Fótbolti

Punktur og basta - nýtt hlaðvarp um ítalska boltann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ítalska úrvalsdeildin hefst um helgina.
Ítalska úrvalsdeildin hefst um helgina. stöð 2 sport

Punktur og basta er nýtt hlaðvarp þar sem fjallað er um ítölsku úrvalsdeildina. Fyrsti þátturinn er kominn inn á Vísi.

Umsjónarmenn Punkts og basta eru þeir Árni Þórður Randversson, Þorgeir Logason og Björn Már Ólafsson.

Í fyrsta þættinum verður meðal annars fjallað um Íslendingana í ítölsku úrvalsdeildinni, möguleika Rómverjanna hans Josés Mourinho í toppbaráttunni, titilvörn AC Milan og endurkomu Silvios Berlusconi sem er eigandi nýliða Monza.

Nýr þáttur af Punkti og basta kemur inn á Vísi eftir hverja umferð í ítölsku úrvalsdeildinni. Hlusta má á fyrsta þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan.

Keppni í ítölsku úrvalsdeildinni hefst um helgina og verða allir tíu leikirnir í 1. umferðinni sýndir á sportrásum Stöðvar 2.

Leikir helgarinnar

Laugardagur 13. ágúst

  • kl 16:30 AC Milan - Udinese (Sport 2)
  • kl 16:30 Sampdoria - Atalanta (Sport 3)
  • kl 18:45 Lecce - Inter (Sport 2)
  • kl 18:45 Monza - Torino (Sport 3)

Sunnudagur 14. ágúst

  • kl 16:30 Lazio - Bologna (Sport 2)
  • kl 16:30 Fiorentina - Cremonese (Sport 3)
  • kl 18:45 Salernitana - Roma (Sport 2)
  • kl 18:45 Spezia - Empoli (Sport 3)

Mánudagur 15. ágúst

  • kl 16:30 Hellas Verona - Napoli (Sport 2)
  • kl 18:45 Juventus - Sassuolo (Sport 2)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×