Ég skora á þig að verða vegan! Birta Ísey skrifar 11. ágúst 2022 14:00 Í amstri dagsins er auðvelt að gleyma sér í hversdagsleikanum. Við hugsum um vinnuna eða skólann, og hvað verði í kvöldmatinn. Við heyrum talað um loftslagsvána í fréttunum og hversu stórt vandamál hún er. Við fáum hnút í magann og skiptum um rás. Það er einfaldlega auðveldara að hugsa ekki of mikið um þetta, því þegar við byrjum að pæla mikið í málunum er auðvelt að upplifa hinn algenga loftlagskvíða. Í þessari erfiðu og alvarlegu stöðu sem við erum í, eru æ fleiri sem upplifa svartsýni og hugsa með sér hvort einn einstaklingur geti í raun komið af stað alvöru breytingum. Þetta er skiljanlegur hugsanagangur, en mikilvægt er að vera bjartsýn og muna að í fjöldanum er kraftur. Við sem einstaklingar getum haft gífurleg áhrif, enda sjáum við að því fleiri sem taka stöðu og standa með umhverfinu, því meiri þrýstingur leggst á ábyrgðaraðila að standa sig betur. Það er ekki langt síðan loftslagsmálin voru lítið sem ekkert rædd á vettvangi stjórnvalda. Nú er það eitt tíðræddasta umræðuefnið. Ég trúi því að við viljum öll gera okkar besta. Við byrjum að flokka eins og engin sé morgundagurinn og kaupum vistvænu vöruna frekar en hina sem við erum vön. Við skoðum hvað rafmagnsbílar kosta og fáum kvíðakast, og ákveðum að taka frekar oftar strætó. Eitt sem gleymist þó oft í umræðunni um mátt okkar einstaklinga til að sporna gegn loftslagsvánni er dýraiðnaðurinn. Rannsóknir sýna okkur hversu mikil og slæm áhrif hann hefur á náttúruna og loftslagið. Já líka hér á Íslandi. Staðan er einfaldlega sú, að ef þú vilt minnka kolefnisfótspor þitt er breyting á mataræðinu eitt stærsta skref sem þú getur tekið. Það að forðast dýraafurðir og borða sem mest úr plönturíkinu hefur gífurlega jákvæð áhrif. Sumum finnst þetta hljóma öfgafullt, en við erum að horfa á öfgafullar aðstæður þar sem nauðsynlegt er að taka stór skref. Aldrei hefur verið auðveldara að sleppa dýraafurðum en í dag og það skerðir sannarlega ekki lífsgæði fólks að taka skref í þá átt. Þvert á móti getur það haft jákvæð áhrif. Það þurfa ekki allir að verða vegan á einni nóttu. Hins vegar vil ég hvetja ykkur til að minnka neyslu dýraafurða, þó svo það sé bara einu sinni eða tvisvar í viku, því það gerir heilan helling í heildar samhenginu. Þegar við vitum að grænmetisæta á bensínbíl gerir meira fyrir umhverfið heldur en kjötæta á hjóli, er náttúrulegt að spyrja; hversu mikils virði eru þessar 15 mínútur sem það tekur okkur að borða steikina okkar, í raun og veru? Margt smátt gerir eitt stórt og hver veit, kannski finnur þú glænýjar uppáhalds uppskriftir eða losnar jafnvel við magaverkina? Ég skora á þig, kæri lesandi að kynna þér kostina við vegan mataræði, bæði fyrir þig og umhverfið. Ég get lofað þér því sem fyrrum kjötæta, að kostirnir eru mun fleiri en gallarnir. Höfundur er meðlimur í stjórn Samtaka Grænkera á Íslandi. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Austurvelli á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p Heimildir: https://ourworldindata.org/food-choice-vs-eating-local https://www.efla.is/thjonusta/umhverfi/matarspor Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Vegan Loftslagsmál Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Í amstri dagsins er auðvelt að gleyma sér í hversdagsleikanum. Við hugsum um vinnuna eða skólann, og hvað verði í kvöldmatinn. Við heyrum talað um loftslagsvána í fréttunum og hversu stórt vandamál hún er. Við fáum hnút í magann og skiptum um rás. Það er einfaldlega auðveldara að hugsa ekki of mikið um þetta, því þegar við byrjum að pæla mikið í málunum er auðvelt að upplifa hinn algenga loftlagskvíða. Í þessari erfiðu og alvarlegu stöðu sem við erum í, eru æ fleiri sem upplifa svartsýni og hugsa með sér hvort einn einstaklingur geti í raun komið af stað alvöru breytingum. Þetta er skiljanlegur hugsanagangur, en mikilvægt er að vera bjartsýn og muna að í fjöldanum er kraftur. Við sem einstaklingar getum haft gífurleg áhrif, enda sjáum við að því fleiri sem taka stöðu og standa með umhverfinu, því meiri þrýstingur leggst á ábyrgðaraðila að standa sig betur. Það er ekki langt síðan loftslagsmálin voru lítið sem ekkert rædd á vettvangi stjórnvalda. Nú er það eitt tíðræddasta umræðuefnið. Ég trúi því að við viljum öll gera okkar besta. Við byrjum að flokka eins og engin sé morgundagurinn og kaupum vistvænu vöruna frekar en hina sem við erum vön. Við skoðum hvað rafmagnsbílar kosta og fáum kvíðakast, og ákveðum að taka frekar oftar strætó. Eitt sem gleymist þó oft í umræðunni um mátt okkar einstaklinga til að sporna gegn loftslagsvánni er dýraiðnaðurinn. Rannsóknir sýna okkur hversu mikil og slæm áhrif hann hefur á náttúruna og loftslagið. Já líka hér á Íslandi. Staðan er einfaldlega sú, að ef þú vilt minnka kolefnisfótspor þitt er breyting á mataræðinu eitt stærsta skref sem þú getur tekið. Það að forðast dýraafurðir og borða sem mest úr plönturíkinu hefur gífurlega jákvæð áhrif. Sumum finnst þetta hljóma öfgafullt, en við erum að horfa á öfgafullar aðstæður þar sem nauðsynlegt er að taka stór skref. Aldrei hefur verið auðveldara að sleppa dýraafurðum en í dag og það skerðir sannarlega ekki lífsgæði fólks að taka skref í þá átt. Þvert á móti getur það haft jákvæð áhrif. Það þurfa ekki allir að verða vegan á einni nóttu. Hins vegar vil ég hvetja ykkur til að minnka neyslu dýraafurða, þó svo það sé bara einu sinni eða tvisvar í viku, því það gerir heilan helling í heildar samhenginu. Þegar við vitum að grænmetisæta á bensínbíl gerir meira fyrir umhverfið heldur en kjötæta á hjóli, er náttúrulegt að spyrja; hversu mikils virði eru þessar 15 mínútur sem það tekur okkur að borða steikina okkar, í raun og veru? Margt smátt gerir eitt stórt og hver veit, kannski finnur þú glænýjar uppáhalds uppskriftir eða losnar jafnvel við magaverkina? Ég skora á þig, kæri lesandi að kynna þér kostina við vegan mataræði, bæði fyrir þig og umhverfið. Ég get lofað þér því sem fyrrum kjötæta, að kostirnir eru mun fleiri en gallarnir. Höfundur er meðlimur í stjórn Samtaka Grænkera á Íslandi. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Austurvelli á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p Heimildir: https://ourworldindata.org/food-choice-vs-eating-local https://www.efla.is/thjonusta/umhverfi/matarspor
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun