Yngstu leikmenn í sögu ÍA og KR koma úr gríðarlegum fótboltafjölskyldum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2022 16:01 Jón Arnar Sigurðsson er yngsti leikmaður í sögu KR. KR Fornu fjendurnir KR og ÍA hafa bæði valdið vonbrigðum það sem af er sumri í Bestu deild karla í fótbolta. KR-ingar eru þó að því virðist að vakna af værum blundi á meðan ÍA er fast við botninn. Bæði lið hafa þó gefið mjög svo ungum leikmönnum nokkrar mínútur í sumar, mínútur sem skiluðu drengjunum í sögubækurnar. Þeir Daniel Ingi Jóhannesson og Jón Arnar Sigurðsson eru komnir í sögubækur íslenskrar knattspyrnu þar sem um er að ræða yngsta leikmann í sögu efstu deildar hjá ÍA annars vegar og yngsta leikmann í sögu efstu deildar hjá KR hins vegar. Báðir koma úr gríðarlegum fótboltafjölskyldum. Daniel Ingi var á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn nýverið.Twitter@totalafl Þann 1. ágúst síðastliðinn mættust Breiðablik og ÍA í Bestu deild karla. Fór það svo að Breiðablik vann 3-1 heimasigur en þegar fimm mínútur lifðu leiks kom Daniel Ingi Jóhannesson inn af bekknum hjá gestunum og varð um leið yngsti leikmaður í sögu ÍA í efstu deild. Raunar varð hann yngsti leikmaður til að spila deildarleik fyrir ÍA. Daniel Ingi var 15 ára og 119 daga gamall er hann sló metið. Ísak Bergmann Jóhannesson, bróðir Daniels Inga, var yngsti leikmaður ÍA í deildarkeppni fyrir leikinn þann 1. ágúst á meðan Sigurður Jónsson var yngsti leikmaður ÍA í sögu efstu deildar. Ísak Bergmann er í dag landsliðsmaður ásamt því að spila með meistaraliði FC Kaupmannahöfn í Danmörku. Faðir þeirra er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður sem og fyrrverandi þjálfari ÍA en hann er í dag aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands. Það var svo sunnudaginn viku síðar, þann 7. ágúst sem Jón Arnar Sigurðsson varð yngsti leikmaður KR í sögu efstu deildar er hann kom inn af varamannabekknum í 4-0 sigri á ÍBV. „Jón Arnar er einungis 15 ára og 96 daga gamall og því yngsti leikmaður í sögunni til að spila fyrir KR í efstu deild, ásamt því að vera fjórða kynslóð til að spila fyrir meistaraflokk KR,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu KR. Jón Arnar er sonur Sigurðar Arnar Jónssonar sem lék með KR á árunum 1989 til 2001. Afi Jóns Arnars er Jón Már Ólason en hann lék með liðinu 1968-69 og langafi drengsins er Óli Björgvin Jónasson en hann lék með KR frá árunum 1936-1950. Árni Ingi Pjetursson átti metið á undan Jóni Arnari en verður að bíta í það súra epli að vera núna næstyngsti leikmaður í sögu KR í efstu deild. KR er í dag í 6. sæti Bestu deildar karla með 24 stig eftir 16 leiki á meðan ÍA er með 8 stig eftir jafn marga leiki. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Þeir Daniel Ingi Jóhannesson og Jón Arnar Sigurðsson eru komnir í sögubækur íslenskrar knattspyrnu þar sem um er að ræða yngsta leikmann í sögu efstu deildar hjá ÍA annars vegar og yngsta leikmann í sögu efstu deildar hjá KR hins vegar. Báðir koma úr gríðarlegum fótboltafjölskyldum. Daniel Ingi var á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn nýverið.Twitter@totalafl Þann 1. ágúst síðastliðinn mættust Breiðablik og ÍA í Bestu deild karla. Fór það svo að Breiðablik vann 3-1 heimasigur en þegar fimm mínútur lifðu leiks kom Daniel Ingi Jóhannesson inn af bekknum hjá gestunum og varð um leið yngsti leikmaður í sögu ÍA í efstu deild. Raunar varð hann yngsti leikmaður til að spila deildarleik fyrir ÍA. Daniel Ingi var 15 ára og 119 daga gamall er hann sló metið. Ísak Bergmann Jóhannesson, bróðir Daniels Inga, var yngsti leikmaður ÍA í deildarkeppni fyrir leikinn þann 1. ágúst á meðan Sigurður Jónsson var yngsti leikmaður ÍA í sögu efstu deildar. Ísak Bergmann er í dag landsliðsmaður ásamt því að spila með meistaraliði FC Kaupmannahöfn í Danmörku. Faðir þeirra er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður sem og fyrrverandi þjálfari ÍA en hann er í dag aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands. Það var svo sunnudaginn viku síðar, þann 7. ágúst sem Jón Arnar Sigurðsson varð yngsti leikmaður KR í sögu efstu deildar er hann kom inn af varamannabekknum í 4-0 sigri á ÍBV. „Jón Arnar er einungis 15 ára og 96 daga gamall og því yngsti leikmaður í sögunni til að spila fyrir KR í efstu deild, ásamt því að vera fjórða kynslóð til að spila fyrir meistaraflokk KR,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu KR. Jón Arnar er sonur Sigurðar Arnar Jónssonar sem lék með KR á árunum 1989 til 2001. Afi Jóns Arnars er Jón Már Ólason en hann lék með liðinu 1968-69 og langafi drengsins er Óli Björgvin Jónasson en hann lék með KR frá árunum 1936-1950. Árni Ingi Pjetursson átti metið á undan Jóni Arnari en verður að bíta í það súra epli að vera núna næstyngsti leikmaður í sögu KR í efstu deild. KR er í dag í 6. sæti Bestu deildar karla með 24 stig eftir 16 leiki á meðan ÍA er með 8 stig eftir jafn marga leiki. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira