Ummæli Abbas um „50 helfarir“ Ísrael falla í stórgrýttan jarðveg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2022 12:22 Ummæli Abbas hafa vakið hörð viðbrögð. AP/epa Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur vakið hörð viðbrögð og mikla reiði með ummælum sem hann lét falla á blaðamannafundi með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, á blaðamannafundi í Berlín í gær. Abbas var á fundinum spurður um árás liðsmanna palestínsku skæruliðasamtakanna Svarta september á Ólympíuleikunum í Munchen 5. september 1972. Samtökin voru á þeim tíma tengd Fatah flokki Abbas. Ellefu íþróttamenn Ísrael og þýskur lögreglumaður létust í árásinni en Abbas sagðist ekki hafa í hyggju að biðjast afsökunar á harmleiknum nú þegar hálf öld væri liðin, og vísaði til hroðaverka sem Ísraelsmenn hefðu framið gegn Palestínumönnum frá 1947. Abbas sagði að á þessum tíma hefðu framið 50 hroðaverk, 50 helfarir, og fleiri létu lífið á hverjum degi. Á upptökum má sjá Scholz setja upp svip þegar Abbas lætur ummælin falla en honum gafst ekki tíma til að svara forsetanum á blaðamannafundinum. Hann tísti hins vegar eftir á að ummælin væru viðbjóðsleg. I am disgusted by the outrageous remarks made by Palestinian President Mahmoud #Abbas. For us Germans in particular, any relativization of the singularity of the Holocaust is intolerable and unacceptable. I condemn any attempt to deny the crimes of the Holocaust.— Bundeskanzler Olaf Scholz (@Bundeskanzler) August 17, 2022 Kanslarinn ítrekaði að í augum Þjóðverja væri Helförin einstakur viðburður og að tala um Helfarir í fleirtölu væri óásættanlegt. Yair Lapid, forsætisráðherra Ísrael, tísti að ásökun Abbas sem hann hefði látið falla á þýskri grund væri ekki aðeins siðferðilega óforsvaranleg heldur tröllvaxin lygi. Lapid sagði að Abbas yrði aldrei fyrirgefið. Mahmoud Abbas accusing Israel of having committed "50 Holocausts" while standing on German soil is not only a moral disgrace, but a monstrous lie.Six million Jews were murdered in the Holocaust, including one and a half million Jewish children.History will never forgive him.— - Yair Lapid (@yairlapid) August 16, 2022 Sjálfur gaf Abbas út yfirlýsingu í kjölfar fjaðrafoksins þar sem hann sagði Helförina ógeðfelldasta glæp mannkynssögunnar og að hann hefði ekki ætlað að afneita sérstöðu hennar heldur draga kastljósið að glæpum Ísralesmanna gegn Palestínumönnum, allt frá stofnun Ísraelsríkis. Ísrael Palestína Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Abbas var á fundinum spurður um árás liðsmanna palestínsku skæruliðasamtakanna Svarta september á Ólympíuleikunum í Munchen 5. september 1972. Samtökin voru á þeim tíma tengd Fatah flokki Abbas. Ellefu íþróttamenn Ísrael og þýskur lögreglumaður létust í árásinni en Abbas sagðist ekki hafa í hyggju að biðjast afsökunar á harmleiknum nú þegar hálf öld væri liðin, og vísaði til hroðaverka sem Ísraelsmenn hefðu framið gegn Palestínumönnum frá 1947. Abbas sagði að á þessum tíma hefðu framið 50 hroðaverk, 50 helfarir, og fleiri létu lífið á hverjum degi. Á upptökum má sjá Scholz setja upp svip þegar Abbas lætur ummælin falla en honum gafst ekki tíma til að svara forsetanum á blaðamannafundinum. Hann tísti hins vegar eftir á að ummælin væru viðbjóðsleg. I am disgusted by the outrageous remarks made by Palestinian President Mahmoud #Abbas. For us Germans in particular, any relativization of the singularity of the Holocaust is intolerable and unacceptable. I condemn any attempt to deny the crimes of the Holocaust.— Bundeskanzler Olaf Scholz (@Bundeskanzler) August 17, 2022 Kanslarinn ítrekaði að í augum Þjóðverja væri Helförin einstakur viðburður og að tala um Helfarir í fleirtölu væri óásættanlegt. Yair Lapid, forsætisráðherra Ísrael, tísti að ásökun Abbas sem hann hefði látið falla á þýskri grund væri ekki aðeins siðferðilega óforsvaranleg heldur tröllvaxin lygi. Lapid sagði að Abbas yrði aldrei fyrirgefið. Mahmoud Abbas accusing Israel of having committed "50 Holocausts" while standing on German soil is not only a moral disgrace, but a monstrous lie.Six million Jews were murdered in the Holocaust, including one and a half million Jewish children.History will never forgive him.— - Yair Lapid (@yairlapid) August 16, 2022 Sjálfur gaf Abbas út yfirlýsingu í kjölfar fjaðrafoksins þar sem hann sagði Helförina ógeðfelldasta glæp mannkynssögunnar og að hann hefði ekki ætlað að afneita sérstöðu hennar heldur draga kastljósið að glæpum Ísralesmanna gegn Palestínumönnum, allt frá stofnun Ísraelsríkis.
Ísrael Palestína Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira