Minkur skýtur Hafnfirðingum skelk í bringu Jakob Bjarnar skrifar 12. ágúst 2022 14:02 Minkurinn skoppaði um bílakjallarann lengi vel og kynnti sér ástandið. skjáskot Íbúa nokkrum sem búsettur er á Norðurbakka í Hafnarfirði brá í brún þegar hann fór í bílakjallara sinn fyrir tæpri viku. Hann segir í samtali við Vísi að minkarnir séu farnir að sækja mikið inn í byggðina. Maðurinn náði myndskeiði af minknum sem skottast um kjallarann eins og ekkert sé sjálfsagðara og birti í Facebook-hópnum „Hafnarfjörður og Hafnfirðingar“. Þar eru viðbrögð þegar mikil og margir sem lýsa því að hafa séð mink í Hafnarfirði. Og nóg af honum. „Þeir lifa í klettunum um allt í Hafnarfirði,“ segir ein sem leggur orð í belg og hún telur vert að vara sérstaklega við kvikindinu: „Varið ykkur á að reyna ekki að taka hann - ef hann bítur, læsir hann kjálkanum og sleppir ekki svo auðveldlega“. Viðmælandi Vísis, sem tók myndskeiðið, segist ekki hafa séð mink áður í bílakjallaranum eða við húsið en hann hafi séð minka við gömlu Sundlaugina, segir þá koma úr hrauninu og niður í fjöru. Vísir setti sig í samband við umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðarbæjar og ræddi við Pétur Ragnarsson sem segir að þegar svona komi upp sé yfirleitt meindýraeyðir sendur á staðinn. Minkurinn komi reglulega í bæinn og þá með ströndinni að sunnan en einar stærstu uppeldisstöðvar minks á landinu séu á Vatnsleysuströnd. Pétur, sem sjálfur er minkaveiðimaður, segir að bærinn sé með á sínum snærum mann sem hafi leyfi til að veiða mink innan bæjarmarka. „Hann hjá Firringu sér um þetta fyrir okkur. Hann er með hunda og fer reglulega um og tekur mink.“ Pétur er ekki endilega viss um að heimsóknir minka hafi aukist í seinni tíð. „Þetta jókst þegar bæjarfélögin hættu að greiða fyrir skottin, menn voru með gildrur hjá Straumsvík. Þetta eru nokkrir minkar á ári sem eru teknir hérna. Stundum hefur minkur verið tekinn hér á Strandgötunni.“ Hafnarfjörður Dýr Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Maðurinn náði myndskeiði af minknum sem skottast um kjallarann eins og ekkert sé sjálfsagðara og birti í Facebook-hópnum „Hafnarfjörður og Hafnfirðingar“. Þar eru viðbrögð þegar mikil og margir sem lýsa því að hafa séð mink í Hafnarfirði. Og nóg af honum. „Þeir lifa í klettunum um allt í Hafnarfirði,“ segir ein sem leggur orð í belg og hún telur vert að vara sérstaklega við kvikindinu: „Varið ykkur á að reyna ekki að taka hann - ef hann bítur, læsir hann kjálkanum og sleppir ekki svo auðveldlega“. Viðmælandi Vísis, sem tók myndskeiðið, segist ekki hafa séð mink áður í bílakjallaranum eða við húsið en hann hafi séð minka við gömlu Sundlaugina, segir þá koma úr hrauninu og niður í fjöru. Vísir setti sig í samband við umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðarbæjar og ræddi við Pétur Ragnarsson sem segir að þegar svona komi upp sé yfirleitt meindýraeyðir sendur á staðinn. Minkurinn komi reglulega í bæinn og þá með ströndinni að sunnan en einar stærstu uppeldisstöðvar minks á landinu séu á Vatnsleysuströnd. Pétur, sem sjálfur er minkaveiðimaður, segir að bærinn sé með á sínum snærum mann sem hafi leyfi til að veiða mink innan bæjarmarka. „Hann hjá Firringu sér um þetta fyrir okkur. Hann er með hunda og fer reglulega um og tekur mink.“ Pétur er ekki endilega viss um að heimsóknir minka hafi aukist í seinni tíð. „Þetta jókst þegar bæjarfélögin hættu að greiða fyrir skottin, menn voru með gildrur hjá Straumsvík. Þetta eru nokkrir minkar á ári sem eru teknir hérna. Stundum hefur minkur verið tekinn hér á Strandgötunni.“
Hafnarfjörður Dýr Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira