Aðgengisstéttaskipting í heilbrigðiskerfinu Íris Róbertsdóttir skrifar 12. ágúst 2022 07:00 Undanfarið hefur mikið verið fjallað um stöðu heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Jafnt aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu á að vera grundvallaratriði í samfélagsuppbyggingunni. Sú er hins vegar ekki raunin fyrir fólk á landsbyggðinni í dag. Formaður Læknafélags Íslands hefur verið að taka út stöðuna á landsbyggðinni hvað varðar læknamönnun. Fréttablaðið fylgdi því máli vel eftir og var m.a. viðtal við Davíð Egilsson, yfirlækni heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum, sem segir að ástandið í Eyjum sé óásættanlegt. Læknamönnunin geti verið allt niður í 50-75% af þörfinni og þetta sé ekki einsdæmi á landsbyggðinni. Það er augljóst að það ástand mun ekki geta gengið mikið lengur. Tryggja þarf grunnheilbrigðisþjónustu um allt land Eitt mikilvægasta verkefnið næstu misserin er mönnun heilsugæslunnar til að hægt sé að tryggja grunnþjónustu á landsbyggðinni. Það er þörf á sameiginlegu átaki og nauðsynlegt að fulltrúar landsbyggðarinnar komi saman að borðinu gagnvart ríkinu svo hægt sé að þoka málum áfram af einhverjum krafti. Það verður að búa þannig um hnútana að hægt sé að manna stöður heilbrigðisstarfsfólks þannig að þau geti veitt þá grunnheilbrigðisþjónustu sem þeim er ætlað að veita. Til þess að það raungerist þarf breytingu á því umhverfi sem er í dag. Stefnumótandi byggðaáætlun árin 2022-2036 Í þingsályktunartillögu um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 sem samþykkt var á alþingi 15. júní sl. eru sett fram framtíðarsýn og meginmarkmið og lykilviðfangsefni skilgreind. „Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengi byggðir landsins og Ísland við umheiminn í jafnvægi við umhverfið.Meginmarkmið eru tvenns konar: Innviðir mæti þörfum samfélagsins og að byggðir og sveitarfélög um land allt verði sjálfbær.“ Samkvæmt lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir er markmið stjórnvalda í byggðamálum að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða um land allt. Þessi metnaðarfulla tillaga styður við þessi markmið og er með 43 aðgerðum til að mæta meginmarkmiðumun. Mikilvægt er að forgangsraða þessum þörfu aðgerðum því ekki verður allt gert í einu. Rík áhersla þarf að vera á markmiðin sem falla undir lið A, Jafna aðgengi að þjónustu, með áherslu á heilbrigðisþjónustu. Eitt af markmiðunum lýtur að viðbragði neyðarþjónustu og auknu öryggi um land allt. Eitthvað sem ætti að vera nú þegar í lagi. Sjúkraflugið getur ekki sinnt öllu landinu! Fyrir liggur að oft þarf að flytja sjúklinga í sérhæfðari þjónustu á Landspítala en unnt er að veita í heimabyggð. Það kallar á að skilgreina þarf ásættanlegan viðbragðstíma og þjónustustig utanspítalaþjónustu. Tilgangurinn er að auka öryggi íbúa á landsbyggðinni með því að styrkja og breyta fyrirkomulagi sjúkraflugs, m.a. með tilkomu sérhæfðrar sjúkraþyrlu. Viðbragðstíminn skiptir öllu máli og það ætti að vera öllum ljóst að fyrirkomulagið eins og það er í dag er ekki að þjónusta allt landið sem skyldi. Sérhæfð sjúkraþyrla á Suðurlandi er verkefni sem er tilbúið og myndi stórbæta ástandið í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi öllu hvað varðar sjúkraflutninga og neyðarþjónustu, en það er ófjármagnað. Það þarf að gera breytingar til að tryggja að allir landsmenn geti notið þjónustu Landspítalans með sambærilegum hætti. Ráðherra hefur nú skipað samráðshóp til að fara yfir sjúkraflutningaþættina en til viðbótar er mikil vinna eftir varðandi jöfnun á aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu. Samráðshópurinn, sem ég sit í, hefur haldið einn fund og bind ég vonir við að út úr þessari vinnu komi lausnamiðaðar tillögur sem munu bæta stöðuna. Ég skynja að það er vilji hjá ráðherra til bóta en það þarf aðgerðir. Það þarf kannski „uppskurð“ á heilbrigðiskerfinu okkar og þá er allt undir. Við getum gert betur! Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra. Það er margt gott í heilbrigðiskerfinu okkar en það eru líka hlutir sem þarf að laga og jafnvel stórbæta. Það þarf að vera í lagi að ræða um alla þætti og það er mikilvægt að hlustað sé á alla aðila, fagfólk og líka notendur þjónustunnar. Og við þurfum væntanlega ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Trúlega eru til kerfi eða fyrirkomulag í nágrannalöndunum sem við getum nýtt okkur að einhverju leyti. Lærum af öðrum, byggjum upp og tryggjum jafnt aðgengi fyrir alla! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íris Róbertsdóttir Heilbrigðismál Vestmannaeyjar Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið verið fjallað um stöðu heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Jafnt aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu á að vera grundvallaratriði í samfélagsuppbyggingunni. Sú er hins vegar ekki raunin fyrir fólk á landsbyggðinni í dag. Formaður Læknafélags Íslands hefur verið að taka út stöðuna á landsbyggðinni hvað varðar læknamönnun. Fréttablaðið fylgdi því máli vel eftir og var m.a. viðtal við Davíð Egilsson, yfirlækni heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum, sem segir að ástandið í Eyjum sé óásættanlegt. Læknamönnunin geti verið allt niður í 50-75% af þörfinni og þetta sé ekki einsdæmi á landsbyggðinni. Það er augljóst að það ástand mun ekki geta gengið mikið lengur. Tryggja þarf grunnheilbrigðisþjónustu um allt land Eitt mikilvægasta verkefnið næstu misserin er mönnun heilsugæslunnar til að hægt sé að tryggja grunnþjónustu á landsbyggðinni. Það er þörf á sameiginlegu átaki og nauðsynlegt að fulltrúar landsbyggðarinnar komi saman að borðinu gagnvart ríkinu svo hægt sé að þoka málum áfram af einhverjum krafti. Það verður að búa þannig um hnútana að hægt sé að manna stöður heilbrigðisstarfsfólks þannig að þau geti veitt þá grunnheilbrigðisþjónustu sem þeim er ætlað að veita. Til þess að það raungerist þarf breytingu á því umhverfi sem er í dag. Stefnumótandi byggðaáætlun árin 2022-2036 Í þingsályktunartillögu um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 sem samþykkt var á alþingi 15. júní sl. eru sett fram framtíðarsýn og meginmarkmið og lykilviðfangsefni skilgreind. „Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengi byggðir landsins og Ísland við umheiminn í jafnvægi við umhverfið.Meginmarkmið eru tvenns konar: Innviðir mæti þörfum samfélagsins og að byggðir og sveitarfélög um land allt verði sjálfbær.“ Samkvæmt lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir er markmið stjórnvalda í byggðamálum að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða um land allt. Þessi metnaðarfulla tillaga styður við þessi markmið og er með 43 aðgerðum til að mæta meginmarkmiðumun. Mikilvægt er að forgangsraða þessum þörfu aðgerðum því ekki verður allt gert í einu. Rík áhersla þarf að vera á markmiðin sem falla undir lið A, Jafna aðgengi að þjónustu, með áherslu á heilbrigðisþjónustu. Eitt af markmiðunum lýtur að viðbragði neyðarþjónustu og auknu öryggi um land allt. Eitthvað sem ætti að vera nú þegar í lagi. Sjúkraflugið getur ekki sinnt öllu landinu! Fyrir liggur að oft þarf að flytja sjúklinga í sérhæfðari þjónustu á Landspítala en unnt er að veita í heimabyggð. Það kallar á að skilgreina þarf ásættanlegan viðbragðstíma og þjónustustig utanspítalaþjónustu. Tilgangurinn er að auka öryggi íbúa á landsbyggðinni með því að styrkja og breyta fyrirkomulagi sjúkraflugs, m.a. með tilkomu sérhæfðrar sjúkraþyrlu. Viðbragðstíminn skiptir öllu máli og það ætti að vera öllum ljóst að fyrirkomulagið eins og það er í dag er ekki að þjónusta allt landið sem skyldi. Sérhæfð sjúkraþyrla á Suðurlandi er verkefni sem er tilbúið og myndi stórbæta ástandið í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi öllu hvað varðar sjúkraflutninga og neyðarþjónustu, en það er ófjármagnað. Það þarf að gera breytingar til að tryggja að allir landsmenn geti notið þjónustu Landspítalans með sambærilegum hætti. Ráðherra hefur nú skipað samráðshóp til að fara yfir sjúkraflutningaþættina en til viðbótar er mikil vinna eftir varðandi jöfnun á aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu. Samráðshópurinn, sem ég sit í, hefur haldið einn fund og bind ég vonir við að út úr þessari vinnu komi lausnamiðaðar tillögur sem munu bæta stöðuna. Ég skynja að það er vilji hjá ráðherra til bóta en það þarf aðgerðir. Það þarf kannski „uppskurð“ á heilbrigðiskerfinu okkar og þá er allt undir. Við getum gert betur! Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra. Það er margt gott í heilbrigðiskerfinu okkar en það eru líka hlutir sem þarf að laga og jafnvel stórbæta. Það þarf að vera í lagi að ræða um alla þætti og það er mikilvægt að hlustað sé á alla aðila, fagfólk og líka notendur þjónustunnar. Og við þurfum væntanlega ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Trúlega eru til kerfi eða fyrirkomulag í nágrannalöndunum sem við getum nýtt okkur að einhverju leyti. Lærum af öðrum, byggjum upp og tryggjum jafnt aðgengi fyrir alla! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar