Fleiri íþróttamenn hverfa sporlaust í Bretlandi Atli Arason skrifar 13. ágúst 2022 10:30 Pakistaninn Suleman Baloch (blár) í bardaga gegn Shiva Thapa frá Indlandi (rauður) á Samveldisleikunum. Getty Images Alls hefur nú verið lýst eftir 12 íþróttamönnum sem kepptu á bresku Samveldisleikunum í Birmingham en enginn virðist vita hvar þessir íþróttamenn eru niðurkomnir. Samveldisleikarnir (e. Commonwealth Games) eru fjölgreina íþróttamót þar sem lönd sem tilheyrðu áður breska samveldinu keppast í hinum ýmsu íþróttagreinum. Það er þó ekki framúrskarandi árangur eða heimsmet sem hafa gripið flestar fyrirsagnir undanfarið, heldur er það fjöldinn allur af íþróttamönnum sem hafa týnst eða horfið sporlaust eftir þátttöku á mótinu. Lögreglan í Birmingham staðfesti í vikunni að leitað er af tveimur boxurum, Suleman Baloch og Nazeer Ullah Khan frá Pakistan, eftir að þeir gufuðu upp á flugvellinum í Birmingham. „Við vitum af tveimur mannshvörfum, tveir menn sem tóku þátt á leikunum fyrir hönd Pakistana, á aldrinum 22 og 25 ára. Tilkynning barst okkur þann 9. ágúst og við erum að skoða allar vísbendingar, þar á meðal upptökur úr eftirlitsmyndavélum, til að reyna að finna hvar þeir eru niðurkomnir,“ er haft eftir talsmanni lögreglunnar í Vestur-Miðlöndum í Englandi. Allir íþróttamenn Pakistan af leiknum, að frátöldum Baloch og Khan, hafa snúið aftur til heimalandsins. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að 10 meðlimir úr röðum Sri Lanka virtust hafa yfirgefið herbúðir liðsins í síðustu viku á meðan allur farangur þeirra varð eftir í bækistöðum liðsins í Birmingham. Samveldisleikarnir eru eitt af stærstu fjölgreina íþróttamótum í heimi. Fyrsta samveldisleikamótið fór fram árið 1930 og leikarnir eiga því langa sögu. Í ár fór mótið fram í Birmingham í Englandi og lauk þann 8. ágúst síðastliðin. Box Frjálsar íþróttir Pakistan Bretland Srí Lanka Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Samveldisleikarnir (e. Commonwealth Games) eru fjölgreina íþróttamót þar sem lönd sem tilheyrðu áður breska samveldinu keppast í hinum ýmsu íþróttagreinum. Það er þó ekki framúrskarandi árangur eða heimsmet sem hafa gripið flestar fyrirsagnir undanfarið, heldur er það fjöldinn allur af íþróttamönnum sem hafa týnst eða horfið sporlaust eftir þátttöku á mótinu. Lögreglan í Birmingham staðfesti í vikunni að leitað er af tveimur boxurum, Suleman Baloch og Nazeer Ullah Khan frá Pakistan, eftir að þeir gufuðu upp á flugvellinum í Birmingham. „Við vitum af tveimur mannshvörfum, tveir menn sem tóku þátt á leikunum fyrir hönd Pakistana, á aldrinum 22 og 25 ára. Tilkynning barst okkur þann 9. ágúst og við erum að skoða allar vísbendingar, þar á meðal upptökur úr eftirlitsmyndavélum, til að reyna að finna hvar þeir eru niðurkomnir,“ er haft eftir talsmanni lögreglunnar í Vestur-Miðlöndum í Englandi. Allir íþróttamenn Pakistan af leiknum, að frátöldum Baloch og Khan, hafa snúið aftur til heimalandsins. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að 10 meðlimir úr röðum Sri Lanka virtust hafa yfirgefið herbúðir liðsins í síðustu viku á meðan allur farangur þeirra varð eftir í bækistöðum liðsins í Birmingham. Samveldisleikarnir eru eitt af stærstu fjölgreina íþróttamótum í heimi. Fyrsta samveldisleikamótið fór fram árið 1930 og leikarnir eiga því langa sögu. Í ár fór mótið fram í Birmingham í Englandi og lauk þann 8. ágúst síðastliðin.
Box Frjálsar íþróttir Pakistan Bretland Srí Lanka Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira