„Þetta heitir að selja ömmu sína tvisvar“ Jakob Bjarnar skrifar 15. ágúst 2022 13:53 Stórfelld fyrirhuguð námuvinnsla á vikri við Hafursey og flutingar um Suðurland er nú loks komin á dagskrá og fer hrollur um margan manninn. En tilfellið er að þetta hefur staðið til lengi og á sínum tíma vildi ríkið ekki kaupa jörðina sem um ræðir, það gerði hins vegar þýskt fyrirtæki sem nú vill láta hendur standa fram úr ermum. getty/samsett Fyrirhuguð stórfelld námuvinnsla og miklir þungaflutningar um Suðurland leggjast afar illa í marga sem keppast við að fordæma fyrirætlanirnar. „Þessi vikurflutningahugmynd er einhver sú galnasta sem ég hef heyrt lengi – og er þá mikið sagt. Svolítið eins og þegar ríkur amríkani ætlaði að flytja Grænlandsjökul burt í gámum - ég tek þessu enn eins og þriðja heims rugli - og nú reynir á okkur að sýna að við erum ekki þróunarríki þar sem hægt er að ryðja burtu heilu fjöllunum með tilheyrandi náttúruspjöllum.“ Þetta segir Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri á Facebook-síða sinni, henni er heitt í hamsi og treystir því að fyrir austan fjall sendi menn slíkar hugmyndir til föðurhúsanna. Ríkisútvarpið greindi frá því fyrir helgi að til stæði að hefja stórfellda efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Vikurinn stendur til að flytja til Evrópu og hugsanlega N-Ameríku og nota sem íblöndunarefni í sement. Yfirlitsmynd úr skýrslu Eflu um athafnasvæðið þar sem til stendur að hefja stórfellda námuvinnslu.skjáskot Það er þýska fyrirtækið EP Power Minerals sem hyggst standa í þessum stórræðum en það er eigandi landsins sem um ræðir í gegnum fyrirtækið Mýrdalssandur ehf sem þrír Íslendingar eiga 10 prósent í undir nafninu Lásastígur ehf. Fréttin byggir á umhverfismatsskýrslu um verkefnið sem verkfræðistofan Efla vann og er nú til umsagnar hjá Skipulagsstofnun. 107 ferðir yfir sólarhringinn Efnistakan mun fara fram á svæði sem nemur 15,5 ferkílómetrum og er miðað við 286 þúsund rúmmetra efnistöku fyrsta ári. Það sem ekki síst fer fyrir brjóstið á Þórunni og mörgum öðrum þeim sem tjá sig á Facebook-síðu hennar, eru efnisflutningarnir. „„Miðað við að flutningar verði stundaðir um 280 daga á ári eru það 107 ferðir yfir sólarhringinn, eða rúmlega 3 ferðir fyrir hvern vörubíl. Unnið verður á þrískiptum vöktum svo þessar 107 ferðir dreifast yfir allan sólarhringinn, að meðaltali þýðir það ný ferð á um korters fresti allan sólarhringinn. Ein ferð þýðir fullur bíll til Þorlákshafnar og tómur til baka, það munu því vörubílar fara um veginn á um 7-8 mín fresti,“ segir í skýrslu Eflu (bls. 80) um áhrif en fréttastofa Ríkisútvarpsins telur sig hafa heimildir fyrir því að hlé verði gert á starfseminni um jól og fram í janúar. Elliði Vignisson sveitarstjóri í Ölfusi hefur þegar sagt að ekki komi til greina að hafa opna efnishauga á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn. Ríkið vildi ekki kaupa jörðina Þórunni lýst ekki á blikuna: „Að aka með þetta á trukkum yfir sandana – bíll á kortérsfresti –vegirnir eru lélegir og túristar á hverju horni að hlusta á þögnina og skoða kyrrláta sanda og fallegar fjörur. Þetta heitir að selja ömmu sína. Tvisvar.“ Fjölmargir taka undir þau orð hennar og Þórunn bætir við og telur víst að þjóðin muni ekki láta bjóða sér annað eins og þetta: „Sá sem heldur að það verði hægt að bæta þessum flutningabílum á mesta slysasvæði landsins til að hámarka ágóða einhvers af landskika sínum, sá þekkir ekki þessa þjóð. Þetta látum við aldrei viðgangast.“ Vísir greindi frá því í frétt sem vakti mikla athygli fyrir tveimur árum að Hjörleifshöfði hafi verið seldur, 11.500 hektara jörð en innan hennar er Hafursey. Landið nær frá Kötlujökli í norðri að sjó að sunnan og er að mestu sandar. Þjóðvegur eitt liggur í gegn um jörðina. Þá þegar lágu áform kaupenda fyrir; vinnsla úr Kötluvikri. Þórir Níels Kjartansson var eigandi jarðarinnar ásamt systkinum sínum Áslaugu og Höllu en jörðin var fyrst auglýst til sölu 2016. Ítrekað var reynt að selja ríkinu jörðina en án árangurs. „Nokkuð neikvæð áhrif“ Í skýrslu Eflu segir að stór og þung ökutæki hafi meiri áhrif en sambærilegur fjöldi fólksbíla. „Þannig að þegar horft er til fjölda og stærð vörubílanna, vegalengdar, að aka þarf í gegnum nokkra þéttbýliskjarna og að mikil umferð er á vissum köflum leiðarinnar, þá er það mat framkvæmdaraðila að heildaráhrif á umferð séu nokkuð neikvæð.“ Friðrik Erlingsson rithöfundur, sem búsettur er á Hvolsvelli, hefur látið málið sig varða, vakti á því athygli en hann segir á Facebook: „Heilbrigð skynsemi segir að slík tröllaukin viðbót umferðar á Suðurlandsvegi hafi veruleg óvissuáhrif; í besta falli verulega neikvæð áhrif. Allt annað er fals og lygi.“ Úr pistli Friðriks um málið sem hann birti fyrir tveimur dögum, og var mörgum brugðið við lesturinn: „Geta lesendur séð fyrir sér fyrstu ferðahelgina í júní á Suðurlandsvegi? Verslunarmannahelgina? Eða hina linnulausu sumarumferð bílaleigubíla, fólksbíla íbúa, ferðaþjónustubíla, jeppa, rúta, hljólreiðamanna, vélhjóla - að ekki sé talað um aðra atvinnu-umferð á Suðurlandsvegi, s.s. traktora, hestakerra, vöruflutningabíla, reglulegra bílalesta til og frá Landeyjahöfn o.sv.fr. að ónefndum lögreglu-, slökkviliðs og sjúkrabílum í neyðarakstri. Heilbrigð skynsemi segir að þessari trukkaumferð megi ekki undir nokkrum kringumstæðum hleypa á Suðurlandsveg. Svo nú er það spurningin, hvort heilbrigða skynsemi sé nokkurs staðar að finna hjá þeim yfirvöldum sveitarfélaganna og landsins sem hafa með þetta mál að gera. Annars er ekki útilokað að íbúar á Suðurlandi reisi götuvígi og stöðvi alla umferð um Suðurlandsveg. Efnistakan í slíka aðgerð almennings á Suðurlandi gerir ekki kröfur um umhverfismat.“ Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, tekur undir þær áhyggjur sem fram hafa komið er varða þungaflutninga um þetta viðkvæma svæði, í samtali við Vísi. Hann segir að þarna fari mikil umferð ferðamanna um, skipulagðri jafnt sem ferðamenn sem eru á eigin vegum. Og þá hljóti menn að horfa til aukinnar slysahættu, innviða og álag á vegakerfið, eins og reyndar hafi verið talað um mörg undafarin ár; að það sé nú þegar lélegt. Mikið álag á vegakerfið og aukin slysahætta „Það hefur verið talað um ferðaþjónustuna í því sambandi en það er viðurkenndur útreikningur að einn þungaflutningabíll eins og flytur fisk milli landshluta, hann slítur veginum á við 10 þúsund Yaris-bíla eða litla bílaleigubíla. Það þarf líka að horfa til þess þegar verið er að beina þungaflutningabifreiðum á vegina.“ Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra en Vísir hefur beint fyrirspurn til hans, hvernig þetta gríðarmikla verkefni horfi við honum? En ráðherra er í fríi um þessar mundir.vísir/vilhelm Jóhannes Þór segir að líta verði til þess hvort vegakerfið hreinlega þoli þetta, sem er varla eins og staðan er nú og svo að öryggi verði tryggt. Vísir hefur beint fyrirspurn til Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra hvað þetta varðar en ráðherra mun nú vera í fríi. Ásýnd landsins skiptir máli En þetta er einnig spurning um ásýnd landsins og upplifun fólks af landinu. Jóhannes þór segir að þetta hafi verið skilgreint svæði undir þessa starfsemi hjá sveitarfélaginu og staðið til lengi. En þá séu einkum tvö svæði sem þau hjá ferðaþjónustunni horfa til. Þar sem leið uppá jökulinn liggur og svo svæði hinum megin, við Hjörleifshöfða sem er afar vinsælt ferðamannasvæði. „Vissulega mun þetta hafa áhrifa á upplifun ferðamanna og við bendum á í samhengi við þetta verkefni sem og önnur, vindmyllurnar í Hvalfirði og á einhverjum öðrum 60 stöðum á landinu og önnur slík að það þarf að hafa alla hagsmuni og sjónarmið á borðinu þegar teknar eru ákvarðanir og unnið úr þeim. Jóhannes Þór hjá Samtökum ferðaþjónustunnar segir að ásýnd landsins skipti máli, og ekki sé nægjanlega mikið tillit tekið til sjónarmiða ferðaþjónustunnar í þeim efnum.Vísir/Arnar Halldórsson Þetta hefur áhrif á ferðaþjónustuna sem atvinnugrein og það verður að segjast á liðnum árum og uppá síðkastið þegar menn eru þó búnir að átta sig á því að þessi ásýnd og upplifun skiptir máli, hefur alls ekki nógu mikið tillit verið tekið til sjónarmiða frá ferðaþjónustu eða leitað eftir þeim.“ Jóhannes Þór segir það svo að Samtök ferðaþjónustan hafi ekki lagst í neina sérstaka greiningu á því hvaða áhrif þetta tiltekna verkefni hefur, hann geti því aðeins svarað almennt. En hann segir að á þessu hafi verið gerðar rannsóknir, til að mynda hafi Anna Dóra Sæþórsdóttir gert rannsóknir á upplifun ferðamanna á ýmsum mannvirkjum og hvernig sú upplifun er og hversu víðtæk hún er. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mýrdalshreppur Fasteignamarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Þessi vikurflutningahugmynd er einhver sú galnasta sem ég hef heyrt lengi – og er þá mikið sagt. Svolítið eins og þegar ríkur amríkani ætlaði að flytja Grænlandsjökul burt í gámum - ég tek þessu enn eins og þriðja heims rugli - og nú reynir á okkur að sýna að við erum ekki þróunarríki þar sem hægt er að ryðja burtu heilu fjöllunum með tilheyrandi náttúruspjöllum.“ Þetta segir Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri á Facebook-síða sinni, henni er heitt í hamsi og treystir því að fyrir austan fjall sendi menn slíkar hugmyndir til föðurhúsanna. Ríkisútvarpið greindi frá því fyrir helgi að til stæði að hefja stórfellda efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Vikurinn stendur til að flytja til Evrópu og hugsanlega N-Ameríku og nota sem íblöndunarefni í sement. Yfirlitsmynd úr skýrslu Eflu um athafnasvæðið þar sem til stendur að hefja stórfellda námuvinnslu.skjáskot Það er þýska fyrirtækið EP Power Minerals sem hyggst standa í þessum stórræðum en það er eigandi landsins sem um ræðir í gegnum fyrirtækið Mýrdalssandur ehf sem þrír Íslendingar eiga 10 prósent í undir nafninu Lásastígur ehf. Fréttin byggir á umhverfismatsskýrslu um verkefnið sem verkfræðistofan Efla vann og er nú til umsagnar hjá Skipulagsstofnun. 107 ferðir yfir sólarhringinn Efnistakan mun fara fram á svæði sem nemur 15,5 ferkílómetrum og er miðað við 286 þúsund rúmmetra efnistöku fyrsta ári. Það sem ekki síst fer fyrir brjóstið á Þórunni og mörgum öðrum þeim sem tjá sig á Facebook-síðu hennar, eru efnisflutningarnir. „„Miðað við að flutningar verði stundaðir um 280 daga á ári eru það 107 ferðir yfir sólarhringinn, eða rúmlega 3 ferðir fyrir hvern vörubíl. Unnið verður á þrískiptum vöktum svo þessar 107 ferðir dreifast yfir allan sólarhringinn, að meðaltali þýðir það ný ferð á um korters fresti allan sólarhringinn. Ein ferð þýðir fullur bíll til Þorlákshafnar og tómur til baka, það munu því vörubílar fara um veginn á um 7-8 mín fresti,“ segir í skýrslu Eflu (bls. 80) um áhrif en fréttastofa Ríkisútvarpsins telur sig hafa heimildir fyrir því að hlé verði gert á starfseminni um jól og fram í janúar. Elliði Vignisson sveitarstjóri í Ölfusi hefur þegar sagt að ekki komi til greina að hafa opna efnishauga á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn. Ríkið vildi ekki kaupa jörðina Þórunni lýst ekki á blikuna: „Að aka með þetta á trukkum yfir sandana – bíll á kortérsfresti –vegirnir eru lélegir og túristar á hverju horni að hlusta á þögnina og skoða kyrrláta sanda og fallegar fjörur. Þetta heitir að selja ömmu sína. Tvisvar.“ Fjölmargir taka undir þau orð hennar og Þórunn bætir við og telur víst að þjóðin muni ekki láta bjóða sér annað eins og þetta: „Sá sem heldur að það verði hægt að bæta þessum flutningabílum á mesta slysasvæði landsins til að hámarka ágóða einhvers af landskika sínum, sá þekkir ekki þessa þjóð. Þetta látum við aldrei viðgangast.“ Vísir greindi frá því í frétt sem vakti mikla athygli fyrir tveimur árum að Hjörleifshöfði hafi verið seldur, 11.500 hektara jörð en innan hennar er Hafursey. Landið nær frá Kötlujökli í norðri að sjó að sunnan og er að mestu sandar. Þjóðvegur eitt liggur í gegn um jörðina. Þá þegar lágu áform kaupenda fyrir; vinnsla úr Kötluvikri. Þórir Níels Kjartansson var eigandi jarðarinnar ásamt systkinum sínum Áslaugu og Höllu en jörðin var fyrst auglýst til sölu 2016. Ítrekað var reynt að selja ríkinu jörðina en án árangurs. „Nokkuð neikvæð áhrif“ Í skýrslu Eflu segir að stór og þung ökutæki hafi meiri áhrif en sambærilegur fjöldi fólksbíla. „Þannig að þegar horft er til fjölda og stærð vörubílanna, vegalengdar, að aka þarf í gegnum nokkra þéttbýliskjarna og að mikil umferð er á vissum köflum leiðarinnar, þá er það mat framkvæmdaraðila að heildaráhrif á umferð séu nokkuð neikvæð.“ Friðrik Erlingsson rithöfundur, sem búsettur er á Hvolsvelli, hefur látið málið sig varða, vakti á því athygli en hann segir á Facebook: „Heilbrigð skynsemi segir að slík tröllaukin viðbót umferðar á Suðurlandsvegi hafi veruleg óvissuáhrif; í besta falli verulega neikvæð áhrif. Allt annað er fals og lygi.“ Úr pistli Friðriks um málið sem hann birti fyrir tveimur dögum, og var mörgum brugðið við lesturinn: „Geta lesendur séð fyrir sér fyrstu ferðahelgina í júní á Suðurlandsvegi? Verslunarmannahelgina? Eða hina linnulausu sumarumferð bílaleigubíla, fólksbíla íbúa, ferðaþjónustubíla, jeppa, rúta, hljólreiðamanna, vélhjóla - að ekki sé talað um aðra atvinnu-umferð á Suðurlandsvegi, s.s. traktora, hestakerra, vöruflutningabíla, reglulegra bílalesta til og frá Landeyjahöfn o.sv.fr. að ónefndum lögreglu-, slökkviliðs og sjúkrabílum í neyðarakstri. Heilbrigð skynsemi segir að þessari trukkaumferð megi ekki undir nokkrum kringumstæðum hleypa á Suðurlandsveg. Svo nú er það spurningin, hvort heilbrigða skynsemi sé nokkurs staðar að finna hjá þeim yfirvöldum sveitarfélaganna og landsins sem hafa með þetta mál að gera. Annars er ekki útilokað að íbúar á Suðurlandi reisi götuvígi og stöðvi alla umferð um Suðurlandsveg. Efnistakan í slíka aðgerð almennings á Suðurlandi gerir ekki kröfur um umhverfismat.“ Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, tekur undir þær áhyggjur sem fram hafa komið er varða þungaflutninga um þetta viðkvæma svæði, í samtali við Vísi. Hann segir að þarna fari mikil umferð ferðamanna um, skipulagðri jafnt sem ferðamenn sem eru á eigin vegum. Og þá hljóti menn að horfa til aukinnar slysahættu, innviða og álag á vegakerfið, eins og reyndar hafi verið talað um mörg undafarin ár; að það sé nú þegar lélegt. Mikið álag á vegakerfið og aukin slysahætta „Það hefur verið talað um ferðaþjónustuna í því sambandi en það er viðurkenndur útreikningur að einn þungaflutningabíll eins og flytur fisk milli landshluta, hann slítur veginum á við 10 þúsund Yaris-bíla eða litla bílaleigubíla. Það þarf líka að horfa til þess þegar verið er að beina þungaflutningabifreiðum á vegina.“ Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra en Vísir hefur beint fyrirspurn til hans, hvernig þetta gríðarmikla verkefni horfi við honum? En ráðherra er í fríi um þessar mundir.vísir/vilhelm Jóhannes Þór segir að líta verði til þess hvort vegakerfið hreinlega þoli þetta, sem er varla eins og staðan er nú og svo að öryggi verði tryggt. Vísir hefur beint fyrirspurn til Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra hvað þetta varðar en ráðherra mun nú vera í fríi. Ásýnd landsins skiptir máli En þetta er einnig spurning um ásýnd landsins og upplifun fólks af landinu. Jóhannes þór segir að þetta hafi verið skilgreint svæði undir þessa starfsemi hjá sveitarfélaginu og staðið til lengi. En þá séu einkum tvö svæði sem þau hjá ferðaþjónustunni horfa til. Þar sem leið uppá jökulinn liggur og svo svæði hinum megin, við Hjörleifshöfða sem er afar vinsælt ferðamannasvæði. „Vissulega mun þetta hafa áhrifa á upplifun ferðamanna og við bendum á í samhengi við þetta verkefni sem og önnur, vindmyllurnar í Hvalfirði og á einhverjum öðrum 60 stöðum á landinu og önnur slík að það þarf að hafa alla hagsmuni og sjónarmið á borðinu þegar teknar eru ákvarðanir og unnið úr þeim. Jóhannes Þór hjá Samtökum ferðaþjónustunnar segir að ásýnd landsins skipti máli, og ekki sé nægjanlega mikið tillit tekið til sjónarmiða ferðaþjónustunnar í þeim efnum.Vísir/Arnar Halldórsson Þetta hefur áhrif á ferðaþjónustuna sem atvinnugrein og það verður að segjast á liðnum árum og uppá síðkastið þegar menn eru þó búnir að átta sig á því að þessi ásýnd og upplifun skiptir máli, hefur alls ekki nógu mikið tillit verið tekið til sjónarmiða frá ferðaþjónustu eða leitað eftir þeim.“ Jóhannes Þór segir það svo að Samtök ferðaþjónustan hafi ekki lagst í neina sérstaka greiningu á því hvaða áhrif þetta tiltekna verkefni hefur, hann geti því aðeins svarað almennt. En hann segir að á þessu hafi verið gerðar rannsóknir, til að mynda hafi Anna Dóra Sæþórsdóttir gert rannsóknir á upplifun ferðamanna á ýmsum mannvirkjum og hvernig sú upplifun er og hversu víðtæk hún er.
„Geta lesendur séð fyrir sér fyrstu ferðahelgina í júní á Suðurlandsvegi? Verslunarmannahelgina? Eða hina linnulausu sumarumferð bílaleigubíla, fólksbíla íbúa, ferðaþjónustubíla, jeppa, rúta, hljólreiðamanna, vélhjóla - að ekki sé talað um aðra atvinnu-umferð á Suðurlandsvegi, s.s. traktora, hestakerra, vöruflutningabíla, reglulegra bílalesta til og frá Landeyjahöfn o.sv.fr. að ónefndum lögreglu-, slökkviliðs og sjúkrabílum í neyðarakstri. Heilbrigð skynsemi segir að þessari trukkaumferð megi ekki undir nokkrum kringumstæðum hleypa á Suðurlandsveg. Svo nú er það spurningin, hvort heilbrigða skynsemi sé nokkurs staðar að finna hjá þeim yfirvöldum sveitarfélaganna og landsins sem hafa með þetta mál að gera. Annars er ekki útilokað að íbúar á Suðurlandi reisi götuvígi og stöðvi alla umferð um Suðurlandsveg. Efnistakan í slíka aðgerð almennings á Suðurlandi gerir ekki kröfur um umhverfismat.“
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mýrdalshreppur Fasteignamarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira