Ægir og Týr seldir á 51 milljón króna Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 16. ágúst 2022 11:58 Varðskipin Týr og Ægir við höfn við Skarfabakka í morgun. Vísir/Egill Líklegast er að varðskipin Ægir og Týr fari úr landi, en afsal vegna sölu ríkisins á skipunum til félagsins Fagurs ehf. var undirritað á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð í Reykjavík í gær. Mögulegt er að skipunum verði breytt í farþegaskip sem gætu siglt á norðurslóðum enda gætu þau hentað vel til slíkra siglinga. Kaupverðið hljóðar upp á 51 milljón króna. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Fagurs, segir ekkert klárt í hendi varðandi framtíð skipanna. „Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni en einn möguleikinn er að breyta skipunum fyrir ferðamannaiðnaðinn. Það er þó mikið sem þarf að gera fyrir skipin og þá sérstaklega Ægi ef hann á að fara í rekstur, en hann hefur ekki siglt í sjö ár,“ segir Friðrik. Friðrik segist hafa miklar taugar til skipanna líkt og allir á hans aldri. „Skipin gegndu auðvitað lykilhlutverki í Þorskastríðunum og þarna er mikil saga. En það er með þetta eins og annað að allt hefur sinn tíma.“ En það er þá líklegast að skipin endi annars staðar en hér á Íslandi? „Það er langlíklegast. Mér finnst það eiginlega blasa við eins og staðan er núna.“ Varðskipið Týr var á sínum tíma dýrasta og fullkomnasta skip Íslendinga en það kom fyrst til Reykjavíkur árið 1975. Ægir er enn eldra en það var smíðað í Danmörku árið 1968 og kom til landsins sama ár.Vísir/Egill Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru skipin seld á 51 milljón króna - sem einhverjum kann að þykja góð kjör á tveimur varðskipum. Til samanburðar kostaði Freyja, nýjasta varðskip Landhelgisgæslunnar um 1,7 milljarð króna. Þrátt fyrir að vera komin til ára sinna var varðskipið Týr á sínum tíma dýrasta og fullkomnasta skip Íslendinga er það kom fyrst til Reykjavíkur árið 1975. Ægir er enn eldra en það var smíðað í Danmörku árið 1968 og kom til landsins sama ár. Sérstök kveðjuathöfn fór fram um borð í skipunum í gær að lokinni undirritun þar sem fyrrverandi skipverjar varðskipanna drógu skutfánann niður á meðan starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð. „Þessi skip hafa reynst Landhelgisgæslunni afar vel um áratuga skeið þannig það var auðvitað með ákveðnum söknuði og trega sem við kvöddum þau í gær,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, um kveðjustundina. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Vísir/Egill Þau skipi stóran sess í sögu Landhelgisgæslunnar. „Bæði eru þau byggð vegna Þorskastríðanna. Ægir fyrir fimmtíu mílna baráttuna og Týr fyrir tvö hundruð mílurnar. Þessi skip og þeir sem á þeim voru unnu frægðarverk og hetjudáðir og það er kannski það sem helst stendur upp úr,“ segir Georg. Þrátt fyrir nokkurn trega segir Georg nýtt og spennandi tímabil hafið hjá Gæslunni með góðum flota. „Núna erum við komin með nútíma búnað, sem eru Þór og Freyja. Það eru alls ekki sambærileg skip og nauðsynleg í okkar störfum eins og þau eru í dag.“ Landhelgisgæslan Þorskastríðin Tengdar fréttir Kaupandinn gat ekki staðið við tilboð sitt Ríkiskaup hafa fallið frá sölu á varðskipunum Tý og Ægi. Búið var að ganga frá sölunni en samkvæmt lögfræðingi hjá Ríkiskaupum gat kaupandinn ekki staðið við tilboð sitt. 1. júní 2022 10:48 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Fagurs, segir ekkert klárt í hendi varðandi framtíð skipanna. „Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni en einn möguleikinn er að breyta skipunum fyrir ferðamannaiðnaðinn. Það er þó mikið sem þarf að gera fyrir skipin og þá sérstaklega Ægi ef hann á að fara í rekstur, en hann hefur ekki siglt í sjö ár,“ segir Friðrik. Friðrik segist hafa miklar taugar til skipanna líkt og allir á hans aldri. „Skipin gegndu auðvitað lykilhlutverki í Þorskastríðunum og þarna er mikil saga. En það er með þetta eins og annað að allt hefur sinn tíma.“ En það er þá líklegast að skipin endi annars staðar en hér á Íslandi? „Það er langlíklegast. Mér finnst það eiginlega blasa við eins og staðan er núna.“ Varðskipið Týr var á sínum tíma dýrasta og fullkomnasta skip Íslendinga en það kom fyrst til Reykjavíkur árið 1975. Ægir er enn eldra en það var smíðað í Danmörku árið 1968 og kom til landsins sama ár.Vísir/Egill Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru skipin seld á 51 milljón króna - sem einhverjum kann að þykja góð kjör á tveimur varðskipum. Til samanburðar kostaði Freyja, nýjasta varðskip Landhelgisgæslunnar um 1,7 milljarð króna. Þrátt fyrir að vera komin til ára sinna var varðskipið Týr á sínum tíma dýrasta og fullkomnasta skip Íslendinga er það kom fyrst til Reykjavíkur árið 1975. Ægir er enn eldra en það var smíðað í Danmörku árið 1968 og kom til landsins sama ár. Sérstök kveðjuathöfn fór fram um borð í skipunum í gær að lokinni undirritun þar sem fyrrverandi skipverjar varðskipanna drógu skutfánann niður á meðan starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð. „Þessi skip hafa reynst Landhelgisgæslunni afar vel um áratuga skeið þannig það var auðvitað með ákveðnum söknuði og trega sem við kvöddum þau í gær,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, um kveðjustundina. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Vísir/Egill Þau skipi stóran sess í sögu Landhelgisgæslunnar. „Bæði eru þau byggð vegna Þorskastríðanna. Ægir fyrir fimmtíu mílna baráttuna og Týr fyrir tvö hundruð mílurnar. Þessi skip og þeir sem á þeim voru unnu frægðarverk og hetjudáðir og það er kannski það sem helst stendur upp úr,“ segir Georg. Þrátt fyrir nokkurn trega segir Georg nýtt og spennandi tímabil hafið hjá Gæslunni með góðum flota. „Núna erum við komin með nútíma búnað, sem eru Þór og Freyja. Það eru alls ekki sambærileg skip og nauðsynleg í okkar störfum eins og þau eru í dag.“
Landhelgisgæslan Þorskastríðin Tengdar fréttir Kaupandinn gat ekki staðið við tilboð sitt Ríkiskaup hafa fallið frá sölu á varðskipunum Tý og Ægi. Búið var að ganga frá sölunni en samkvæmt lögfræðingi hjá Ríkiskaupum gat kaupandinn ekki staðið við tilboð sitt. 1. júní 2022 10:48 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Kaupandinn gat ekki staðið við tilboð sitt Ríkiskaup hafa fallið frá sölu á varðskipunum Tý og Ægi. Búið var að ganga frá sölunni en samkvæmt lögfræðingi hjá Ríkiskaupum gat kaupandinn ekki staðið við tilboð sitt. 1. júní 2022 10:48