Með því versta sem reynslubolti á hálendinu hefur séð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2022 15:33 Ekið í allar áttir. Þórhallur Þorsteinsson Töluverð ummerki eru eftir utanvegaakstur á Kverkfjallaleið norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem man tímana tvenna segir ummerkin með þeim verstu sem hann hafi séð. Þórhallur Þorsteinsson hefur verið á kafi í ferðaþjónustu á Austurlandi svo áratugum skiptir. Hann birti í gær myndir á Facebook-síðu sinni sem sýna utanvegaakstur á Kverkfjallaleið. „Þessar myndir sýna ekki nema lítið af þeim utanvegaakstri sem er á svæðinu. Ég myndaði bara það versta. Það er nóg myndefni til viðbótar,“ segir Þórhallur. Hann hefur fylgst vel með svæðinu frá árinu 1988. Honum er ekki skemmt og er langþreyttur á aðgerðarleysi þeirra sem ráði för. Þórhallur vill að umhverfisráðuneytið, sveitarfélögin, Smyril Line og bílaleigurnar grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari utanvegaakstur.Þórhallur Þorsteinsson Þar nefnir hann sérstaklega Smyril Line, bílaleigurnar, umhverfisráðuneytið og sveitarfélagið Múlaþing. Þessir aðilar beri ábyrgð. Bæði á því að fræða erlenda ferðamenn um þær reglur sem gildi hér á landi og sömuleiðis að fylla í förin sem skemmdarvargar skilji eftir sig. Þórhallur segist sjá ný för í hvert skipti sem hann aki leiðina. Um sé að ræða svæði þar sem ekkert sé gert, ekki rakað yfir neitt og engar forvarnir. „Svo koma ferðamenn og sjá gamlan hring utan vegar. Spóla sjálfir og dettur svo í hug að gera þetta sjálfir. „Af hverju ekki ég?“,“ segir Þórhallur. Kverkfjallaleið, vegur F902 á kortinu.Þórhallur Þorsteinsson Hann telur megnið af ökumönnunum koma inn á hálendið eftir komu til landsins með Norrænu sem Smyril Line rekur. Hann kallar eftir því að upplýsingar um akstursreglur í íslensku umhverfi séu kynntar í Norrænu. Sömuleiðis hjá bílaleigunum. „Ríkisvaldið ber auðvitað höfuðábyrgðina.“ Vinsælir bílaleigubílar á borð við Dacia Duster og Kia jepplingar eru algeng sjón á leiðinni að sögn Þórhalls. Mótorhjólin sömuleiðis sem hafi skilið eftir sig för víða. Þórhallur segist enn sjá merki eftir utanvegaakstur frá 1994. För á borð við þessi fyllist seint og illa. Aðallega því enginn sinnir því.Þórhallur Þorsteinsson „Sárastur er maður þegar maður veit að Íslendingar eru að keyra utan vegar. Þeir vita alveg hvernig reglurnar eru en gera þetta samt.“ Hann nefnir fleiri slóða sem séu munaðarlausar leiðar. Slóðar á borð við Brúardalaleið sem urðu bara til en eru merktar. „Þar er enginn umsjónarmaður. Enginn kemur til að grjóthreinsa. Þarna keyra menn, einn vill keyra aðeins til vinstri fram hjá grjótinu og annar hörfa til hægri. Svo breikkar þetta alltaf.“ Hann mætir því fólki með meiri skilning sem viti ekki betur. Elti önnur för og fari utan vegar til að forðast grjót. Verst sé fólkið sem nýtir hálendið til að æfa sig að gera hundakúnstir. Að neðan má sjá myndband frá Kverkfjallaleið og fleiri myndir. Þórhallur segir fólk víða sýna náttúrunni óvirðingu.Þórhallur Þorsteinsson Hálendið í allri sinni dýrð, með för eftir utanvegaakstur í forgrunni.Þórhallur Þorsteinsson Hér hafa ökumenn greinilega leikið séð að aka í hringi.Þórhallur Þorsteinsson Múlaþing Umhverfismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þórhallur Þorsteinsson hefur verið á kafi í ferðaþjónustu á Austurlandi svo áratugum skiptir. Hann birti í gær myndir á Facebook-síðu sinni sem sýna utanvegaakstur á Kverkfjallaleið. „Þessar myndir sýna ekki nema lítið af þeim utanvegaakstri sem er á svæðinu. Ég myndaði bara það versta. Það er nóg myndefni til viðbótar,“ segir Þórhallur. Hann hefur fylgst vel með svæðinu frá árinu 1988. Honum er ekki skemmt og er langþreyttur á aðgerðarleysi þeirra sem ráði för. Þórhallur vill að umhverfisráðuneytið, sveitarfélögin, Smyril Line og bílaleigurnar grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari utanvegaakstur.Þórhallur Þorsteinsson Þar nefnir hann sérstaklega Smyril Line, bílaleigurnar, umhverfisráðuneytið og sveitarfélagið Múlaþing. Þessir aðilar beri ábyrgð. Bæði á því að fræða erlenda ferðamenn um þær reglur sem gildi hér á landi og sömuleiðis að fylla í förin sem skemmdarvargar skilji eftir sig. Þórhallur segist sjá ný för í hvert skipti sem hann aki leiðina. Um sé að ræða svæði þar sem ekkert sé gert, ekki rakað yfir neitt og engar forvarnir. „Svo koma ferðamenn og sjá gamlan hring utan vegar. Spóla sjálfir og dettur svo í hug að gera þetta sjálfir. „Af hverju ekki ég?“,“ segir Þórhallur. Kverkfjallaleið, vegur F902 á kortinu.Þórhallur Þorsteinsson Hann telur megnið af ökumönnunum koma inn á hálendið eftir komu til landsins með Norrænu sem Smyril Line rekur. Hann kallar eftir því að upplýsingar um akstursreglur í íslensku umhverfi séu kynntar í Norrænu. Sömuleiðis hjá bílaleigunum. „Ríkisvaldið ber auðvitað höfuðábyrgðina.“ Vinsælir bílaleigubílar á borð við Dacia Duster og Kia jepplingar eru algeng sjón á leiðinni að sögn Þórhalls. Mótorhjólin sömuleiðis sem hafi skilið eftir sig för víða. Þórhallur segist enn sjá merki eftir utanvegaakstur frá 1994. För á borð við þessi fyllist seint og illa. Aðallega því enginn sinnir því.Þórhallur Þorsteinsson „Sárastur er maður þegar maður veit að Íslendingar eru að keyra utan vegar. Þeir vita alveg hvernig reglurnar eru en gera þetta samt.“ Hann nefnir fleiri slóða sem séu munaðarlausar leiðar. Slóðar á borð við Brúardalaleið sem urðu bara til en eru merktar. „Þar er enginn umsjónarmaður. Enginn kemur til að grjóthreinsa. Þarna keyra menn, einn vill keyra aðeins til vinstri fram hjá grjótinu og annar hörfa til hægri. Svo breikkar þetta alltaf.“ Hann mætir því fólki með meiri skilning sem viti ekki betur. Elti önnur för og fari utan vegar til að forðast grjót. Verst sé fólkið sem nýtir hálendið til að æfa sig að gera hundakúnstir. Að neðan má sjá myndband frá Kverkfjallaleið og fleiri myndir. Þórhallur segir fólk víða sýna náttúrunni óvirðingu.Þórhallur Þorsteinsson Hálendið í allri sinni dýrð, með för eftir utanvegaakstur í forgrunni.Þórhallur Þorsteinsson Hér hafa ökumenn greinilega leikið séð að aka í hringi.Þórhallur Þorsteinsson
Múlaþing Umhverfismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent