Þjóðbanka bjargað úr brasksnöru Þorsteinn Sæmundsson skrifar 18. ágúst 2022 11:30 Undanfarinn áratug tæpan hefur bygging nýrra höfuðstöðva á dýrustu lóð Íslands verið á dagskrá banka allra landsmanna. Pistilritari hefur gagnrýnt fyrirætlanirnar harðlega frá fyrstu tíð. Sú barátta var ekki þrautalaus því kjörnir fulltrúar almennings eiga ekki greiða leið að stjórn þjóðbankans sem er að tæplega níutíuogátta hundraðshlutum í eigu þjóðarinnar. Gagnrýni undirritaðs og fleiri á sínum tíma beindist fyrst og fremst að kostnaði við þessa risaframkvæmd og við töldum að á tímum þegar bankaútibúum og bankastarfsmönnum fækkar verulega væri algjör firra að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva sem væru alltof stórar fyrir reksturinn. Bankastjórn og bankastjóri létu sig ekki og héldu framkvæmdinni áfram ótrauð. Rétt er að geta þess að framkvæmdin kom aldrei til kasta hluthafafundar og er því að öllu leyti á ábyrgð bankastjóra og stjórnar bankans. Það sætir furðu að fámennur hópur með svo veikt umboð skuli getað skuldbundið sameiginlega sjóði landsmanna með slíkum hætti. Undirritaður og fleiri bentu einnig á að áætlaður byggingakostnaður myndi ekki standast heldur verða miklu meiri en gert var ráð fyrir. Það hefur enda komið á daginn. Það er einnig athygisvert að þegar framkvæmdir voru að hefjast tók Landsbankinn lán í Norræna fjárfestingabankanum sem var um það bil jafnhátt og áætlaður kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva. Öll sú gagnrýni sem sett var fram á uppbyggingu höfuðstöðva Landsbankans áður en framkvæmdir hófust og síðar hefur reynst réttmæt. Fyrir tveim árum hafði kostnaður við bygginguna hækkað um tæpa tvo milljarða frá upphaflegri áætlun. Gera má ráð fyrir að enn hafi kostnaður aukist við bygginguna síðustu tvö ár. Hér er ekki öll sagan sögð. Varnaðarorð um stærð byggingarinnar voru einnig á rökum reist. Þannig boðaði þjóðbankinn fyrir nokkru að hluti nýbyggingarinnar yrði leigður út því húsið væri allt of stórt fyrir reksturinn! Þjóðbankinn ætlaði því að hasla sér völl á leigumarkaðnum í samkeppni við viðskiptavini sína. Nú er það ekki eitt af lögbundnum verkefnum þjóðbankans að taka þátt í braski á leigumarkaði. Framtak bankans mæltist því misjafnlega fyrir. Hefur alllengi verið leitað leiða til að skera Þjóðbankann niður úr brasksnörunni. Nú virðist ríkisstjórnin hafa ákveðið að koma fyrir svosem eins og tveim ráðuneytum í höllinni dýru á lóðinni rándýru. Ef af verður mun höllin allavega fullnýtt. Spurningar sem vakna eru hins vegar margar. Hver er heildarkostnaður af þessari óráðsíu bankastjóra og stjórnar Landsbankans? Hver verður kostnaður ríkissjóðs vegna flutninga ráðuneyta í höllina og hver verður leigukostnaðurinn? Mun bankastjóri og stjórn bankans axla ábyrgð á þessu fyrirséða klúðri sem margoft var varað við? Eigendur bankans, íslenskur almenningur, krefst svara! Höfundur á sæti í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Miðflokkurinn Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Sjá meira
Undanfarinn áratug tæpan hefur bygging nýrra höfuðstöðva á dýrustu lóð Íslands verið á dagskrá banka allra landsmanna. Pistilritari hefur gagnrýnt fyrirætlanirnar harðlega frá fyrstu tíð. Sú barátta var ekki þrautalaus því kjörnir fulltrúar almennings eiga ekki greiða leið að stjórn þjóðbankans sem er að tæplega níutíuogátta hundraðshlutum í eigu þjóðarinnar. Gagnrýni undirritaðs og fleiri á sínum tíma beindist fyrst og fremst að kostnaði við þessa risaframkvæmd og við töldum að á tímum þegar bankaútibúum og bankastarfsmönnum fækkar verulega væri algjör firra að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva sem væru alltof stórar fyrir reksturinn. Bankastjórn og bankastjóri létu sig ekki og héldu framkvæmdinni áfram ótrauð. Rétt er að geta þess að framkvæmdin kom aldrei til kasta hluthafafundar og er því að öllu leyti á ábyrgð bankastjóra og stjórnar bankans. Það sætir furðu að fámennur hópur með svo veikt umboð skuli getað skuldbundið sameiginlega sjóði landsmanna með slíkum hætti. Undirritaður og fleiri bentu einnig á að áætlaður byggingakostnaður myndi ekki standast heldur verða miklu meiri en gert var ráð fyrir. Það hefur enda komið á daginn. Það er einnig athygisvert að þegar framkvæmdir voru að hefjast tók Landsbankinn lán í Norræna fjárfestingabankanum sem var um það bil jafnhátt og áætlaður kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva. Öll sú gagnrýni sem sett var fram á uppbyggingu höfuðstöðva Landsbankans áður en framkvæmdir hófust og síðar hefur reynst réttmæt. Fyrir tveim árum hafði kostnaður við bygginguna hækkað um tæpa tvo milljarða frá upphaflegri áætlun. Gera má ráð fyrir að enn hafi kostnaður aukist við bygginguna síðustu tvö ár. Hér er ekki öll sagan sögð. Varnaðarorð um stærð byggingarinnar voru einnig á rökum reist. Þannig boðaði þjóðbankinn fyrir nokkru að hluti nýbyggingarinnar yrði leigður út því húsið væri allt of stórt fyrir reksturinn! Þjóðbankinn ætlaði því að hasla sér völl á leigumarkaðnum í samkeppni við viðskiptavini sína. Nú er það ekki eitt af lögbundnum verkefnum þjóðbankans að taka þátt í braski á leigumarkaði. Framtak bankans mæltist því misjafnlega fyrir. Hefur alllengi verið leitað leiða til að skera Þjóðbankann niður úr brasksnörunni. Nú virðist ríkisstjórnin hafa ákveðið að koma fyrir svosem eins og tveim ráðuneytum í höllinni dýru á lóðinni rándýru. Ef af verður mun höllin allavega fullnýtt. Spurningar sem vakna eru hins vegar margar. Hver er heildarkostnaður af þessari óráðsíu bankastjóra og stjórnar Landsbankans? Hver verður kostnaður ríkissjóðs vegna flutninga ráðuneyta í höllina og hver verður leigukostnaðurinn? Mun bankastjóri og stjórn bankans axla ábyrgð á þessu fyrirséða klúðri sem margoft var varað við? Eigendur bankans, íslenskur almenningur, krefst svara! Höfundur á sæti í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar