Stríðið er tapað Lenya Rún Taha Karim skrifar 19. ágúst 2022 12:00 Stríðið gegn vímuefnum er tapað. Það virðist ekki skipta máli hversu miklum peningum og starfskröftum við verjum í það, einhvern veginn standa vímuefnin alltaf upp sem sigurvegarinn. Ekki einu sinni langstærsta haldlagning á kókaíni í sögunni er talin hafa nein teljandi áhrif á vímuefnamarkaðinn. Sölumenn hafa alla vega ekki miklar áhyggjur: „Það er alltaf nóg til af dópi.“ Það er eflaust góður vilji á bakvið það að ráðast í stórar og umfangsmiklar aðgerðir til að gera vímuefni upptæk. Vímuefni geta verið skaðleg og því auðvelt að sjá hvers vegna reynt er að minnka framboðið á þeim. Sú aðferð að verja takmörkuðum tíma og fjármunum lögreglunnar í slíkar aðgerðir virðist þó ekki skila árangri. Þið þurfið ekki að trúa mér fyrir því, lögreglan efast sjálf um það eins og heyra mátti í fréttum í gær. Ef ein aðferð virkar ekki þá hljótum við að þurfa að skoða aðrar. Það er galið að endurtaka sömu leiðina aftur og aftur en búast alltaf við annarri niðurstöðu. Með því að beina sjónum okkar að annars konar nálgun getur ríkið sparað töluvert fjármagn sem annars færi í þessar aðgerðir og hægt væri að nýta til að stuðla að meiri skaðaminnkun. Aðgerðir sem virka Ef stjórnvöld viðurkenna loksins að hvorki framboðið né eftirspurnin eftir vímuefnum fari minnkandi í bráð, þá verður hægt að grípa til annarra aðgerða. Fyrsta skrefið er afglæpavæðing. Með afglæpavæðingu er byrðunum létt af vímuefnaneytendum - neytendum sem eiga heima í heilbrigðiskerfinu en ekki refsivörslukerfinu. Með afglæpavæðingu og skaðaminnkun að leiðarljósi verður hægt að stuðla að meiri fræðslu og forvörnum, í stað þess að nýta fjármagnið í að grípa til aðgerða sem hafa ekki nokkur áhrif á markaðinn. Leggja áherslu á að hjálpa fólki sem vill hætta neyslunni og koma í veg fyrir að fleiri verði háð til að byrja með. Þetta er nálgun sem hefur sannað gildi sitt víða um heim. Nálgunin sem íslensk stjórnvöld hafa hins vegar beitt er einfaldlega ekki að skila árangri. Óskandi væri að vandinn væri ekki svona djúpstæður og teygði sig ekki þvert á heimsálfur og þjóðfélagshópa en nú er komið gott af afneitun og tími til kominn að grípa til aðgerða. Skaðaminnkandi aðgerða. Það gerir ekki gott fyrir neinn, ekki neytendur, lögregluna né samfélagið, að halda áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á hingað til. Flest öll þekkjum við einhvern sem hefur neytt vímuefna, jafnvel verið háður vímuefnum. Þetta vandamál er ekki eins fjarlægt okkur og við höldum heldur er þetta alls staðar, á öllum stigum samfélagsins. Við getum ekki lokað augunum og vonað að vandamálið hverfi heldur þurfum við að sætta okkur við veruleikann og prófa nýja nálgun. Hverju höfum við að tapa? Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Fíkn Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Stríðið gegn vímuefnum er tapað. Það virðist ekki skipta máli hversu miklum peningum og starfskröftum við verjum í það, einhvern veginn standa vímuefnin alltaf upp sem sigurvegarinn. Ekki einu sinni langstærsta haldlagning á kókaíni í sögunni er talin hafa nein teljandi áhrif á vímuefnamarkaðinn. Sölumenn hafa alla vega ekki miklar áhyggjur: „Það er alltaf nóg til af dópi.“ Það er eflaust góður vilji á bakvið það að ráðast í stórar og umfangsmiklar aðgerðir til að gera vímuefni upptæk. Vímuefni geta verið skaðleg og því auðvelt að sjá hvers vegna reynt er að minnka framboðið á þeim. Sú aðferð að verja takmörkuðum tíma og fjármunum lögreglunnar í slíkar aðgerðir virðist þó ekki skila árangri. Þið þurfið ekki að trúa mér fyrir því, lögreglan efast sjálf um það eins og heyra mátti í fréttum í gær. Ef ein aðferð virkar ekki þá hljótum við að þurfa að skoða aðrar. Það er galið að endurtaka sömu leiðina aftur og aftur en búast alltaf við annarri niðurstöðu. Með því að beina sjónum okkar að annars konar nálgun getur ríkið sparað töluvert fjármagn sem annars færi í þessar aðgerðir og hægt væri að nýta til að stuðla að meiri skaðaminnkun. Aðgerðir sem virka Ef stjórnvöld viðurkenna loksins að hvorki framboðið né eftirspurnin eftir vímuefnum fari minnkandi í bráð, þá verður hægt að grípa til annarra aðgerða. Fyrsta skrefið er afglæpavæðing. Með afglæpavæðingu er byrðunum létt af vímuefnaneytendum - neytendum sem eiga heima í heilbrigðiskerfinu en ekki refsivörslukerfinu. Með afglæpavæðingu og skaðaminnkun að leiðarljósi verður hægt að stuðla að meiri fræðslu og forvörnum, í stað þess að nýta fjármagnið í að grípa til aðgerða sem hafa ekki nokkur áhrif á markaðinn. Leggja áherslu á að hjálpa fólki sem vill hætta neyslunni og koma í veg fyrir að fleiri verði háð til að byrja með. Þetta er nálgun sem hefur sannað gildi sitt víða um heim. Nálgunin sem íslensk stjórnvöld hafa hins vegar beitt er einfaldlega ekki að skila árangri. Óskandi væri að vandinn væri ekki svona djúpstæður og teygði sig ekki þvert á heimsálfur og þjóðfélagshópa en nú er komið gott af afneitun og tími til kominn að grípa til aðgerða. Skaðaminnkandi aðgerða. Það gerir ekki gott fyrir neinn, ekki neytendur, lögregluna né samfélagið, að halda áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á hingað til. Flest öll þekkjum við einhvern sem hefur neytt vímuefna, jafnvel verið háður vímuefnum. Þetta vandamál er ekki eins fjarlægt okkur og við höldum heldur er þetta alls staðar, á öllum stigum samfélagsins. Við getum ekki lokað augunum og vonað að vandamálið hverfi heldur þurfum við að sætta okkur við veruleikann og prófa nýja nálgun. Hverju höfum við að tapa? Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun