Stóð í tæpar tíu sekúndur eins og stytta áður en hann tók vítið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. ágúst 2022 23:31 Esmiraldo Sá Silva hreyfði hvorki legg né lið í heillangan tíma áður en hann tók vítið. Twitter/@ligaportugal Esmiraldo Sá Silva, leikmaður Feirense í portúgöslku B-deildinni, tók afar áhugaverða vítaspyrnu þegar hann jafnaði metin fyrir liðið í 1-1 jafntefli gegn Leixoes í kvöld. Hann stóð þá heillengi eins og stytta yfir boltanum áður en hann lét vaða. Esmiraldo Sá Silva er nafn sem líklega fáir knattspyrnuáhugamenn á Íslandi þekkja til. Hann hefur þó vakið athygli víða fyrir áhugavert aðhlaup sitt, ef aðhlaup má kalla, þegar hann tekur vítaspyrnur. Heimamenn í Feirense lentu undir um miðjan fyrri hálfleik og staðan var 0-1 í hálfleik. Gestirnir þurftu svo að leika manni færri stóran hluta af síðari hálfleiknum eftir að markaskorari Leixoes hafði látið reka sig af velli með sitt annað gula spjald. Heimamenn fengu svo umrædda vítaspyrnu á 65. mínútu og þá mætti Sá Silva á punktinn. Hann stillti sér upp við boltann og í stað þess að taka nokkur skref til baka eins og flestar vítaskyttur stóð hann grafkyrr. Dómari leiksins gaf svo merki um að hann mætti taka spyrnuna og þá lyfti Sá Silva skotfætinum. Hann lét þó ekki vaða strax, heldur stóð eins og stytta í tæpar tíu sekúndur áður en hann skoraði svo úr spyrnunni. Þessa áhugaverðu tækni má sjá hér fyrir neðan. 𝗝𝗮𝗿𝗱𝗲𝗹 𝚂𝚚𝚞𝚒𝚍 𝙶𝚊𝚖𝚎 🦑 Level: 𝗣𝗿𝗼#LigaPortugal #LigaPortugalSABSEG #NãoPára #CriaTalento #createstalent #futebolcomtalento #marcaomundo #MeuClubeMinhaCidade #CDFLSC pic.twitter.com/wrst0Ll9xe— Liga Portugal (@ligaportugal) August 21, 2022 Þess má þó geta að Sá Silva fékk tækifæri til að tryggja liði sínu sigurinn af vítapunktinum á sjöttu mínútu uppbótartíma, en lét Quentin Beunardeau, markvörð Leixoes, þá verja frá sér. Fótbolti Portúgalski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Union - Newcastle | Skjórarnir í Belgíu Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Sjá meira
Esmiraldo Sá Silva er nafn sem líklega fáir knattspyrnuáhugamenn á Íslandi þekkja til. Hann hefur þó vakið athygli víða fyrir áhugavert aðhlaup sitt, ef aðhlaup má kalla, þegar hann tekur vítaspyrnur. Heimamenn í Feirense lentu undir um miðjan fyrri hálfleik og staðan var 0-1 í hálfleik. Gestirnir þurftu svo að leika manni færri stóran hluta af síðari hálfleiknum eftir að markaskorari Leixoes hafði látið reka sig af velli með sitt annað gula spjald. Heimamenn fengu svo umrædda vítaspyrnu á 65. mínútu og þá mætti Sá Silva á punktinn. Hann stillti sér upp við boltann og í stað þess að taka nokkur skref til baka eins og flestar vítaskyttur stóð hann grafkyrr. Dómari leiksins gaf svo merki um að hann mætti taka spyrnuna og þá lyfti Sá Silva skotfætinum. Hann lét þó ekki vaða strax, heldur stóð eins og stytta í tæpar tíu sekúndur áður en hann skoraði svo úr spyrnunni. Þessa áhugaverðu tækni má sjá hér fyrir neðan. 𝗝𝗮𝗿𝗱𝗲𝗹 𝚂𝚚𝚞𝚒𝚍 𝙶𝚊𝚖𝚎 🦑 Level: 𝗣𝗿𝗼#LigaPortugal #LigaPortugalSABSEG #NãoPára #CriaTalento #createstalent #futebolcomtalento #marcaomundo #MeuClubeMinhaCidade #CDFLSC pic.twitter.com/wrst0Ll9xe— Liga Portugal (@ligaportugal) August 21, 2022 Þess má þó geta að Sá Silva fékk tækifæri til að tryggja liði sínu sigurinn af vítapunktinum á sjöttu mínútu uppbótartíma, en lét Quentin Beunardeau, markvörð Leixoes, þá verja frá sér.
Fótbolti Portúgalski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Union - Newcastle | Skjórarnir í Belgíu Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Sjá meira