Með því versta sem reynslubolti á hálendinu hefur séð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2022 15:33 Ekið í allar áttir. Þórhallur Þorsteinsson Töluverð ummerki eru eftir utanvegaakstur á Kverkfjallaleið norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem man tímana tvenna segir ummerkin með þeim verstu sem hann hafi séð. Þórhallur Þorsteinsson hefur verið á kafi í ferðaþjónustu á Austurlandi svo áratugum skiptir. Hann birti í gær myndir á Facebook-síðu sinni sem sýna utanvegaakstur á Kverkfjallaleið. „Þessar myndir sýna ekki nema lítið af þeim utanvegaakstri sem er á svæðinu. Ég myndaði bara það versta. Það er nóg myndefni til viðbótar,“ segir Þórhallur. Hann hefur fylgst vel með svæðinu frá árinu 1988. Honum er ekki skemmt og er langþreyttur á aðgerðarleysi þeirra sem ráði för. Þórhallur vill að umhverfisráðuneytið, sveitarfélögin, Smyril Line og bílaleigurnar grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari utanvegaakstur.Þórhallur Þorsteinsson Þar nefnir hann sérstaklega Smyril Line, bílaleigurnar, umhverfisráðuneytið og sveitarfélagið Múlaþing. Þessir aðilar beri ábyrgð. Bæði á því að fræða erlenda ferðamenn um þær reglur sem gildi hér á landi og sömuleiðis að fylla í förin sem skemmdarvargar skilji eftir sig. Þórhallur segist sjá ný för í hvert skipti sem hann aki leiðina. Um sé að ræða svæði þar sem ekkert sé gert, ekki rakað yfir neitt og engar forvarnir. „Svo koma ferðamenn og sjá gamlan hring utan vegar. Spóla sjálfir og dettur svo í hug að gera þetta sjálfir. „Af hverju ekki ég?“,“ segir Þórhallur. Kverkfjallaleið, vegur F902 á kortinu.Þórhallur Þorsteinsson Hann telur megnið af ökumönnunum koma inn á hálendið eftir komu til landsins með Norrænu sem Smyril Line rekur. Hann kallar eftir því að upplýsingar um akstursreglur í íslensku umhverfi séu kynntar í Norrænu. Sömuleiðis hjá bílaleigunum. „Ríkisvaldið ber auðvitað höfuðábyrgðina.“ Vinsælir bílaleigubílar á borð við Dacia Duster og Kia jepplingar eru algeng sjón á leiðinni að sögn Þórhalls. Mótorhjólin sömuleiðis sem hafi skilið eftir sig för víða. Þórhallur segist enn sjá merki eftir utanvegaakstur frá 1994. För á borð við þessi fyllist seint og illa. Aðallega því enginn sinnir því.Þórhallur Þorsteinsson „Sárastur er maður þegar maður veit að Íslendingar eru að keyra utan vegar. Þeir vita alveg hvernig reglurnar eru en gera þetta samt.“ Hann nefnir fleiri slóða sem séu munaðarlausar leiðar. Slóðar á borð við Brúardalaleið sem urðu bara til en eru merktar. „Þar er enginn umsjónarmaður. Enginn kemur til að grjóthreinsa. Þarna keyra menn, einn vill keyra aðeins til vinstri fram hjá grjótinu og annar hörfa til hægri. Svo breikkar þetta alltaf.“ Hann mætir því fólki með meiri skilning sem viti ekki betur. Elti önnur för og fari utan vegar til að forðast grjót. Verst sé fólkið sem nýtir hálendið til að æfa sig að gera hundakúnstir. Að neðan má sjá myndband frá Kverkfjallaleið og fleiri myndir. Þórhallur segir fólk víða sýna náttúrunni óvirðingu.Þórhallur Þorsteinsson Hálendið í allri sinni dýrð, með för eftir utanvegaakstur í forgrunni.Þórhallur Þorsteinsson Hér hafa ökumenn greinilega leikið séð að aka í hringi.Þórhallur Þorsteinsson Múlaþing Umhverfismál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þórhallur Þorsteinsson hefur verið á kafi í ferðaþjónustu á Austurlandi svo áratugum skiptir. Hann birti í gær myndir á Facebook-síðu sinni sem sýna utanvegaakstur á Kverkfjallaleið. „Þessar myndir sýna ekki nema lítið af þeim utanvegaakstri sem er á svæðinu. Ég myndaði bara það versta. Það er nóg myndefni til viðbótar,“ segir Þórhallur. Hann hefur fylgst vel með svæðinu frá árinu 1988. Honum er ekki skemmt og er langþreyttur á aðgerðarleysi þeirra sem ráði för. Þórhallur vill að umhverfisráðuneytið, sveitarfélögin, Smyril Line og bílaleigurnar grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari utanvegaakstur.Þórhallur Þorsteinsson Þar nefnir hann sérstaklega Smyril Line, bílaleigurnar, umhverfisráðuneytið og sveitarfélagið Múlaþing. Þessir aðilar beri ábyrgð. Bæði á því að fræða erlenda ferðamenn um þær reglur sem gildi hér á landi og sömuleiðis að fylla í förin sem skemmdarvargar skilji eftir sig. Þórhallur segist sjá ný för í hvert skipti sem hann aki leiðina. Um sé að ræða svæði þar sem ekkert sé gert, ekki rakað yfir neitt og engar forvarnir. „Svo koma ferðamenn og sjá gamlan hring utan vegar. Spóla sjálfir og dettur svo í hug að gera þetta sjálfir. „Af hverju ekki ég?“,“ segir Þórhallur. Kverkfjallaleið, vegur F902 á kortinu.Þórhallur Þorsteinsson Hann telur megnið af ökumönnunum koma inn á hálendið eftir komu til landsins með Norrænu sem Smyril Line rekur. Hann kallar eftir því að upplýsingar um akstursreglur í íslensku umhverfi séu kynntar í Norrænu. Sömuleiðis hjá bílaleigunum. „Ríkisvaldið ber auðvitað höfuðábyrgðina.“ Vinsælir bílaleigubílar á borð við Dacia Duster og Kia jepplingar eru algeng sjón á leiðinni að sögn Þórhalls. Mótorhjólin sömuleiðis sem hafi skilið eftir sig för víða. Þórhallur segist enn sjá merki eftir utanvegaakstur frá 1994. För á borð við þessi fyllist seint og illa. Aðallega því enginn sinnir því.Þórhallur Þorsteinsson „Sárastur er maður þegar maður veit að Íslendingar eru að keyra utan vegar. Þeir vita alveg hvernig reglurnar eru en gera þetta samt.“ Hann nefnir fleiri slóða sem séu munaðarlausar leiðar. Slóðar á borð við Brúardalaleið sem urðu bara til en eru merktar. „Þar er enginn umsjónarmaður. Enginn kemur til að grjóthreinsa. Þarna keyra menn, einn vill keyra aðeins til vinstri fram hjá grjótinu og annar hörfa til hægri. Svo breikkar þetta alltaf.“ Hann mætir því fólki með meiri skilning sem viti ekki betur. Elti önnur för og fari utan vegar til að forðast grjót. Verst sé fólkið sem nýtir hálendið til að æfa sig að gera hundakúnstir. Að neðan má sjá myndband frá Kverkfjallaleið og fleiri myndir. Þórhallur segir fólk víða sýna náttúrunni óvirðingu.Þórhallur Þorsteinsson Hálendið í allri sinni dýrð, með för eftir utanvegaakstur í forgrunni.Þórhallur Þorsteinsson Hér hafa ökumenn greinilega leikið séð að aka í hringi.Þórhallur Þorsteinsson
Múlaþing Umhverfismál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira