Lortur beið lögreglu eftir innbrot í Árbæ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 06:42 Nóg var um að vera hjá lögreglunni í nótt. Vísir/Vilhelm Nóg var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Lögreglan var til að mynda kölluð til vegna innbrots í fyrirtæki í Árbæ. Í stað þess að mæta innbrotsmanninum við komuna á vettvang tók lortur á gólfi fyrirtækisins á móti lögreglunni og innbrotsmaðurinn hvergi sjáanlegur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að 68 mál hafi verið skráð frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun. Nokkuð var um innbrot í fyrirtæki, þar á meaðl í hverfi 105 þar sem innbrotsmaður stal peningakassa en var handtekinn skömmu síðar og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar. Þá var tilkynnt um innbrot í verslun í hverfi 108 og reyndi innbrotsþjófurinn að hlaupa undan lögreglu, sem hljóp hann uppi. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tveir voru þá handteknir sem grunaðir eru um reiðhjólaþjófnað. Þeir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku. Tilkynnt var um umferðaslys á Grenimel í Vesturbæ. Ekki kemur fram hvort slysið hafi verið alvarlegt. Þá var tilkynnt um árekstur og afstungu við Smáralind. Þá var tilkynnt um umferðaslys í Kópavogi en engin slys urðu á fólki þó ökutæki hefðu skemmst. Tilkynnt var um annan árekstur og afstungu í Grafarvogi en ökumaðurinn sá að sér og viðurkenndi brotið skömmu síðar. Tveir ökumenn voru þá sektaðir við umferðareftirlit lögreglu á Stekkjarbakka vegna of hraðs aksturs. Skráningarmerki voru fjarlægð af öðru ökutækjanna vegna trygginga. Þá var ökumaður stöðvaður í Kópavogu en hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Lagt var hald á falsað ökuskírteini sem hann framvísaði. Þá var einn stöðvaður sem reyndist sviptur ökuréttindum og hefur ítrekað verið kærður fyrir að keyra sviptur þeim. Sá var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Einn var þá sektaður fyrir að aka á 110 km hraða þar sem hámarkshraði er 80. Þá var nokkuð um að vera hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Það var kallað til vegna elds í ruslatunnu og vegna leka af þriðju hæð í fjölbýli. Íbúi þar hafði látið renna í bað og gleymt sér þannig að upp úr flæddi. Slökkviliðið mætti á staðinn og hreinsaði íbúðina. Einnig þurfti slökkviliðið að sinna gróðureldi við Rauðavatn sem tókst ágætlega að slökkva. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að 68 mál hafi verið skráð frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun. Nokkuð var um innbrot í fyrirtæki, þar á meaðl í hverfi 105 þar sem innbrotsmaður stal peningakassa en var handtekinn skömmu síðar og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar. Þá var tilkynnt um innbrot í verslun í hverfi 108 og reyndi innbrotsþjófurinn að hlaupa undan lögreglu, sem hljóp hann uppi. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tveir voru þá handteknir sem grunaðir eru um reiðhjólaþjófnað. Þeir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku. Tilkynnt var um umferðaslys á Grenimel í Vesturbæ. Ekki kemur fram hvort slysið hafi verið alvarlegt. Þá var tilkynnt um árekstur og afstungu við Smáralind. Þá var tilkynnt um umferðaslys í Kópavogi en engin slys urðu á fólki þó ökutæki hefðu skemmst. Tilkynnt var um annan árekstur og afstungu í Grafarvogi en ökumaðurinn sá að sér og viðurkenndi brotið skömmu síðar. Tveir ökumenn voru þá sektaðir við umferðareftirlit lögreglu á Stekkjarbakka vegna of hraðs aksturs. Skráningarmerki voru fjarlægð af öðru ökutækjanna vegna trygginga. Þá var ökumaður stöðvaður í Kópavogu en hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Lagt var hald á falsað ökuskírteini sem hann framvísaði. Þá var einn stöðvaður sem reyndist sviptur ökuréttindum og hefur ítrekað verið kærður fyrir að keyra sviptur þeim. Sá var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Einn var þá sektaður fyrir að aka á 110 km hraða þar sem hámarkshraði er 80. Þá var nokkuð um að vera hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Það var kallað til vegna elds í ruslatunnu og vegna leka af þriðju hæð í fjölbýli. Íbúi þar hafði látið renna í bað og gleymt sér þannig að upp úr flæddi. Slökkviliðið mætti á staðinn og hreinsaði íbúðina. Einnig þurfti slökkviliðið að sinna gróðureldi við Rauðavatn sem tókst ágætlega að slökkva.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira