Geti kallað á aðkomu lögreglu að fara með börn að gosinu Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2022 18:40 Þessi börn komust án vandræða að eldgosinu í Meradölum. Litlu yngri börn mega ekki ganga þangað sem stendur. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna ítrekar að foreldrar eigi að gæta velferðar og öryggis barna sinna í tilefni barnabanns Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Börn yngri en tólf ára gömul mega ekki ganga að gosstöðvunum í Meradölum. „Við alla útivist er mikilvægt að foreldrar sjái til þess að börn séu vel útbúin, bæði hvað varðar fatnað og annan nauðsynlegan búnað. Þá þurfa foreldrar að leggja mat á það hvort barnið sé í stakk búið til þess að takast á við aðstæður hverju sinni,“ segir í tilkynningu á vef Umboðsmanns barna. Sú tilkynning er gefin út í tilefni af því að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að takmarka, að svo stöddu, aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. Umboðsmaður, Salvör Nordal, segir einnig mikilvægt að foreldrar leggi mat á hvort börn séu í stakk búin til þess að takast á við aðstæður við gosstöðvarnar hverju sinni og hugi að loftgæðum og veðráttu. Salvör Nordal er Umboðsmaður barna.Vísir „Ef foreldrar eða forsjáraðilar bregðast skyldum sínum og koma börnum í aðstæður þar sem þeim er hætta búin þarf að bregðast við því og í ákveðnum tilfellum getur slíkt athæfi kallað á aðkomu lögreglu og barnaverndaryfirvalda,“ segir í tilkynningu. Mikilvægt að mismuna ekki börnum við töku ákvarðana Umboðsmaður barna leggur einnig áherslu á að ávallt þurfi að tryggja að réttindi barna séu vernduð og virt við töku ákvarðana og innleiðingu aðgerða sem takmarka réttindi þeirra. Takmarkanir verði aðeins settar á grundvelli laga og brýnnar nauðsynjar og mikilvægt sé að gæta meðalhófs og jafnræðis þegar ákvaðarðanir eru teknar. „Ákvörðun sem felur í sér takmarkanir á aðgengi barna að náttúrufyrirbærum sem öllum öðrum er heimilt að heimsækja, verða að byggja á skýrri lagaheimild, en slíkar ákvarðanir þarf jafnframt að kynna opinberlega og þá sérstaklega fyrir börnum og foreldrum þeirra,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Umboðsmaður hafi á undanförnum árum lagt áherslu á að innleitt verði mat á áhrifum á börn innan stjórnkerfisins. Það sé liður í því að kanna hvort ákvarðanir samræmist barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Réttindi barna Börn og uppeldi Eldgos í Fagradalsfjalli Loftgæði Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
„Við alla útivist er mikilvægt að foreldrar sjái til þess að börn séu vel útbúin, bæði hvað varðar fatnað og annan nauðsynlegan búnað. Þá þurfa foreldrar að leggja mat á það hvort barnið sé í stakk búið til þess að takast á við aðstæður hverju sinni,“ segir í tilkynningu á vef Umboðsmanns barna. Sú tilkynning er gefin út í tilefni af því að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að takmarka, að svo stöddu, aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. Umboðsmaður, Salvör Nordal, segir einnig mikilvægt að foreldrar leggi mat á hvort börn séu í stakk búin til þess að takast á við aðstæður við gosstöðvarnar hverju sinni og hugi að loftgæðum og veðráttu. Salvör Nordal er Umboðsmaður barna.Vísir „Ef foreldrar eða forsjáraðilar bregðast skyldum sínum og koma börnum í aðstæður þar sem þeim er hætta búin þarf að bregðast við því og í ákveðnum tilfellum getur slíkt athæfi kallað á aðkomu lögreglu og barnaverndaryfirvalda,“ segir í tilkynningu. Mikilvægt að mismuna ekki börnum við töku ákvarðana Umboðsmaður barna leggur einnig áherslu á að ávallt þurfi að tryggja að réttindi barna séu vernduð og virt við töku ákvarðana og innleiðingu aðgerða sem takmarka réttindi þeirra. Takmarkanir verði aðeins settar á grundvelli laga og brýnnar nauðsynjar og mikilvægt sé að gæta meðalhófs og jafnræðis þegar ákvaðarðanir eru teknar. „Ákvörðun sem felur í sér takmarkanir á aðgengi barna að náttúrufyrirbærum sem öllum öðrum er heimilt að heimsækja, verða að byggja á skýrri lagaheimild, en slíkar ákvarðanir þarf jafnframt að kynna opinberlega og þá sérstaklega fyrir börnum og foreldrum þeirra,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Umboðsmaður hafi á undanförnum árum lagt áherslu á að innleitt verði mat á áhrifum á börn innan stjórnkerfisins. Það sé liður í því að kanna hvort ákvarðanir samræmist barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Réttindi barna Börn og uppeldi Eldgos í Fagradalsfjalli Loftgæði Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira