Rekinn eftir slæmt gengi á EM Atli Arason skrifar 10. ágúst 2022 18:00 Mark Parsons er nú atvinnulaus. KNVB Media KNVB, knattspyrnusamband Hollands, tilkynnti í dag að sambandið hafði náð sameiginlegu samkomulagi við Mark Parsons, þjálfara liðsins, að hann láti tafarlaust af störfum. Í tilkynningu sambandsins er skrifað að metnaðarfullum markmiðum liðsins verði ekki náð undir forystu Parsons. Síðasti leikur liðsins undir hans stjórn var 1-0 tap Hollands gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu í Englandi. „Í aðdraganda EM og á mótinu sjálfu voru úrslitin vonbrigði og það er óásættanlegt. Hollenska liðið var að verja Evrópumeistaratitilinn sinn en liðið spilaði einnig til úrslita á síðasta heimsmeistaramóti. Við viljum berjast um stóru bikarana. Með undankeppni HM í huga hefur sú ákvörðun verið tekin að fá nýjan aðila til að stýra liðinu,“ sagði Jan Dirk van de Zee, yfirmaður knattspyrnumála hjá hollenska kvennalandsliðinu. Í undankeppni HM leikur Holland í C-riðli með Íslandi. Næsti leikur Hollands í undankeppninni er gegn því íslenska þann 6. september næstkomandi en fyrst taka þær á móti Skotlandi í vináttuleik 2. september. Í tilkynningu sambandsins er jafnframt tekið fram að hollenska liðið verði að vinna það íslenska ef það ætlar að ná markmiðum sínum að spila á næsta heimsmeistaramóti sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Holland er í efsta sæti C-riðils með tveggja stiga forskot á Ísland en íslenska liðið hefur leikið einum leik minna en það hollenska. Á 18 ára ferli sínum sem þjálfari hefur Parsons meðal annars stýrt liðum Portland Thorns og Washington Spirit í bandarísku NWSL deildinni. Parsons var einungis í 15 mánuði með hollenska liðið eftir að hann tók við því í maí á síðasta ári af Sarina Wiegman, sem stýrir í dag Evrópumeisturum Englands. EM 2022 í Englandi Holland HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Í tilkynningu sambandsins er skrifað að metnaðarfullum markmiðum liðsins verði ekki náð undir forystu Parsons. Síðasti leikur liðsins undir hans stjórn var 1-0 tap Hollands gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu í Englandi. „Í aðdraganda EM og á mótinu sjálfu voru úrslitin vonbrigði og það er óásættanlegt. Hollenska liðið var að verja Evrópumeistaratitilinn sinn en liðið spilaði einnig til úrslita á síðasta heimsmeistaramóti. Við viljum berjast um stóru bikarana. Með undankeppni HM í huga hefur sú ákvörðun verið tekin að fá nýjan aðila til að stýra liðinu,“ sagði Jan Dirk van de Zee, yfirmaður knattspyrnumála hjá hollenska kvennalandsliðinu. Í undankeppni HM leikur Holland í C-riðli með Íslandi. Næsti leikur Hollands í undankeppninni er gegn því íslenska þann 6. september næstkomandi en fyrst taka þær á móti Skotlandi í vináttuleik 2. september. Í tilkynningu sambandsins er jafnframt tekið fram að hollenska liðið verði að vinna það íslenska ef það ætlar að ná markmiðum sínum að spila á næsta heimsmeistaramóti sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Holland er í efsta sæti C-riðils með tveggja stiga forskot á Ísland en íslenska liðið hefur leikið einum leik minna en það hollenska. Á 18 ára ferli sínum sem þjálfari hefur Parsons meðal annars stýrt liðum Portland Thorns og Washington Spirit í bandarísku NWSL deildinni. Parsons var einungis í 15 mánuði með hollenska liðið eftir að hann tók við því í maí á síðasta ári af Sarina Wiegman, sem stýrir í dag Evrópumeisturum Englands.
EM 2022 í Englandi Holland HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira