Haustboðinn ljúfi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 17. ágúst 2022 08:30 Þrír hlutir sem ekki bregðast í Reykjavík Einhver sagði að það væru bara tveir hlutir sem ekki klikka í lífinu, dauðinn og skattarnir. Við sem búum í Reykjavík myndum mögulega bæta biðlistum reykvískra barna við þennan lista. Grunnskólarnir taka aftur til starfa næstkomandi mánudag og dýrmætum samverustundum fjölskyldunnar fækkar í bili. Nú nálgast haustið og þá eru foreldrar ungra barna og börnin sjálf í ærið misjafnri stöðu eftir sveitarfélögum. Við fylgjumst með örvæntingafullri baráttu foreldra barna sem bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík árum saman. Og einmitt í þessari viku fengu eflaust margir reykvískir foreldrar samhljóða tölvupóst um frístundavist næsta vetur: „Barn á biðlista um sinn“. Í póstinum er tekið fram að ekki hafi enn tekist að fullmanna frístundaheimil barnsins míns en að allt kapp sé lagt á að leysa vandann fyrir starfið sem hefjist eftir minna en viku. Meðal annars sé beðið eftir stundarskrá starfsfólks sem sé í námi. Það skrýtna er að þessi mönnunarvandi virðist mun flóknari í Reykjavík en öðrum sveitarfélögum þegar kemur að þjónustu við börn. Leikskólavandinn er þannig langmestur þar og lausleg könnun leiðir í ljós að takmörkun á frístundastarfi þekkist ekki í nágrannasveitarfélögum okkar. Á síðasta skólaári fékk sonur minn pláss í frístund þann 12. október. Þá höfðum við púslað saman dagskrá hans, vinnutíma okkar og tómstundum hans í tæpa tvo mánuði, en skóladegi hans lýkur um kl. 14. Reykvísk börn geta því ekki treyst á að komast í rútínu á haustin eftir rútínuleysi sumarfrísins. „Betra líf fyrir fjölskyldur“ Samfylkingarinnar og „B fyrir börn“ Framsóknar virðist undanskilja þónokkuð mörg börn í Reykjavík. Og við barnafólkið erum búin að fá okkur fullsödd af metnaðarleysi og lélegri forgangsröðun í Reykjavík. Reykjavíkurborg þarf að tryggja börnum og fjölskyldufólki betri grunnþjónustu strax. Það er alltof langt í næstu kosningar. Höfundur er foreldri í Reykjavík og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þrír hlutir sem ekki bregðast í Reykjavík Einhver sagði að það væru bara tveir hlutir sem ekki klikka í lífinu, dauðinn og skattarnir. Við sem búum í Reykjavík myndum mögulega bæta biðlistum reykvískra barna við þennan lista. Grunnskólarnir taka aftur til starfa næstkomandi mánudag og dýrmætum samverustundum fjölskyldunnar fækkar í bili. Nú nálgast haustið og þá eru foreldrar ungra barna og börnin sjálf í ærið misjafnri stöðu eftir sveitarfélögum. Við fylgjumst með örvæntingafullri baráttu foreldra barna sem bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík árum saman. Og einmitt í þessari viku fengu eflaust margir reykvískir foreldrar samhljóða tölvupóst um frístundavist næsta vetur: „Barn á biðlista um sinn“. Í póstinum er tekið fram að ekki hafi enn tekist að fullmanna frístundaheimil barnsins míns en að allt kapp sé lagt á að leysa vandann fyrir starfið sem hefjist eftir minna en viku. Meðal annars sé beðið eftir stundarskrá starfsfólks sem sé í námi. Það skrýtna er að þessi mönnunarvandi virðist mun flóknari í Reykjavík en öðrum sveitarfélögum þegar kemur að þjónustu við börn. Leikskólavandinn er þannig langmestur þar og lausleg könnun leiðir í ljós að takmörkun á frístundastarfi þekkist ekki í nágrannasveitarfélögum okkar. Á síðasta skólaári fékk sonur minn pláss í frístund þann 12. október. Þá höfðum við púslað saman dagskrá hans, vinnutíma okkar og tómstundum hans í tæpa tvo mánuði, en skóladegi hans lýkur um kl. 14. Reykvísk börn geta því ekki treyst á að komast í rútínu á haustin eftir rútínuleysi sumarfrísins. „Betra líf fyrir fjölskyldur“ Samfylkingarinnar og „B fyrir börn“ Framsóknar virðist undanskilja þónokkuð mörg börn í Reykjavík. Og við barnafólkið erum búin að fá okkur fullsödd af metnaðarleysi og lélegri forgangsröðun í Reykjavík. Reykjavíkurborg þarf að tryggja börnum og fjölskyldufólki betri grunnþjónustu strax. Það er alltof langt í næstu kosningar. Höfundur er foreldri í Reykjavík og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar