Nýju leikmennnirnir náðu ekki að stimpla sig inn hjá Barcelona Valur Páll Eiríksson skrifar 13. ágúst 2022 21:18 Robert Lewandowski náði ekki að brjóta ísinn fyrir Barcelona í sínum fyrsta deildarleik fyrir liðið. Vísir/Getty Fjárhagslegir örðugleikar Barcelona voru í brennidepli í sumar en á sama tíma var félagið stórtækt á félagaskiptamarkaðnum. Katalóníufélagið var í kapphlaupi við tímann fyrir fyrsta leik deildarinnar að fá leyfi til þess að bæta þeim leikmönnum sem það keypti í sumar við hóp sinn. Það var ekki fyrr en í morgun sem staðfest var að Barcelona gæti teflt fram fjóra af þeim nýju leikmönnum sem gengu til liðs við félagið í sumar. Andreas Christensen, Raphinha og Robert Lewandowski voru í byrjunarliði Barcelona í þessum leik. Franck Kessie kom svo inná sem varamaður. Frenkie De Jong sem hefur staðið í stappi við forráðamenn Barcelona um að fá vangoldin laun sín greidd síðustu vikurnar og hefur verið orðaður við Chelsea og Manchester United kom inn af bekknum eftir klukkutíma leik. Sergio Busquets var áminntur með gulu spjaldi í annað skipti á lokaandartökum leiksins og þar af leiðandi vísað af velli með rauðu spjaldi. Fótbolti Spænski boltinn
Fjárhagslegir örðugleikar Barcelona voru í brennidepli í sumar en á sama tíma var félagið stórtækt á félagaskiptamarkaðnum. Katalóníufélagið var í kapphlaupi við tímann fyrir fyrsta leik deildarinnar að fá leyfi til þess að bæta þeim leikmönnum sem það keypti í sumar við hóp sinn. Það var ekki fyrr en í morgun sem staðfest var að Barcelona gæti teflt fram fjóra af þeim nýju leikmönnum sem gengu til liðs við félagið í sumar. Andreas Christensen, Raphinha og Robert Lewandowski voru í byrjunarliði Barcelona í þessum leik. Franck Kessie kom svo inná sem varamaður. Frenkie De Jong sem hefur staðið í stappi við forráðamenn Barcelona um að fá vangoldin laun sín greidd síðustu vikurnar og hefur verið orðaður við Chelsea og Manchester United kom inn af bekknum eftir klukkutíma leik. Sergio Busquets var áminntur með gulu spjaldi í annað skipti á lokaandartökum leiksins og þar af leiðandi vísað af velli með rauðu spjaldi.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti