„Við áttum að finna hann þarna“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2022 17:04 Búið var að rífa fánann í hornunum og brjóta hann saman þegar Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, kom að honum í morgun. Vísir/Samsett Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. Fáninn var dreginn að húni í tilefni hinsegin daga og hefur hangið við kirkjuna síðan. Þegar Sunna Dóra, sóknarprestur við kirkjuna, kom í vinnuna í morgun sá hún að það var búið var að taka fánann niður. Eins og sjá má hefur fáninn verið rifinn í horninu við hringinn þannig það er ekki hægt að draga hann að húni að nýju.Vísir „Ég hélt að einhver í kirkjunni hefði tekið fánann niður af því að hinsegin dagar væru búnir og hefðu fjarlægt hann til að setja upp íslenska fánann. En svo þegar ég skoðaði það betur lá fáninn samanbrotinn á jörðinni,“ sagði Sunna við blaðamann. Þó hann hefði verið samanbrotinn var búið að rífa fánann við hringina í hornum hans þannig það var ekki hægt að draga hann aftur að húni. „Það er því augljóst að þetta var gert með ásetningi,“ sagði hún. „Það verður augljósara að þetta er engin tilviljun,“ sagði hún þegar blaðamaður benti á hvað það væri sérstakt að fáninn hefði verið brotinn saman. Þá bætti hún við „það er markmið í því að hann sé brotinn saman. Við áttum að finna hann þarna.“ Ekki einstakt tilvik Sunna tilkynnti atvikið í kjölfarið til lögreglunnar og lagði fram kæru á vef lögreglunnar þar sem hún lýsti aðkomunni og því sen hefði gerst. Hún segir að það sé nauðsynlegt að tilkynna svona verknað af því „þetta eru ákveðin eignaspjöll og þetta er gert til að senda ákveðin skilaboð.“ Það eru engar myndavélar við kirkjuna og því ólíklegt að nokkuð komi út úr rannsókn lögreglu. Hins vegar segir Sunna að það sé ekki hægt að samþykkja svona verknað, það verði að skrá hann og því sé gott að lögreglan sé meðvituð. Nýr regnbogafáni verði dreginn að húni Sunna segir að þetta sé í fyrsta skiptið sem regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni við Hjallakirkju frá því hún tók við sem sóknarprestur. Hún segist hafa tekið stolt þátt í því og það sé mikilvægt að regnbogafáninn hangi við íslenskar kirkjur og sé sýnilegur. Sambærileg skemmdarverk hafa gerst víðar, þar á meðal við Grafarvogskirkju þar sem málað var yfir regnbogafánamálverk á gangstétt og regnbogafánar voru klipptir niður við hringtorg í Rangárþingi. Sunnar telur því að það sé víða verið að senda neikvæð skilaboð. Þau í Hjallakirkju ætli hins vegar ekki að láta þetta skemmdarverk á sig fá og ætli að ná í nýjan regnbogafána til að draga að húni. Hinsegin Kópavogur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18 Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira
Fáninn var dreginn að húni í tilefni hinsegin daga og hefur hangið við kirkjuna síðan. Þegar Sunna Dóra, sóknarprestur við kirkjuna, kom í vinnuna í morgun sá hún að það var búið var að taka fánann niður. Eins og sjá má hefur fáninn verið rifinn í horninu við hringinn þannig það er ekki hægt að draga hann að húni að nýju.Vísir „Ég hélt að einhver í kirkjunni hefði tekið fánann niður af því að hinsegin dagar væru búnir og hefðu fjarlægt hann til að setja upp íslenska fánann. En svo þegar ég skoðaði það betur lá fáninn samanbrotinn á jörðinni,“ sagði Sunna við blaðamann. Þó hann hefði verið samanbrotinn var búið að rífa fánann við hringina í hornum hans þannig það var ekki hægt að draga hann aftur að húni. „Það er því augljóst að þetta var gert með ásetningi,“ sagði hún. „Það verður augljósara að þetta er engin tilviljun,“ sagði hún þegar blaðamaður benti á hvað það væri sérstakt að fáninn hefði verið brotinn saman. Þá bætti hún við „það er markmið í því að hann sé brotinn saman. Við áttum að finna hann þarna.“ Ekki einstakt tilvik Sunna tilkynnti atvikið í kjölfarið til lögreglunnar og lagði fram kæru á vef lögreglunnar þar sem hún lýsti aðkomunni og því sen hefði gerst. Hún segir að það sé nauðsynlegt að tilkynna svona verknað af því „þetta eru ákveðin eignaspjöll og þetta er gert til að senda ákveðin skilaboð.“ Það eru engar myndavélar við kirkjuna og því ólíklegt að nokkuð komi út úr rannsókn lögreglu. Hins vegar segir Sunna að það sé ekki hægt að samþykkja svona verknað, það verði að skrá hann og því sé gott að lögreglan sé meðvituð. Nýr regnbogafáni verði dreginn að húni Sunna segir að þetta sé í fyrsta skiptið sem regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni við Hjallakirkju frá því hún tók við sem sóknarprestur. Hún segist hafa tekið stolt þátt í því og það sé mikilvægt að regnbogafáninn hangi við íslenskar kirkjur og sé sýnilegur. Sambærileg skemmdarverk hafa gerst víðar, þar á meðal við Grafarvogskirkju þar sem málað var yfir regnbogafánamálverk á gangstétt og regnbogafánar voru klipptir niður við hringtorg í Rangárþingi. Sunnar telur því að það sé víða verið að senda neikvæð skilaboð. Þau í Hjallakirkju ætli hins vegar ekki að láta þetta skemmdarverk á sig fá og ætli að ná í nýjan regnbogafána til að draga að húni.
Hinsegin Kópavogur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18 Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira
Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18
Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59