Hugrakkur Evrópumeistari söng „Sweet Caroline“ hátt og skýrt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2022 12:00 Georgia Stanway fagnar sigurmarki sínu á móti Spáni í átta liða úrslitum EM í Englandi. EPA-EFE/Vince Mignott Íslendingarnir í Bayern München þekkja vel vígsluathöfnina sem allir leikmenn liðsins þurfa að ganga í gegnum. Þær hafa þó sjaldan séð aðra eins kyndingu eins og hjá hinni ensku Georgiu Stanway á dögunum. Georgia Stanway gekk til liðs við Bayern í sumar frá Manchester City þar sem hún hafði spilað undanfarin sjö ár. Hún er 23 ára miðjumaður sem spilaði mjög vel með enska landsliðinu á EM í sumar og skoraði meðal annars sigurmarkið á móti Spán í framlengdum leik í átta liða úrslitum. Stanway og félagar hennar í enska landsliðinu fóru síðan alla leið í keppninni og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn með því að vinna 2-1 sigur á Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Í þýska silfurliðinu í þessum úrslitaleik voru sjö verðandi liðsfélagar Georgiu í Bayern eða þær Lina Magull, Klara Bühl, Giulia Gwinn, Linda Dallmann, Marina Hegering, Lea Schüller og Sydney Lohmann. Eftir hvern sigurleik enska liðsins þá ómaði „Sweet Caroline“ lagið í hátalarakerfinu og flestir áhorfendurnir tóku vel undir. Það varð engin breyting á því eftir úrslitaleikinn á Wembley,. Þegar kom að því að skemmta nýju liðsfélögunum sínum í Bayern á vígsluathöfninni þá sýndi Georgia mikið hugrekki með því að syngja „Sweet Caroline“ hátt og skýrt. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort Georgia Stanway fái eitthvað boltann á næstunni eftir að hafa hellt úr saltbauknum í sárið. Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir höfðu mjög gaman af skemmtun nýju liðsfélaga sína en það var ekki bara Georgia sem steig upp á „svið“ og söng. Bayern München setti vígsluhátíðina á samfélagsmiðla sína og má sjá stelpurnar skemmta liðsfélögum sínum hér fyrir neðan en hápunkturinn er auðvitað kynding Georgiu Stanway. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Þýski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Georgia Stanway gekk til liðs við Bayern í sumar frá Manchester City þar sem hún hafði spilað undanfarin sjö ár. Hún er 23 ára miðjumaður sem spilaði mjög vel með enska landsliðinu á EM í sumar og skoraði meðal annars sigurmarkið á móti Spán í framlengdum leik í átta liða úrslitum. Stanway og félagar hennar í enska landsliðinu fóru síðan alla leið í keppninni og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn með því að vinna 2-1 sigur á Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Í þýska silfurliðinu í þessum úrslitaleik voru sjö verðandi liðsfélagar Georgiu í Bayern eða þær Lina Magull, Klara Bühl, Giulia Gwinn, Linda Dallmann, Marina Hegering, Lea Schüller og Sydney Lohmann. Eftir hvern sigurleik enska liðsins þá ómaði „Sweet Caroline“ lagið í hátalarakerfinu og flestir áhorfendurnir tóku vel undir. Það varð engin breyting á því eftir úrslitaleikinn á Wembley,. Þegar kom að því að skemmta nýju liðsfélögunum sínum í Bayern á vígsluathöfninni þá sýndi Georgia mikið hugrekki með því að syngja „Sweet Caroline“ hátt og skýrt. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort Georgia Stanway fái eitthvað boltann á næstunni eftir að hafa hellt úr saltbauknum í sárið. Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir höfðu mjög gaman af skemmtun nýju liðsfélaga sína en það var ekki bara Georgia sem steig upp á „svið“ og söng. Bayern München setti vígsluhátíðina á samfélagsmiðla sína og má sjá stelpurnar skemmta liðsfélögum sínum hér fyrir neðan en hápunkturinn er auðvitað kynding Georgiu Stanway. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen)
Þýski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira