Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Snorri Másson skrifar 10. ágúst 2022 11:23 Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ Drífa var kjörin forseti Alþýðusambandsins í október 2018 og tók þá við af Gylfa Arnbjörnssyni. Áður hafði hún verið framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins frá 2012 og þar á undan framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Kjörtímabil Drífu hefur verið stormasamt, einkum í seinni tíð, eftir því sem mótstaðan sem hún hefur mætt frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Ragnari Þór Ingólfssynsi hefur ágerst. Nú er komið að leiðarlokum - Drífa er hætt, tveimur mánuðum fyrir ársþing í október. „Ég óttaðist eiginlega meira að vinna kosninguna heldur en að tapa henni,“ segir Drífa en horfa má á viðtalið við hana í heild hér að ofan. Ef Drífa hefði boðið sig fram hefði það raunar talist ansi bratt, enda blasir við að blokk Ragnars Þórs í VR, Sólveigar Önnu í Eflingu og Vilhjálms Birgissonar í Starfsgreinasambandinu er komin með meirihluta innan sambandsins. Drífa nefnir Ragnar og Sólveigu sérstaklega. Við undirritun lífskjarasamninga 2019. Það hefur andað köldu á milli Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, og Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi í október - embættið er nú laust.Vísir/Vilhelm „Það er ekkert launungarmál að það hafa verið erfið samskipti. Ég á ekki samleið með formönnum í tveimur stærstu stéttarfélögunum innan ASÍ. Ég skil ekki alveg á hvaða vegferð þau eru. Það hefur gert mér störfin erfið og á köflum óbærileg. Ég gat ekki ímyndað mér eða hugsað mér að vera í þeirri stöðu að sitja áfram. Samskiptin innan hreyfingarinnar eru engum til sóma og óbærileg fyrir held ég flesta,“ segir Drífa. Drífa segir að búið sé að lýsa því yfir að upp sé komin ákveðin valdablokk innan hreyfingarinnar, sem hún sé ekki hluti af. Henni þyki miður að þetta sé orðið svona, enda telji hún að hreyfingin eigi að vera sameinuð. En hreinlegast sé að hún hætti, úr því að svona er komið. Ertu að þessu leyti að gefa eftir, og afhenda þeim hreyfinguna? „Hreyfingin verður að hafa afl til að fara þá leið sem hún vill fara. Það er þá bara úr mínum höndum. Ég hafði ekki það afl sem ég þurfti,“ segir Drífa. Samskiptin innan hreyfingarinnar eru að sögn Drífu orðin það slæm, að eitthvað hlýtur að gefa eftir. Hún viti þó ekki hvað. „Það er hægt að fara með svona samskipti í gegnum einar, jafnvel tvennar kjaraviðræður. En það að vega stöðugt að eigin félögum er ekki sjálfbært til lengdar. Þannig að ég óttast það hvað gerist í framtíðinni,“ segir Drífa. Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson hafa ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu um viðtal. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Drífa var kjörin forseti Alþýðusambandsins í október 2018 og tók þá við af Gylfa Arnbjörnssyni. Áður hafði hún verið framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins frá 2012 og þar á undan framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Kjörtímabil Drífu hefur verið stormasamt, einkum í seinni tíð, eftir því sem mótstaðan sem hún hefur mætt frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Ragnari Þór Ingólfssynsi hefur ágerst. Nú er komið að leiðarlokum - Drífa er hætt, tveimur mánuðum fyrir ársþing í október. „Ég óttaðist eiginlega meira að vinna kosninguna heldur en að tapa henni,“ segir Drífa en horfa má á viðtalið við hana í heild hér að ofan. Ef Drífa hefði boðið sig fram hefði það raunar talist ansi bratt, enda blasir við að blokk Ragnars Þórs í VR, Sólveigar Önnu í Eflingu og Vilhjálms Birgissonar í Starfsgreinasambandinu er komin með meirihluta innan sambandsins. Drífa nefnir Ragnar og Sólveigu sérstaklega. Við undirritun lífskjarasamninga 2019. Það hefur andað köldu á milli Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, og Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi í október - embættið er nú laust.Vísir/Vilhelm „Það er ekkert launungarmál að það hafa verið erfið samskipti. Ég á ekki samleið með formönnum í tveimur stærstu stéttarfélögunum innan ASÍ. Ég skil ekki alveg á hvaða vegferð þau eru. Það hefur gert mér störfin erfið og á köflum óbærileg. Ég gat ekki ímyndað mér eða hugsað mér að vera í þeirri stöðu að sitja áfram. Samskiptin innan hreyfingarinnar eru engum til sóma og óbærileg fyrir held ég flesta,“ segir Drífa. Drífa segir að búið sé að lýsa því yfir að upp sé komin ákveðin valdablokk innan hreyfingarinnar, sem hún sé ekki hluti af. Henni þyki miður að þetta sé orðið svona, enda telji hún að hreyfingin eigi að vera sameinuð. En hreinlegast sé að hún hætti, úr því að svona er komið. Ertu að þessu leyti að gefa eftir, og afhenda þeim hreyfinguna? „Hreyfingin verður að hafa afl til að fara þá leið sem hún vill fara. Það er þá bara úr mínum höndum. Ég hafði ekki það afl sem ég þurfti,“ segir Drífa. Samskiptin innan hreyfingarinnar eru að sögn Drífu orðin það slæm, að eitthvað hlýtur að gefa eftir. Hún viti þó ekki hvað. „Það er hægt að fara með svona samskipti í gegnum einar, jafnvel tvennar kjaraviðræður. En það að vega stöðugt að eigin félögum er ekki sjálfbært til lengdar. Þannig að ég óttast það hvað gerist í framtíðinni,“ segir Drífa. Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson hafa ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu um viðtal.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda