorum að biðja um vítaspyrnu,“ sagði Arnar eftir leik og hélt áfram. „Ég missti mig eftir að ég fékk rauða spjaldið en þegar fjórði dómari er einhver sem hefur enga tilfinningu fyrir leiknum þá færðu svona móment í leikjum. Hann er bara ekki klár í þetta hlutverk, vegna þess að menn hafa þurft að spila leikinn og þurfa að hafa smá tilfinningu fyrir leiknum. Það var engin ástæða til að gefa rautt spjald þarna miða við línuna sem var búin að haldast allan leikinn, þetta var mjög strangur dómur.“ Er þetta í annað sinn sem Arnar fær rautt spjald gegn KR í sumar. Hann var því alltaf á leiðinni í tveggja leikja bann þar sem hann var að fá sitt annað rauða spjald á tímabilinu. Fjórði dómari leiks KA og KR heitir Sveinn Arnarsson, sá býr á Akureyri og á börn sem æfa með KA, lágu leiðir hans og Arnars saman degi eftir rauða spjaldið. Reiðin var ekki runnin af Arnari þá og ku hann hafa ausið úr skálum reiði sinnar yfir Svein. Sveinn neitaði að tjá sig er Vísir náði í hann en heimildir íþróttadeildar herma að Arnar hafi látið vel valin orð falla er þeir hittust daginn eftir leik. Í kjölfarið hafi KA beðið Svein persónulega afsökunar en það dugði ekki til þar sem hann hafði þá þegar sent inn aukaskýrslu til KSÍ. Var hún tekin til greina er dæmt var í máli Arnars. Hann fékk í kjölfarið þriggja leikja bann til viðbótar við þá tvo sem hann var þegar á leiðinni í. Á Twitter fer fer tvennum sögum af því hvað nákvæmlega gerðist degi síðar er Arnar og Sveinn mættust en það er ljóst að leiðir þeirra lágu saman og einhver orð voru látin falla. Stefán Hrafn Hagalín segir: „Arnar veitist að varadómara leiksins í leiknum með svívirðingum, eftir leikinn í viðtölum með persónuárásum og daginn eftir úti á bílastæði við KA heimilið þar sem dómarinn var að skutla barninu sínu á æfingu. Fimm leikja bannið of stutt. Uppeldisfélagið mitt KA ætti að bæta fimm við.“ Addi veitist að varadómara leiksins í leiknum með svívirðingum, eftir leikinn í viðtölum með persónuárásum og daginn eftir úti á bílastæði við KA heimilið þar sem dómarinn var að skutla barninu sínu á æfingu. 5 leikja bannið of stutt. Uppeldisfélagið mitt KA ætti að bæta 5 við.— Stefán Hrafn Hagalín (@StefanHagalin) August 10, 2022 Guðmundur Óli Steingrímsson, fyrrum leikmaður KA og bróðir tveggja núverandi leikmanna liðsins, svaraði Stefáni um hæl: „Úti á bílastæði? Nei nei, hann settist fyrir framan skrifstofuna hjá Arnari og fékk sér kaffibolla. Arnar rak hann út.“ „Það skiptir bara engu máli í þessu samhengi hvað gerist daginn eftir. Fyrir utan það, þá veittist enginn að neinum. Hann rak hann út, ekkert stórmál,“ bætti Guðmundur Óli svo við. Það skiptir bara engu máli í þessu samhengi hvað gerist daginn eftir. Fyrir utan það, þá veittist enginn að neinum. Hann rak hann út, ekkert stórmál.— Guðmundur Óli (@GummiOliii) August 10, 2022 Bannið er þó enn í gildi en Arnar hefur þegar afplánað einn af leikjunum fimm. Þar sem leikbönn á Íslandsmóti og í bikarkeppni eru aðskilin þá ætti Arnar að vera á hliðarlínunni er KA tekur á móti Ægi í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ekki náðist í Arnar Grétarsson við vinnslu fréttarinnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Akureyri Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira