Geti kallað á aðkomu lögreglu að fara með börn að gosinu Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2022 18:40 Þessi börn komust án vandræða að eldgosinu í Meradölum. Litlu yngri börn mega ekki ganga þangað sem stendur. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna ítrekar að foreldrar eigi að gæta velferðar og öryggis barna sinna í tilefni barnabanns Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Börn yngri en tólf ára gömul mega ekki ganga að gosstöðvunum í Meradölum. „Við alla útivist er mikilvægt að foreldrar sjái til þess að börn séu vel útbúin, bæði hvað varðar fatnað og annan nauðsynlegan búnað. Þá þurfa foreldrar að leggja mat á það hvort barnið sé í stakk búið til þess að takast á við aðstæður hverju sinni,“ segir í tilkynningu á vef Umboðsmanns barna. Sú tilkynning er gefin út í tilefni af því að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að takmarka, að svo stöddu, aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. Umboðsmaður, Salvör Nordal, segir einnig mikilvægt að foreldrar leggi mat á hvort börn séu í stakk búin til þess að takast á við aðstæður við gosstöðvarnar hverju sinni og hugi að loftgæðum og veðráttu. Salvör Nordal er Umboðsmaður barna.Vísir „Ef foreldrar eða forsjáraðilar bregðast skyldum sínum og koma börnum í aðstæður þar sem þeim er hætta búin þarf að bregðast við því og í ákveðnum tilfellum getur slíkt athæfi kallað á aðkomu lögreglu og barnaverndaryfirvalda,“ segir í tilkynningu. Mikilvægt að mismuna ekki börnum við töku ákvarðana Umboðsmaður barna leggur einnig áherslu á að ávallt þurfi að tryggja að réttindi barna séu vernduð og virt við töku ákvarðana og innleiðingu aðgerða sem takmarka réttindi þeirra. Takmarkanir verði aðeins settar á grundvelli laga og brýnnar nauðsynjar og mikilvægt sé að gæta meðalhófs og jafnræðis þegar ákvaðarðanir eru teknar. „Ákvörðun sem felur í sér takmarkanir á aðgengi barna að náttúrufyrirbærum sem öllum öðrum er heimilt að heimsækja, verða að byggja á skýrri lagaheimild, en slíkar ákvarðanir þarf jafnframt að kynna opinberlega og þá sérstaklega fyrir börnum og foreldrum þeirra,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Umboðsmaður hafi á undanförnum árum lagt áherslu á að innleitt verði mat á áhrifum á börn innan stjórnkerfisins. Það sé liður í því að kanna hvort ákvarðanir samræmist barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Réttindi barna Börn og uppeldi Eldgos í Fagradalsfjalli Loftgæði Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Við alla útivist er mikilvægt að foreldrar sjái til þess að börn séu vel útbúin, bæði hvað varðar fatnað og annan nauðsynlegan búnað. Þá þurfa foreldrar að leggja mat á það hvort barnið sé í stakk búið til þess að takast á við aðstæður hverju sinni,“ segir í tilkynningu á vef Umboðsmanns barna. Sú tilkynning er gefin út í tilefni af því að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að takmarka, að svo stöddu, aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. Umboðsmaður, Salvör Nordal, segir einnig mikilvægt að foreldrar leggi mat á hvort börn séu í stakk búin til þess að takast á við aðstæður við gosstöðvarnar hverju sinni og hugi að loftgæðum og veðráttu. Salvör Nordal er Umboðsmaður barna.Vísir „Ef foreldrar eða forsjáraðilar bregðast skyldum sínum og koma börnum í aðstæður þar sem þeim er hætta búin þarf að bregðast við því og í ákveðnum tilfellum getur slíkt athæfi kallað á aðkomu lögreglu og barnaverndaryfirvalda,“ segir í tilkynningu. Mikilvægt að mismuna ekki börnum við töku ákvarðana Umboðsmaður barna leggur einnig áherslu á að ávallt þurfi að tryggja að réttindi barna séu vernduð og virt við töku ákvarðana og innleiðingu aðgerða sem takmarka réttindi þeirra. Takmarkanir verði aðeins settar á grundvelli laga og brýnnar nauðsynjar og mikilvægt sé að gæta meðalhófs og jafnræðis þegar ákvaðarðanir eru teknar. „Ákvörðun sem felur í sér takmarkanir á aðgengi barna að náttúrufyrirbærum sem öllum öðrum er heimilt að heimsækja, verða að byggja á skýrri lagaheimild, en slíkar ákvarðanir þarf jafnframt að kynna opinberlega og þá sérstaklega fyrir börnum og foreldrum þeirra,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Umboðsmaður hafi á undanförnum árum lagt áherslu á að innleitt verði mat á áhrifum á börn innan stjórnkerfisins. Það sé liður í því að kanna hvort ákvarðanir samræmist barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Réttindi barna Börn og uppeldi Eldgos í Fagradalsfjalli Loftgæði Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira