Fómó í vinnunni er staðreynd Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. ágúst 2022 07:00 Fómó í vinnunni getur til dæmis birst í því að viðkomandi er alltaf að fylgjast með símanum eða samfélagsmiðlum, vill vera á öllum fundum og viðburðum og líður illa ef því finnst það vera að missa af einhverju. Fómó í vinnunni eykur líkur á kulnun. Vísir/Getty Fómó er nýtt hugtak sem sérstaklega ungt fólk notar en þetta orð er tilvísun í skammstöfun á ensku; Fomo, sem stendur fyrir „fear of missing out.“ Atvinnulífið hefur áður fjallað um útundanótta sem fólk getur upplifað þegar það starfar í fjarvinnu. Útundanóttinn byggir þá á óttanum um að vera ekki hluti af liðsheildinni eða gleymast. Útundanótti í einkalífinu er síðan annað fyrirbæri. Þá óttast fólk oft að allir aðrir séu að hafa það betra eða gera meira en það sjálft og horfa jafnvel á samfélagsmiðla sem staðfestingu á að svo sé. Í vinnunni er fómó líka staðreynd, þótt fólk sé ekki að vinna í fjarvinnu. Fómó getur til dæmis birst þannig að fólk er hrætt við að vera ekki hluti af liðsheildinni eða því teymi sem það vill helst vera í á vinnustaðnum. Eða fómó sem byggir á viðvarandi tilfinningu eða ótta um að vera mögulega að missa af einhverjum starfstækifærum. Enn sem komið er, hefur lítið verið rætt um eða rannsakað hver áhrifin á þessum útundanótta, eða fómó, er að hafa á starfsfólk. Til dæmis hvort fómó sé að hafa áhrif á frammistöðu og getu fólks í starfi. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birt var á Science Direct í hitteðfyrra, getur fómó í vinnunni aukið líkurnar á kulnun. Hér eru nokkur atriði sem geta verið einkenni fólks sem glímir við fómó: Vill taka þátt í öllu (líka ákvörðunum) og vera alls staðar (líka á öllum fundum) Gefur sig þó ekki að fullu í neitt verkefni eða starf (því eitthvað betra gæti dúkkað upp) Er alltaf að fylgjast með símanum og þá sérstaklega samfélagsmiðlum og tölvupóstum Hefur áhyggjur af því að vera að missa af einhverju, þótt það sé upptekið sjálft (gæti verið eitthvað meira spennó að gerast annars staðar) Fer á staði, viðburði (ráðstefnur, málþing, fundi) sem því finnst ekkert gaman á Segja ekki Nei ef eitthvað er í gangi Mæta á viðburði, fundi og fleira þótt heilsan sé ekki góð Niðurstöður rannsókna sýna að fómó getur haft alvarleg áhrif á heilsu fólks. Þar má nefna miklar skapsveiflur, neikvæðni, þunglyndi, kvíða, lágt sjálfsmat og fleira. Fólk sem upplifir sig með fómó í vinnunni ætti ekki að hika við að leita sér aðstoðar. Til dæmis með því að opna á samtalið um fómó við yfirmann, mannauðstjóra eða leita til sálfræðings. Heilsa Góðu ráðin Starfsframi Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Starfsfólki tryggt aðgengi að sálfræðingum með lágmarksbiðtíma Það á að vera gaman í vinnunni, sveigjanleikinn á að vera mikill, jafnrétti, fjölbreytileiki og síðast en ekki síst góð andleg heilsa. 20. júní 2022 07:01 „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Margt gott við að verða T-laga starfsmaður Það geta allir orðið T-laga starfsmaður, sama við hvað við störfum. En hvað þýðir það að vera T-laga í starfi? 27. júní 2022 07:01 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Atvinnulífið hefur áður fjallað um útundanótta sem fólk getur upplifað þegar það starfar í fjarvinnu. Útundanóttinn byggir þá á óttanum um að vera ekki hluti af liðsheildinni eða gleymast. Útundanótti í einkalífinu er síðan annað fyrirbæri. Þá óttast fólk oft að allir aðrir séu að hafa það betra eða gera meira en það sjálft og horfa jafnvel á samfélagsmiðla sem staðfestingu á að svo sé. Í vinnunni er fómó líka staðreynd, þótt fólk sé ekki að vinna í fjarvinnu. Fómó getur til dæmis birst þannig að fólk er hrætt við að vera ekki hluti af liðsheildinni eða því teymi sem það vill helst vera í á vinnustaðnum. Eða fómó sem byggir á viðvarandi tilfinningu eða ótta um að vera mögulega að missa af einhverjum starfstækifærum. Enn sem komið er, hefur lítið verið rætt um eða rannsakað hver áhrifin á þessum útundanótta, eða fómó, er að hafa á starfsfólk. Til dæmis hvort fómó sé að hafa áhrif á frammistöðu og getu fólks í starfi. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birt var á Science Direct í hitteðfyrra, getur fómó í vinnunni aukið líkurnar á kulnun. Hér eru nokkur atriði sem geta verið einkenni fólks sem glímir við fómó: Vill taka þátt í öllu (líka ákvörðunum) og vera alls staðar (líka á öllum fundum) Gefur sig þó ekki að fullu í neitt verkefni eða starf (því eitthvað betra gæti dúkkað upp) Er alltaf að fylgjast með símanum og þá sérstaklega samfélagsmiðlum og tölvupóstum Hefur áhyggjur af því að vera að missa af einhverju, þótt það sé upptekið sjálft (gæti verið eitthvað meira spennó að gerast annars staðar) Fer á staði, viðburði (ráðstefnur, málþing, fundi) sem því finnst ekkert gaman á Segja ekki Nei ef eitthvað er í gangi Mæta á viðburði, fundi og fleira þótt heilsan sé ekki góð Niðurstöður rannsókna sýna að fómó getur haft alvarleg áhrif á heilsu fólks. Þar má nefna miklar skapsveiflur, neikvæðni, þunglyndi, kvíða, lágt sjálfsmat og fleira. Fólk sem upplifir sig með fómó í vinnunni ætti ekki að hika við að leita sér aðstoðar. Til dæmis með því að opna á samtalið um fómó við yfirmann, mannauðstjóra eða leita til sálfræðings.
Heilsa Góðu ráðin Starfsframi Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Starfsfólki tryggt aðgengi að sálfræðingum með lágmarksbiðtíma Það á að vera gaman í vinnunni, sveigjanleikinn á að vera mikill, jafnrétti, fjölbreytileiki og síðast en ekki síst góð andleg heilsa. 20. júní 2022 07:01 „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Margt gott við að verða T-laga starfsmaður Það geta allir orðið T-laga starfsmaður, sama við hvað við störfum. En hvað þýðir það að vera T-laga í starfi? 27. júní 2022 07:01 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Starfsfólki tryggt aðgengi að sálfræðingum með lágmarksbiðtíma Það á að vera gaman í vinnunni, sveigjanleikinn á að vera mikill, jafnrétti, fjölbreytileiki og síðast en ekki síst góð andleg heilsa. 20. júní 2022 07:01
„Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00
Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32
Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00
Margt gott við að verða T-laga starfsmaður Það geta allir orðið T-laga starfsmaður, sama við hvað við störfum. En hvað þýðir það að vera T-laga í starfi? 27. júní 2022 07:01