Að sögn lögreglu hrundi hluti stóra sviðs tónlistarhátíðarinnar auk annarra mannvirkja við innganginn að hátíðinni vegna sterkra vindhviða klukkan 4:18 um morguninn.
Við hrunið hafi 22 ára maður orðið fyrir hluta sviðsins og látist við höggið. Að auki séu að minnsta kosti 40 særðir, þar af þrír sem séu alvarlega særðir, að sögn yfirvalda.
Kröftugar og heitar vindhviður í austurhluta Spánar
Að sögn skipuleggjenda Medusa-tónlistarhátíðarinnar voru um 50 þúsund manns á tónleikasvæðinu þegar atvikið átti sér stað og tók um 40 mínútur að tæma svæðið.
Morguninn eftir greindu forsvarsmenn hátíðarinnar frá því að þeir hyggðust fresta hátíðinni vegna veðurs til að tryggja öryggi tónleikagesta, starfsmanna og tónlistarmanna en á hádegi, nokkrum tímum síðar, aflýstu þeir henni endanlega.
Veðurstofa Valensía-héraðs greindi frá því að í austurhluta landsins hafi „heitar vindhviður“ náð meira en tuttugu metrum á sekúndu og falið í sér snarpar hitastigshækkanir.
Í myndbandi frá Twitter hér fyrir neðan má sjá hve kröftugur vindurinn var á tónleikasvæðinu.
Severe winds have caused the main stage to collapse at an EDM festival in Spain killing one and injuring at least 40.
— Festive Owl (@TheFestiveOwl) August 13, 2022
This is why weather delays are always to be taken seriously.
Thoughts with the families involved. @medusa_festivalpic.twitter.com/Sh6d8PzJVo