Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2022 23:16 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Julia Nikhinson Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. Húsleitin, sem braut blað í sögu Bandaríkjanna, var byggð á leitarheimild vegna gruns um meint brot á lögum, þar á meðal njósnalögum Bandaríkjanna. Til að fá heimild til húsleitar þurftu fulltrúar FBI að lýsa fyrir dómara á hverju grunurinn væri reistur. Það var gert með eiðsvarinni yfirlýsingu þar sem röksemdum og sönnunargögnum var lýst. Í frétt New York Times segir að ætla megi að yfirlýsingin innihaldi eldfimar upplýsingar. Alla jafna séu slíkar yfirlýsingar ekki gerðar aðgengilegar almenningi. Fjölmiðlar hafa hins vegar höfðað mál til að fá aðgang að yfirlýsingunni, á þeim grundvelli að almenningur í Bandaríkjunum eigi rétt á að vita á hverju grunur FBI sé reistur í máli fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Alríkisdómari í málinu úrskurðaði hins vegar í dag að yfirvöldum, sem streittust á móti beiðni fjölmiðlanna, hafi ekki tekist að sýna fram á að öll yfirlýsingin ættu ekki erindi við almenning. Því þarf FBI að koma með tillögu að útgáfu af skjalinu sem megi fara fyrir augu almennings. Með öðrum orðum, alríkislögreglan þarf að koma með tillögu að því hvaða upplýsingar hún vilji að strikað sé yfir. Segir dómarinn að hann telji mikilvægt að almenningur fái mestar upplýsingar um málið. Því hallist hann að því að gera hluta skjalsins opinbera. Það sé þó annað mál hvort að útstrikað skal geti nýst til þess að upplýsa almenning. Það sé þó ekki hans að ákveða það. álfurÍ greiningu New York Times kemur fram að svo virðist sem að með þessu sé dómarinn að fara bil beggja, þar sem fjölmiðlar hafi viljað fá allt skjalið, en yfirvöld hafi ekki viljað neinn hluta þess opinberaðan. Yfirvöld hafa eina viku til að senda inn tillögu. Dómarinn mun svo fara yfir tillöguna og ákveða hvort að þær fullnægi. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Alls voru tuttugu kassar sem innihéldu meðal annars ljósmyndir, leynileg gögn og bréf, fjarlægð af heimili Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta á mánudaginn. Ekki er ljóst á hverju húsleitarheimild alríkislögreglunnar var byggð en von er á að heimildin verði birt í kvöld. 12. ágúst 2022 20:39 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Húsleitin, sem braut blað í sögu Bandaríkjanna, var byggð á leitarheimild vegna gruns um meint brot á lögum, þar á meðal njósnalögum Bandaríkjanna. Til að fá heimild til húsleitar þurftu fulltrúar FBI að lýsa fyrir dómara á hverju grunurinn væri reistur. Það var gert með eiðsvarinni yfirlýsingu þar sem röksemdum og sönnunargögnum var lýst. Í frétt New York Times segir að ætla megi að yfirlýsingin innihaldi eldfimar upplýsingar. Alla jafna séu slíkar yfirlýsingar ekki gerðar aðgengilegar almenningi. Fjölmiðlar hafa hins vegar höfðað mál til að fá aðgang að yfirlýsingunni, á þeim grundvelli að almenningur í Bandaríkjunum eigi rétt á að vita á hverju grunur FBI sé reistur í máli fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Alríkisdómari í málinu úrskurðaði hins vegar í dag að yfirvöldum, sem streittust á móti beiðni fjölmiðlanna, hafi ekki tekist að sýna fram á að öll yfirlýsingin ættu ekki erindi við almenning. Því þarf FBI að koma með tillögu að útgáfu af skjalinu sem megi fara fyrir augu almennings. Með öðrum orðum, alríkislögreglan þarf að koma með tillögu að því hvaða upplýsingar hún vilji að strikað sé yfir. Segir dómarinn að hann telji mikilvægt að almenningur fái mestar upplýsingar um málið. Því hallist hann að því að gera hluta skjalsins opinbera. Það sé þó annað mál hvort að útstrikað skal geti nýst til þess að upplýsa almenning. Það sé þó ekki hans að ákveða það. álfurÍ greiningu New York Times kemur fram að svo virðist sem að með þessu sé dómarinn að fara bil beggja, þar sem fjölmiðlar hafi viljað fá allt skjalið, en yfirvöld hafi ekki viljað neinn hluta þess opinberaðan. Yfirvöld hafa eina viku til að senda inn tillögu. Dómarinn mun svo fara yfir tillöguna og ákveða hvort að þær fullnægi.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Alls voru tuttugu kassar sem innihéldu meðal annars ljósmyndir, leynileg gögn og bréf, fjarlægð af heimili Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta á mánudaginn. Ekki er ljóst á hverju húsleitarheimild alríkislögreglunnar var byggð en von er á að heimildin verði birt í kvöld. 12. ágúst 2022 20:39 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Alls voru tuttugu kassar sem innihéldu meðal annars ljósmyndir, leynileg gögn og bréf, fjarlægð af heimili Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta á mánudaginn. Ekki er ljóst á hverju húsleitarheimild alríkislögreglunnar var byggð en von er á að heimildin verði birt í kvöld. 12. ágúst 2022 20:39
Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19