Fótbolti

Albert lagði upp markið sem skipti sköpum

Hjörvar Ólafsson skrifar
Albert Guðmundsson hefur sýnt mátt sinn og megin í upphafi leiktíðar. 
Albert Guðmundsson hefur sýnt mátt sinn og megin í upphafi leiktíðar.  Vísir/Getty

Albert Guðmundsson lagði upp sigurmark Genoa þegar liðið bar 2-1 sigur úr býtum gegn Venezia í fyrstu umferð ítölsku B-deildarinnar í fótbolta karla í kvöld. 

Það var Kelvin Kwarteng Yeboah sem skoraði eftir stoðsendingu Alberts sem var tekinn af velli í uppbótartíma leiksins en hann var áminntur með gulu spjaldi í leiknum. 

Þessi 24 ára gamli framherji byrjar vel á keppnistímabilinu sem nýhafið er en hann skoraði tvö marka liðsins í bikarsigri á dögunum. 

Hilmir Rafn Mikaelsson, sem skoraði einnig tvö mörk fyrir Venezia í bikarnum í síðustu viku, var ónotaður varamaður hjá Venezia. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×