„Svolítið leiðinlegt lífið þessa dagana þegar þú ert ekki í Evrópukeppninni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2022 11:30 Ísak Snær Þorvaldsson reynir að komast framhjá Víkingnum Oliver Ekroth í leik liðanna í sumar. Vísir/Hulda Margrét Gunnlaugur Jónsson hitti þjálfara liða Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla fyrir innbyrðis leik liðanna í vikunni og ræddi meðal annars við þá um árangur liðanna í Evrópukeppninni í ár. Breiðablik og Víkingur komust lengst íslensku liðanna í Evrópukeppninni en bæði náðu þau að spila sex Evrópuleiki í sumar. Víkingar byrjuðu í undankeppni fyrir forkeppnina og spiluðu því alls átta Evrópuleiki í ár. Víkingsliðið tapaði ekki Evrópuleik í Víkinni í ár en liðið vann fjóra leiki þar og gerði eitt jafntefli. Blikar unnu þrjá fyrstu Evrópuleiki sína en þeir þrír síðustu töpuðu þar af báðir á móti mjög sterku tyrknesku liði Istanbul Basaksehir. En voru þjálfararnir tveir ánægðir með Evrópukeppnina hjá sínum liðum í sumar? Ber vott um ákveðinn stöðugleika „Þegar maður horfir á þetta heildstætt þá er ég ánægður með að við förum annað árið í röð í þriðju umferð forkeppnina og spilum þrjár umferðir og sex leiki. Mér finnst það bera vott um ákveðinn stöðugleika,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurleik hjá sínu liði.Vísir/Hulda Margrét „Ég hefði viljað sjá aðeins betri leiki á köflum en ég held að það sé alveg ljóst að langbesti leikurinn okkar var hérna heima á móti Istanbul Basaksehir. Mér fannst við mæta þeim jafnfætis á milli teiganna en þeir refsuðu okkur fyrir einbeitingaleysi og lélega einn á móti einum vörn þegar við gleymdum okkur í að elta menn. Þeir refsa okkur þar og á sama hátt þá náum við ekki að refsa þeim,“ sagði Óskar Hrafn. „Þetta voru erfiðir leikir og erfiðir andstæðingar og þá sérstaklega Buducnost og Istanbul. Ég er sáttur með þetta og nú þurfum við bara að halda áfram og gera enn harðari atlögu að komast lengra á næsta ári,“ sagði Óskar. Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik með Víkingum.Vísir/Hulda Margrét Neyddur til að kafa djúft „Ég er gríðarlega sáttur. Ég held að liðið hafi tekið mikið þroskaskref og ég líka persónulega sem þjálfari. Þessir leikir í Evrópukeppninni, með fullri virðingu fyrir leikjum í Bestu deildinni, eru bara allt annars eðlis. Þú ert neyddur til að kafa mjög djúpt í öll smáatriði hjá þínu liði og að sama skapi líka hjá þeim andstæðingum sem þú ert að fara að spila á móti,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. „Á þessu stigi, eins og við fengum að kynnast, þá eru bara ein mistök og þú ert bara úr leik. Þú ert kannski með stjórn á öllu 89 mínútur en svo koma þessu mistök og þú ert úr leik,“ sagði Arnar. „Ég held að allir í klúbbnum, líka utan frá, langi í þetta aftur. Það er svolítið leiðinlegt lífið þessa dagana þegar þú ert ekki í Evrópukeppninni. Mönnum langar í þetta aftur en þá þurfa menn að vera heiðarlegir með hvað við gerðum rangt og leita inn á við hvað við getum gert til að laga þessi smáatriði svo að við eigum möguleika á því að komast í riðlakeppnina einhvern tímann,“ sagði Arnar. Það má sjá þetta brot úr viðtölunum við þá hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn og Arnar: Evrópukeppnin í sumar Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Hafa hækkað rána ekki ósvipað og City og Liverpool hafa gert í Englandi“ Óskar Hrafn Þorvaldsson talaði aðeins varlegar en Arnar Gunnlaugsson þegar þeir voru spurðir að því hvort að lið þeirra væri að stinga önnur lið af hér á landi hvað varðar hugsjón, þjálfun og leikfræði. 17. ágúst 2022 10:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Sjá meira
Breiðablik og Víkingur komust lengst íslensku liðanna í Evrópukeppninni en bæði náðu þau að spila sex Evrópuleiki í sumar. Víkingar byrjuðu í undankeppni fyrir forkeppnina og spiluðu því alls átta Evrópuleiki í ár. Víkingsliðið tapaði ekki Evrópuleik í Víkinni í ár en liðið vann fjóra leiki þar og gerði eitt jafntefli. Blikar unnu þrjá fyrstu Evrópuleiki sína en þeir þrír síðustu töpuðu þar af báðir á móti mjög sterku tyrknesku liði Istanbul Basaksehir. En voru þjálfararnir tveir ánægðir með Evrópukeppnina hjá sínum liðum í sumar? Ber vott um ákveðinn stöðugleika „Þegar maður horfir á þetta heildstætt þá er ég ánægður með að við förum annað árið í röð í þriðju umferð forkeppnina og spilum þrjár umferðir og sex leiki. Mér finnst það bera vott um ákveðinn stöðugleika,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurleik hjá sínu liði.Vísir/Hulda Margrét „Ég hefði viljað sjá aðeins betri leiki á köflum en ég held að það sé alveg ljóst að langbesti leikurinn okkar var hérna heima á móti Istanbul Basaksehir. Mér fannst við mæta þeim jafnfætis á milli teiganna en þeir refsuðu okkur fyrir einbeitingaleysi og lélega einn á móti einum vörn þegar við gleymdum okkur í að elta menn. Þeir refsa okkur þar og á sama hátt þá náum við ekki að refsa þeim,“ sagði Óskar Hrafn. „Þetta voru erfiðir leikir og erfiðir andstæðingar og þá sérstaklega Buducnost og Istanbul. Ég er sáttur með þetta og nú þurfum við bara að halda áfram og gera enn harðari atlögu að komast lengra á næsta ári,“ sagði Óskar. Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik með Víkingum.Vísir/Hulda Margrét Neyddur til að kafa djúft „Ég er gríðarlega sáttur. Ég held að liðið hafi tekið mikið þroskaskref og ég líka persónulega sem þjálfari. Þessir leikir í Evrópukeppninni, með fullri virðingu fyrir leikjum í Bestu deildinni, eru bara allt annars eðlis. Þú ert neyddur til að kafa mjög djúpt í öll smáatriði hjá þínu liði og að sama skapi líka hjá þeim andstæðingum sem þú ert að fara að spila á móti,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. „Á þessu stigi, eins og við fengum að kynnast, þá eru bara ein mistök og þú ert bara úr leik. Þú ert kannski með stjórn á öllu 89 mínútur en svo koma þessu mistök og þú ert úr leik,“ sagði Arnar. „Ég held að allir í klúbbnum, líka utan frá, langi í þetta aftur. Það er svolítið leiðinlegt lífið þessa dagana þegar þú ert ekki í Evrópukeppninni. Mönnum langar í þetta aftur en þá þurfa menn að vera heiðarlegir með hvað við gerðum rangt og leita inn á við hvað við getum gert til að laga þessi smáatriði svo að við eigum möguleika á því að komast í riðlakeppnina einhvern tímann,“ sagði Arnar. Það má sjá þetta brot úr viðtölunum við þá hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn og Arnar: Evrópukeppnin í sumar
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Hafa hækkað rána ekki ósvipað og City og Liverpool hafa gert í Englandi“ Óskar Hrafn Þorvaldsson talaði aðeins varlegar en Arnar Gunnlaugsson þegar þeir voru spurðir að því hvort að lið þeirra væri að stinga önnur lið af hér á landi hvað varðar hugsjón, þjálfun og leikfræði. 17. ágúst 2022 10:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Sjá meira
„Hafa hækkað rána ekki ósvipað og City og Liverpool hafa gert í Englandi“ Óskar Hrafn Þorvaldsson talaði aðeins varlegar en Arnar Gunnlaugsson þegar þeir voru spurðir að því hvort að lið þeirra væri að stinga önnur lið af hér á landi hvað varðar hugsjón, þjálfun og leikfræði. 17. ágúst 2022 10:30