Húsnæðisvandinn eins og hann birtist bæjarfulltrúa í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar 17. ágúst 2022 09:01 Ég settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sumarið 2018 og fyrsta eina og hálfa árið stóðum við andspænis þeim veruleika að stórum hluta lóða sem bæjarráð úthlutaði til einstaklinga var skilað til baka að skömmum tíma liðnum. Þegar farið var að kanna hverju sætti með óformlegum hætti var algengasta ástæða skilanna sú að bankarnir vildu ekki veita húsbyggjendum lán. Með örðum orðum töldu bankarnir að of mikil þensla væri á húsnæðismarkaði. Árið 2020 er blásið í viðvörunarlúðra vegna Covid, „von er á dýpstu kreppu frá 1929“, lagt er til að vextir verði lækkaðir í sögulegt lágmark, væntanlega í von um það að almenningur skuldsetji sig og fari á neyslufyllerí til að halda uppi eftirspurn í hagkerfinu. Það fór á annan veg þar sem tækifæri almennings til þess að spreða voru takmörunum háð, ekki fórum við á veitingahús, til sólarlanda, í bíó eða leikhús. Það sem gerðist aftur á móti var það sem alltaf gerist þegar kreppulúðrar eru þeyttir, fólk flytur sig úr áhættusömum fjárfestingum yfir öruggari og hvað er öruggara en steinsteypa á Íslandi? Sá slaki sem myndast hafði á húsnæðismarkaði frá 2017 til 2019 hvarf eins og hendi væri veifað. Hver einasti fermetri seldist nánast á yfirverði með tilheyrandi hækkunum. Fólk sá áhættuminnstu fjárfestingarnar hækka um tugi prósentna á skömmum tíma. Þeir sem raunverulega þurftu að koma þaki yfir höfuð sitt sátu eftir því venjulegt fólk átti ekki roð í kaupgetu fjárfestanna. Auðvitað hafa vextir hækkað hratt, sem kemur niður á þeim sem síst skyldi. Þeir sömu og mæltu með lækkun vaxta mæla nú með skarpri hækkun vaxta og kenna lóðaskorti að mestu um þessa fasteignabólu sem þeir skópu sjálfir með vanhugsuðum efnahagsaðgerðum. Mér finnst með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að sjá fyrir húsnæðisþörf hér á landi vel fram í tímann með öllum þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Við vitum hvenær flestir koma inn á húsnæðismarkaðinn, við vitum stærð áraganga, við vitum að einhverju leiti hversu mikil þörf er á erlendu vinnuafli, framleiðslugetu byggingariðnaðarins og við erum með nokkuð góðar spár um fjölda ferðamanna. Það er merkilegt hversu dugleg við erum að koma okkur í efnahagsleg klandur, hvort það er minnkarækt, bankastarfsemi eða húsnæðismarkaður. En það er kannski skiljanlegt þegar við höfum bara tvær stillingar á efnahagsmaskínunni, fulla ferð áfram eða snögghemlun. Við hljótum að geta gert betur, eða hvað? Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Húsnæðismál Hafnarfjörður Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sumarið 2018 og fyrsta eina og hálfa árið stóðum við andspænis þeim veruleika að stórum hluta lóða sem bæjarráð úthlutaði til einstaklinga var skilað til baka að skömmum tíma liðnum. Þegar farið var að kanna hverju sætti með óformlegum hætti var algengasta ástæða skilanna sú að bankarnir vildu ekki veita húsbyggjendum lán. Með örðum orðum töldu bankarnir að of mikil þensla væri á húsnæðismarkaði. Árið 2020 er blásið í viðvörunarlúðra vegna Covid, „von er á dýpstu kreppu frá 1929“, lagt er til að vextir verði lækkaðir í sögulegt lágmark, væntanlega í von um það að almenningur skuldsetji sig og fari á neyslufyllerí til að halda uppi eftirspurn í hagkerfinu. Það fór á annan veg þar sem tækifæri almennings til þess að spreða voru takmörunum háð, ekki fórum við á veitingahús, til sólarlanda, í bíó eða leikhús. Það sem gerðist aftur á móti var það sem alltaf gerist þegar kreppulúðrar eru þeyttir, fólk flytur sig úr áhættusömum fjárfestingum yfir öruggari og hvað er öruggara en steinsteypa á Íslandi? Sá slaki sem myndast hafði á húsnæðismarkaði frá 2017 til 2019 hvarf eins og hendi væri veifað. Hver einasti fermetri seldist nánast á yfirverði með tilheyrandi hækkunum. Fólk sá áhættuminnstu fjárfestingarnar hækka um tugi prósentna á skömmum tíma. Þeir sem raunverulega þurftu að koma þaki yfir höfuð sitt sátu eftir því venjulegt fólk átti ekki roð í kaupgetu fjárfestanna. Auðvitað hafa vextir hækkað hratt, sem kemur niður á þeim sem síst skyldi. Þeir sömu og mæltu með lækkun vaxta mæla nú með skarpri hækkun vaxta og kenna lóðaskorti að mestu um þessa fasteignabólu sem þeir skópu sjálfir með vanhugsuðum efnahagsaðgerðum. Mér finnst með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að sjá fyrir húsnæðisþörf hér á landi vel fram í tímann með öllum þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Við vitum hvenær flestir koma inn á húsnæðismarkaðinn, við vitum stærð áraganga, við vitum að einhverju leiti hversu mikil þörf er á erlendu vinnuafli, framleiðslugetu byggingariðnaðarins og við erum með nokkuð góðar spár um fjölda ferðamanna. Það er merkilegt hversu dugleg við erum að koma okkur í efnahagsleg klandur, hvort það er minnkarækt, bankastarfsemi eða húsnæðismarkaður. En það er kannski skiljanlegt þegar við höfum bara tvær stillingar á efnahagsmaskínunni, fulla ferð áfram eða snögghemlun. Við hljótum að geta gert betur, eða hvað? Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun