Sómalski herinn batt enda á umsátur um hótel í Mogadishu Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. ágúst 2022 08:40 Hópur hermanna á vakt í miðbæ Mogadishu í Sómalíu. AP/Farah Abdi Warsameh Yfirvöld í Sómalíu bundu í gærkvöldi enda á blóðuga árás á hótel í höfuðborginni Mogadishu. Talið er að um tuttugu manns hafi verið drepnir þegar árásarmenn réðust inn í Hayat hótel og héldu gestum þess í gíslingu í meira en þrjátíu klukkustundir. Hópur árásarmanna réðust inn á Hayat-hótelið í Mogadishu í fyrrakvöld vopnaðir byssum og sprengdu sprengjur. Í kjölfarið sendu þeir frá sér tilkynningu þar sem þeir hótuðu að drepa alla gestina. Öryggissveitir sómalska hersins brugðust við árásinni og létu sprengjum rigna á hótelið á meðan árásarmennirnir byrgðu sig inni í hótelinu. Rúmum þrjátíu klukkustundum náði herinn að yfirbuga árásarmennina. Ismael Abdi, hótelstjóri Hayat hótels, sagði við AP að þó umsátri árásarmannanna væri lokið væru öryggissveitir enn að vinna að því að tæma svæðið. En hótelið er illa farið eftir að öryggissveitir hersins létu sprengjum rigna yfir það í umsátrinu. Þekkt hryðjuverkasamtök hafa lýst yfir ábyrgð Lögreglan hefur ekki enn gefið nákvæma útskýringu á því hvernig árásin átti sér stað og hvernig henni vatt fram. Þá er ekki heldur ljóst hvernig árásarmennirnir komust inn í hótelið. Hryðjuverkasamtökin al-Shabab, sem tengjast al-Qaida böndum, hafa hins vegar lýst því yfir að þau beri ábyrgð á árásinni sem er sú nýjasta í röð árása á staði sem embættismenn stjórnvalda hafa heimsótt. Árásin á hótelið er jafnframt fyrsta hryðjuverkaárásin í Mogadishu frá því Hassan Sheikh Mohamud, forseti Sómalíu, tók við stjórn landsins í maí eftir stjórnarkreppu. Eins og sjá má hér er Hayat hótel ansi illa farið eftir árásina.Getty/Abukar Mohamed Muhudin Sómalía Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Hópur árásarmanna réðust inn á Hayat-hótelið í Mogadishu í fyrrakvöld vopnaðir byssum og sprengdu sprengjur. Í kjölfarið sendu þeir frá sér tilkynningu þar sem þeir hótuðu að drepa alla gestina. Öryggissveitir sómalska hersins brugðust við árásinni og létu sprengjum rigna á hótelið á meðan árásarmennirnir byrgðu sig inni í hótelinu. Rúmum þrjátíu klukkustundum náði herinn að yfirbuga árásarmennina. Ismael Abdi, hótelstjóri Hayat hótels, sagði við AP að þó umsátri árásarmannanna væri lokið væru öryggissveitir enn að vinna að því að tæma svæðið. En hótelið er illa farið eftir að öryggissveitir hersins létu sprengjum rigna yfir það í umsátrinu. Þekkt hryðjuverkasamtök hafa lýst yfir ábyrgð Lögreglan hefur ekki enn gefið nákvæma útskýringu á því hvernig árásin átti sér stað og hvernig henni vatt fram. Þá er ekki heldur ljóst hvernig árásarmennirnir komust inn í hótelið. Hryðjuverkasamtökin al-Shabab, sem tengjast al-Qaida böndum, hafa hins vegar lýst því yfir að þau beri ábyrgð á árásinni sem er sú nýjasta í röð árása á staði sem embættismenn stjórnvalda hafa heimsótt. Árásin á hótelið er jafnframt fyrsta hryðjuverkaárásin í Mogadishu frá því Hassan Sheikh Mohamud, forseti Sómalíu, tók við stjórn landsins í maí eftir stjórnarkreppu. Eins og sjá má hér er Hayat hótel ansi illa farið eftir árásina.Getty/Abukar Mohamed Muhudin
Sómalía Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira