Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. 4-3 KR | Markaveisla í Breiðholti Jón Már Ferro skrifar 22. ágúst 2022 20:00 Leiknir R. tekur á móti KR. Vísir/Hulda Margrét Botnlið Bestu-deildarinnar, Leiknir, vann eins marks sigur á KR í sjö marka leik í Breiðholti, 4-3. Leiknir lyftir sér úr botnsæti deildarinnar með sigrinum á meðan tapið heggur skrað í Evrópudrauma KR-inga. Fyrsta mark leiksins skoraði Daði Bærings. Leiknir fékk aukaspyrnu á eigin vallarhelming vinstra megin, sendu langa sendingu fram á Zean Peetz sem tók vel á móti boltanum með Kennie Chopart í bakinu, Zean snéri vel á hann. Fór svo framhjá Halli Hanson á leið sinni inn á teiginn við endamörkin vinstra megin. Hallur náði að komast aftur í boltann, hreinsar út fyrir teiginn þar sem Daði Bærings tók á móti boltanum, tók skot sem er alls ekki fast, en Beitir Ólafsson, markmaður KR, virðist hafa séð boltann seint og stóð stjarfur og horfði á eftir boltanum fara yfir línuna. Eftir mikinn sóknarþunga KR-inga varð Bjarki Aðalsteinsson fyrir því óláni að skora sjálfsmark. KR-ingar tóku hornspyrnu frá vinstri. Leiknismenn hreinsuðu út fyrir teiginn þar sem Theodór Elmar kom boltanum aftur inn á teigin þar sem Atli Sigurjóns setti boltann fyrir markið. Eftir darraðardans innan teigs heimamanna þá fór boltinn af Bjarka Aðalsteinssyni eftir að Viktor Freyr hafði slegið boltanum í fyrirliðann. Allt útlit var fyrir að liðin myndu ganga til búningsherbergja með jafna stöðu þegar stóri bróðir Bjarka, Arnór Aðalsteinsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Leiknir sendi langan bolta fram á bak við Aron Kristófer, vinstri bakvörð KR, þar sem Mikkel Dahl náði boltanum áður en hann fór aftur fyrir endamörk. Mikkel kom boltanum fyrir markið þar sem Zean Peetz mætti og setti boltann í stöngina og þaðan fór boltinn í Arnór Svein sem náði ekki að hreinsa áður en boltinn fór yfir marklínuna. Ekki á hverjum degi sem bræður skora sjálfsmark í sama leik. Heimamenn fengu víti þegar Kristinn Jónsson braut klaufalega á Zean Peetz. Emil Berger setti boltann alveg út við stöng fram hjá Beiti í KR markinu. Það var svo komið að gestunum að fá vítaspyrnu. Nú var það Kristinn Jónsson sem var sparkaður niður. Kjartan Henry sem hafði áður komið inn á sem varamaður skoraði af miklu öryggi. Skaut boltanum fast niður í hornið. Óverjandi fyrir Viktor. Kristinn Jónsson var heldur betur tilbúinn til að bæta upp fyrir vítið sem hann gaf. Eftir að hafa sótt vítaspyrnu KR þá skoraði hann mark nokkrum mínútum seinna úr mjög þröngri stöðu. Týpískt Kristins Jónssonar mark. Læddi boltanum fram hjá Viktori. Áfall KR-inga kom svo í lokin þegar Zean Peetz Dalügge skoraði. Hann þrumaði boltanum yfir Beiti í markinu eftir að Leiknir hafði komið boltanum á bak við vörn KR sem var ofarlega og mjög berskjölduð. Aðdragandinn var þannig að KR-ingar reyndu að byggja upp sókn en misstu boltann klaufalega vinstra megin á vellinum. Afhverju vann Leiknir? Leiknir nýtti skyndisóknir sínar vel og særðu KR-inga þegar þeir misstu boltann á slæmum stöðum á vellinum. Heimamenn sýndu mikinn dugnað varnarlega og vörðust aftarlega á vellinum á meðan KR-ingar reyndu og reyndu nánast allan leikinn að brjóta sterkan varnarleik þeirra. Hverjir stóðu upp úr? Viktor Freyr Sigurðsson, markmaður Leiknis, varði frábærlega oft á tíðum og var vel vakandi í markinu. Það var hins vegar ekki bara honum að þakka að Leiknir vann leikinn vegna þess að varnarmenn Breiðhyltinga vörðust mjög aftarlega og þurftu að hafa sig alla við til að vinna leikinn. Hvað gekk illa? KR-ingum gekk illa að nýta sér yfirburði sína í fyrri hálfleik. Eftir að Leiknir hafði skorað á 11. mínútu þá lágu KR-ingar heldur betur á þeim og með meiri nákvæmni í og við vítateig Leiknis hefðu þeir hæglega getað komist yfir. Hvað gerist næst? Leiknir fer í Kópavoginn og mæti Breiðablik sunnudaginn 28. ágúst. KR fær FH-inga í heimsókn einnig 28. ágúst „Helvíti gott hjarta í þessu“ Sigurður Höskuldsson, þjálfari LeiknisVísir/Hulda Margrét Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis var að vonum glaður eftir heimasigur á KR. „Þetta var kærkomið og frábær liðs frammistaða. Helvíti gott hjarta í þessu.“ „Jú það gerði það en frábær karakter í liðinu að koma til baka og sækja þrjú stig því við vorum búnir að liggja svolítið niðri eftir að við vorum komnir í 3-1, fyrra markið mjög klaufalegt og svo þetta víti sem ég veit ekki hvort að var. Það hefði verið hrikalegt högg og lið sem er búið að vera í smá basli að koma til baka og skora sigurmarkið, það var bara með ólíkindum.“ „Hann spilaðist bara svona nákvæmlega eins og við héldum að hann myndi spilast og vildum að hann myndi spilast að mörg leyti. Við hefðum viljað halda aðeins betur í boltann í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik, þeir gefa örugglega yfir 100 fyrirgjafir í þessum leik og við vildum þrýsta þeim þangað út og gáfum þeim ákveðin svæði og þeir voru kannski full nálægt því í fyrri hálfleik að senda hann fyrir en svo náðum við að þrýsta þeim aðeins aftar í fyrirgjafirnar í seinni hálfleik og það gekk bara frábærlega upp. Þeir voru mikið meira með boltann, en þeir voru ekki mikið að spila í gegnum okkur, bara endalaust af fyrirgjöfum. Ég er náttúrulega með þrjá frábæra menn þarna fyrir framan Viktor sem að tókust frábærlega á við það. Brynjar Hlöðvers fékk þær upplýsingar fyrir tveimur vikum að það væri ekki séns að hann myndi spila meira með á tímabilinu, hann er mættur í vörnina hérna í dag og spilaði frábærlega,“ sagði Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis. „Ekki það sem við komum hingað til þess að gera“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var að vonum svekktur eftir tap í Breiðholtinu í kvöld. „Ekki það sem við komum hingað til þess að gera. Enda sást það á okkar leik við spiluðum fínan fótbolta, héldum boltanum vel, sköpuðum aragrúa af færum en þegar þú færð á þig fjögur mörk í fótboltaleik þá er erfitt að vinna. Það varð okkur af falli hér í dag. Við gefum þeim mörk á silfurfati og þeir skora kannski eitt fínt mark, hitt er klúður hjá okkur og skyndisóknir hjá þeim og þeir klára það vel, við erum sjálfum okkur verstir hér í dag.“ Rúnari fannst KR-ingar hafa getað gert betur á þeim augnablikum sem mörk Leiknismanna komu. „Fyrir utan fyrsta markið sem var seinni bolti fyrir utan teig og langskot að þá er bara langur bolti í gegn og einn á móti einum og Pontus var kannski aðeins seinni til en Dahl, sem setti hann þá fyrir og Beitir ver í varnarmann og inn. Svo er skyndisókn aftur í síðari hálfleik, auðvitað þurfum við bara að koma betur í veg fyrir það. Við verðum að passa hvar við töpum boltanum þegar við töpum honum til að bjóða ekki upp á þessar skyndisóknir.“ „Við þurfum að vita hvað við viljum, strákarnir mínir þurfa að vita hvert við viljum stefna. Við viljum taka þátt í efri hlutanum ekki neðri hlutanum. Við þurfum að sýna meiri metnað í því að vinna fótboltaleiki, auðvitað veit ég að strákarnir hafa metnað og við viljum allir ná árangri en þegar við nýtum færin okkar ekki betur en í dag. Við fengum þrjú dauðafæri, skallafæri inni í teig, við eigum aragrúa af hættulegum fyrirgjöfum og skotfærum sem að þeir bjarga á línu og við skjótum yfir úr hættulegum stöðum. Þú verður að nýta þetta betur og sérstaklega í fyrri hálfleik þegar við náðum að jafna leikinn, lendum aftur undir. Svo er sagan svipuð í seinni hálfleik, við náðum að komast til baka 3-3 og svo skora þeir fjórða markið upp úr skyndisókn. Við erum bara að særa okkur sjálfa að mestu leyti.“ „Við vorum búnir að halda hreinu þrjá leiki í röð, svo mættum við Víking í bikarnum og Leikni hérna á Leiknisvelli núna og erum búnir að fá á okkur 9 mörk í tveimur leikjum. Jafnvægið er bara ekki í lagi og það er eitthvað sem ég þarf að taka á mig og ég þarf að laga og í samvinnu við strákana og liðið. Við þurfum að halda áfram að reyna,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Leiknir Reykjavík
Botnlið Bestu-deildarinnar, Leiknir, vann eins marks sigur á KR í sjö marka leik í Breiðholti, 4-3. Leiknir lyftir sér úr botnsæti deildarinnar með sigrinum á meðan tapið heggur skrað í Evrópudrauma KR-inga. Fyrsta mark leiksins skoraði Daði Bærings. Leiknir fékk aukaspyrnu á eigin vallarhelming vinstra megin, sendu langa sendingu fram á Zean Peetz sem tók vel á móti boltanum með Kennie Chopart í bakinu, Zean snéri vel á hann. Fór svo framhjá Halli Hanson á leið sinni inn á teiginn við endamörkin vinstra megin. Hallur náði að komast aftur í boltann, hreinsar út fyrir teiginn þar sem Daði Bærings tók á móti boltanum, tók skot sem er alls ekki fast, en Beitir Ólafsson, markmaður KR, virðist hafa séð boltann seint og stóð stjarfur og horfði á eftir boltanum fara yfir línuna. Eftir mikinn sóknarþunga KR-inga varð Bjarki Aðalsteinsson fyrir því óláni að skora sjálfsmark. KR-ingar tóku hornspyrnu frá vinstri. Leiknismenn hreinsuðu út fyrir teiginn þar sem Theodór Elmar kom boltanum aftur inn á teigin þar sem Atli Sigurjóns setti boltann fyrir markið. Eftir darraðardans innan teigs heimamanna þá fór boltinn af Bjarka Aðalsteinssyni eftir að Viktor Freyr hafði slegið boltanum í fyrirliðann. Allt útlit var fyrir að liðin myndu ganga til búningsherbergja með jafna stöðu þegar stóri bróðir Bjarka, Arnór Aðalsteinsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Leiknir sendi langan bolta fram á bak við Aron Kristófer, vinstri bakvörð KR, þar sem Mikkel Dahl náði boltanum áður en hann fór aftur fyrir endamörk. Mikkel kom boltanum fyrir markið þar sem Zean Peetz mætti og setti boltann í stöngina og þaðan fór boltinn í Arnór Svein sem náði ekki að hreinsa áður en boltinn fór yfir marklínuna. Ekki á hverjum degi sem bræður skora sjálfsmark í sama leik. Heimamenn fengu víti þegar Kristinn Jónsson braut klaufalega á Zean Peetz. Emil Berger setti boltann alveg út við stöng fram hjá Beiti í KR markinu. Það var svo komið að gestunum að fá vítaspyrnu. Nú var það Kristinn Jónsson sem var sparkaður niður. Kjartan Henry sem hafði áður komið inn á sem varamaður skoraði af miklu öryggi. Skaut boltanum fast niður í hornið. Óverjandi fyrir Viktor. Kristinn Jónsson var heldur betur tilbúinn til að bæta upp fyrir vítið sem hann gaf. Eftir að hafa sótt vítaspyrnu KR þá skoraði hann mark nokkrum mínútum seinna úr mjög þröngri stöðu. Týpískt Kristins Jónssonar mark. Læddi boltanum fram hjá Viktori. Áfall KR-inga kom svo í lokin þegar Zean Peetz Dalügge skoraði. Hann þrumaði boltanum yfir Beiti í markinu eftir að Leiknir hafði komið boltanum á bak við vörn KR sem var ofarlega og mjög berskjölduð. Aðdragandinn var þannig að KR-ingar reyndu að byggja upp sókn en misstu boltann klaufalega vinstra megin á vellinum. Afhverju vann Leiknir? Leiknir nýtti skyndisóknir sínar vel og særðu KR-inga þegar þeir misstu boltann á slæmum stöðum á vellinum. Heimamenn sýndu mikinn dugnað varnarlega og vörðust aftarlega á vellinum á meðan KR-ingar reyndu og reyndu nánast allan leikinn að brjóta sterkan varnarleik þeirra. Hverjir stóðu upp úr? Viktor Freyr Sigurðsson, markmaður Leiknis, varði frábærlega oft á tíðum og var vel vakandi í markinu. Það var hins vegar ekki bara honum að þakka að Leiknir vann leikinn vegna þess að varnarmenn Breiðhyltinga vörðust mjög aftarlega og þurftu að hafa sig alla við til að vinna leikinn. Hvað gekk illa? KR-ingum gekk illa að nýta sér yfirburði sína í fyrri hálfleik. Eftir að Leiknir hafði skorað á 11. mínútu þá lágu KR-ingar heldur betur á þeim og með meiri nákvæmni í og við vítateig Leiknis hefðu þeir hæglega getað komist yfir. Hvað gerist næst? Leiknir fer í Kópavoginn og mæti Breiðablik sunnudaginn 28. ágúst. KR fær FH-inga í heimsókn einnig 28. ágúst „Helvíti gott hjarta í þessu“ Sigurður Höskuldsson, þjálfari LeiknisVísir/Hulda Margrét Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis var að vonum glaður eftir heimasigur á KR. „Þetta var kærkomið og frábær liðs frammistaða. Helvíti gott hjarta í þessu.“ „Jú það gerði það en frábær karakter í liðinu að koma til baka og sækja þrjú stig því við vorum búnir að liggja svolítið niðri eftir að við vorum komnir í 3-1, fyrra markið mjög klaufalegt og svo þetta víti sem ég veit ekki hvort að var. Það hefði verið hrikalegt högg og lið sem er búið að vera í smá basli að koma til baka og skora sigurmarkið, það var bara með ólíkindum.“ „Hann spilaðist bara svona nákvæmlega eins og við héldum að hann myndi spilast og vildum að hann myndi spilast að mörg leyti. Við hefðum viljað halda aðeins betur í boltann í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik, þeir gefa örugglega yfir 100 fyrirgjafir í þessum leik og við vildum þrýsta þeim þangað út og gáfum þeim ákveðin svæði og þeir voru kannski full nálægt því í fyrri hálfleik að senda hann fyrir en svo náðum við að þrýsta þeim aðeins aftar í fyrirgjafirnar í seinni hálfleik og það gekk bara frábærlega upp. Þeir voru mikið meira með boltann, en þeir voru ekki mikið að spila í gegnum okkur, bara endalaust af fyrirgjöfum. Ég er náttúrulega með þrjá frábæra menn þarna fyrir framan Viktor sem að tókust frábærlega á við það. Brynjar Hlöðvers fékk þær upplýsingar fyrir tveimur vikum að það væri ekki séns að hann myndi spila meira með á tímabilinu, hann er mættur í vörnina hérna í dag og spilaði frábærlega,“ sagði Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis. „Ekki það sem við komum hingað til þess að gera“ Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var að vonum svekktur eftir tap í Breiðholtinu í kvöld. „Ekki það sem við komum hingað til þess að gera. Enda sást það á okkar leik við spiluðum fínan fótbolta, héldum boltanum vel, sköpuðum aragrúa af færum en þegar þú færð á þig fjögur mörk í fótboltaleik þá er erfitt að vinna. Það varð okkur af falli hér í dag. Við gefum þeim mörk á silfurfati og þeir skora kannski eitt fínt mark, hitt er klúður hjá okkur og skyndisóknir hjá þeim og þeir klára það vel, við erum sjálfum okkur verstir hér í dag.“ Rúnari fannst KR-ingar hafa getað gert betur á þeim augnablikum sem mörk Leiknismanna komu. „Fyrir utan fyrsta markið sem var seinni bolti fyrir utan teig og langskot að þá er bara langur bolti í gegn og einn á móti einum og Pontus var kannski aðeins seinni til en Dahl, sem setti hann þá fyrir og Beitir ver í varnarmann og inn. Svo er skyndisókn aftur í síðari hálfleik, auðvitað þurfum við bara að koma betur í veg fyrir það. Við verðum að passa hvar við töpum boltanum þegar við töpum honum til að bjóða ekki upp á þessar skyndisóknir.“ „Við þurfum að vita hvað við viljum, strákarnir mínir þurfa að vita hvert við viljum stefna. Við viljum taka þátt í efri hlutanum ekki neðri hlutanum. Við þurfum að sýna meiri metnað í því að vinna fótboltaleiki, auðvitað veit ég að strákarnir hafa metnað og við viljum allir ná árangri en þegar við nýtum færin okkar ekki betur en í dag. Við fengum þrjú dauðafæri, skallafæri inni í teig, við eigum aragrúa af hættulegum fyrirgjöfum og skotfærum sem að þeir bjarga á línu og við skjótum yfir úr hættulegum stöðum. Þú verður að nýta þetta betur og sérstaklega í fyrri hálfleik þegar við náðum að jafna leikinn, lendum aftur undir. Svo er sagan svipuð í seinni hálfleik, við náðum að komast til baka 3-3 og svo skora þeir fjórða markið upp úr skyndisókn. Við erum bara að særa okkur sjálfa að mestu leyti.“ „Við vorum búnir að halda hreinu þrjá leiki í röð, svo mættum við Víking í bikarnum og Leikni hérna á Leiknisvelli núna og erum búnir að fá á okkur 9 mörk í tveimur leikjum. Jafnvægið er bara ekki í lagi og það er eitthvað sem ég þarf að taka á mig og ég þarf að laga og í samvinnu við strákana og liðið. Við þurfum að halda áfram að reyna,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti