Ekki gaman að sjá glæný för á heimleiðinni eftir þrotlausa vinnu við lagfæringar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2022 15:00 Unnið var í tíu tíma samfellt. Austurlandsdeild F4x4 Vösk sveit Austurlandsdeildar Ferðaklúbbsins 4x4 hélt á fjöll í gær til að reyna eyða ummerkjum um grófan utanvegaakstur á Kverkfjallaleið, norðan Vatnajökuls. Verkið gekk vel að sögn formanns deildarinnar, en þó var leiðangursmönnum ekki skemmt þegar ný för eftir utanvegaakstur voru sjáanleg á heimleiðinni. Þrír ítalskir ferðamenn gengust við utanvegaakstri á Kverkfjallaleið í síðustu viku, sem reynslubolti í hálendisferðum sagði hafa valdið verstu ummerkjum sem hann hefur séð. Á föstudaginn hófst vinna við að kanna hvernig mætti lagfæra þær skemmdir sem urðu við utanvegaaksturinn. Að sögn Jóns Garðar Helgason, sem gerði ferðina upp í pistli á Facebook í gær, var ákveðið að Austurlandsdeild F4x4, sem Jón er í forsvari fyrir, myndi senda sveit til að laga skemmdirnar sem urðu utan Vatnajökulsþjóðgarðs. Vopnaðir nesti, hrífum og skóflum Klukkan átta í gærmorgun lögðu því átta félagsmenn af stað frá Egilsstöðum á fjórum fjallajeppum, vopnaðir nesti, hrífum, skóflum og öðrum búnaði sem gagnast til þess vinna á ummerkjunum um utanvegaaksturinn. Ummerkin voru á svokallaðri Kverkfjallaleið. Austurlandsdeild F4x4 var að störfum á svæðinu frá Kreppubrú og Möðrudal.Vísir Lagt var upp með að lagfæra skemmdirnar eftir ítölsku ferðamennina. Þegar á hólminn á kominn var hins vegar svo mikið af ummerkjum eftir utanvegaakstur að Jón Garðar og félagar þurftu að velja og hafna. „Það er erfitt að greina á milli hver á hvað. Við enduðum á að laga það sem okkur algjörlega misbauð, það sem var mjög ljótt,“ segir Jón Garðar í samtali við Vísi. Ummerkin eru mikil og greinileg.Austurlandsdeild F4x4 Austurlandsdeildin sá um að lagfæra dýpstu förin á svæði sem nær frá Kreppubrú áleiðis að Möðrudal. „Við löguðum þar sem hafði verið spólað í hringi og mjög langt út fyrir veg. Þetta var ekkert fullnaðarstarf. Við getum ekki klárað þetta svæði svoleiðis. En við bættum ástandið held ég,“ segir Jón Garðar. Ýmsum verkfærum var beitt við vinnuna.Austurlandsdeild F4x4 Á meðfylgjandi myndum má sjá að förin voru á köflum ansi gróf og djúp á köflum. „Akkúrat á þessum stað er þessi jörð bara sandur. Sandur og möl. Það verða svolítið djúp för þannig það er ekki beint erfitt að laga þetta með hrífu. Þetta er bara svo mikið, það er stóra vandamálið,“ segir Jón Garðar. Málin rædd á milli verka.Austurlandsdeild F4x4 „Við reynum að róta ofan í það sem er djúpt og róta þannig til að það sjáist ekki línur eftir förin, þannig að þetta falli meira ofan í landslagið. Maður þarf að gera þetta þannig að þetta verði ekki áberandi,“ segir Jón Garðar um það hvernig aðferðum var beitt til að lagfæra skemmdirnar. Ekki til að gleðja að sjá glæný för á heimleiðinni Allt í allt tók ferðin um tíu tíma og voru meðlimir félagsins á fullu allan tímann. Síðdegis, eftir að búið var að lagfæra stóran sundurspólaðan fláka, var ákveðið að halda stað. Segir Jón Garðar að félagsmenn hafi verið nokkuð stoltir af afrakstri dagsins. Það setti þó smá skugga á daginn að á heimleið tóku Jón Garðar og félagar eftir nýjum hring sem hafði verið spólaður utanvegar, sem var ekki til staðar þegar haldið var af stað um morguninn. Ummerki eftir hringspól.Austurlandsdeild F4x4 „Já, það var ekki til að gleðja. Það var framar, nær Möðrudal. Við tilkynntum það til lögreglunnar en það er erfitt fyrir þá að hjóla í þetta.“ Lögreglan hafði þó hendur í hári ítölsku ferðamennina sem áttu sök á utanvegaakstrinum sem var upprunaleg ástæða þess að Ferðafélagið 4x4 fór af stað á sunnudaginn. Greinileg ummerki um utanvegaakstur reyndust á hjólbörðum bíls eins þeirra. Gengust þeir við brotum sínum. Þurfa þeir að greiða háar sektir vegna málsins. Umhverfismál Ferðaþjónusta Félagasamtök Múlaþing Utanvegaakstur Tengdar fréttir Ítalskir ferðamenn gengust við utanvegaakstrinum Þrír ítalskir ferðamenn hafa gengist við utanvegaakstri sem reyndur maður hefur sagt hafa valdið verstu ummerkjum sem hann hefur séð. 18. ágúst 2022 07:46 Með því versta sem reynslubolti á hálendinu hefur séð Töluverð ummerki eru eftir utanvegaakstur á Kverkfjallaleið norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem man tímana tvenna segir ummerkin með þeim verstu sem hann hafi séð. 17. ágúst 2022 15:33 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Sjá meira
Þrír ítalskir ferðamenn gengust við utanvegaakstri á Kverkfjallaleið í síðustu viku, sem reynslubolti í hálendisferðum sagði hafa valdið verstu ummerkjum sem hann hefur séð. Á föstudaginn hófst vinna við að kanna hvernig mætti lagfæra þær skemmdir sem urðu við utanvegaaksturinn. Að sögn Jóns Garðar Helgason, sem gerði ferðina upp í pistli á Facebook í gær, var ákveðið að Austurlandsdeild F4x4, sem Jón er í forsvari fyrir, myndi senda sveit til að laga skemmdirnar sem urðu utan Vatnajökulsþjóðgarðs. Vopnaðir nesti, hrífum og skóflum Klukkan átta í gærmorgun lögðu því átta félagsmenn af stað frá Egilsstöðum á fjórum fjallajeppum, vopnaðir nesti, hrífum, skóflum og öðrum búnaði sem gagnast til þess vinna á ummerkjunum um utanvegaaksturinn. Ummerkin voru á svokallaðri Kverkfjallaleið. Austurlandsdeild F4x4 var að störfum á svæðinu frá Kreppubrú og Möðrudal.Vísir Lagt var upp með að lagfæra skemmdirnar eftir ítölsku ferðamennina. Þegar á hólminn á kominn var hins vegar svo mikið af ummerkjum eftir utanvegaakstur að Jón Garðar og félagar þurftu að velja og hafna. „Það er erfitt að greina á milli hver á hvað. Við enduðum á að laga það sem okkur algjörlega misbauð, það sem var mjög ljótt,“ segir Jón Garðar í samtali við Vísi. Ummerkin eru mikil og greinileg.Austurlandsdeild F4x4 Austurlandsdeildin sá um að lagfæra dýpstu förin á svæði sem nær frá Kreppubrú áleiðis að Möðrudal. „Við löguðum þar sem hafði verið spólað í hringi og mjög langt út fyrir veg. Þetta var ekkert fullnaðarstarf. Við getum ekki klárað þetta svæði svoleiðis. En við bættum ástandið held ég,“ segir Jón Garðar. Ýmsum verkfærum var beitt við vinnuna.Austurlandsdeild F4x4 Á meðfylgjandi myndum má sjá að förin voru á köflum ansi gróf og djúp á köflum. „Akkúrat á þessum stað er þessi jörð bara sandur. Sandur og möl. Það verða svolítið djúp för þannig það er ekki beint erfitt að laga þetta með hrífu. Þetta er bara svo mikið, það er stóra vandamálið,“ segir Jón Garðar. Málin rædd á milli verka.Austurlandsdeild F4x4 „Við reynum að róta ofan í það sem er djúpt og róta þannig til að það sjáist ekki línur eftir förin, þannig að þetta falli meira ofan í landslagið. Maður þarf að gera þetta þannig að þetta verði ekki áberandi,“ segir Jón Garðar um það hvernig aðferðum var beitt til að lagfæra skemmdirnar. Ekki til að gleðja að sjá glæný för á heimleiðinni Allt í allt tók ferðin um tíu tíma og voru meðlimir félagsins á fullu allan tímann. Síðdegis, eftir að búið var að lagfæra stóran sundurspólaðan fláka, var ákveðið að halda stað. Segir Jón Garðar að félagsmenn hafi verið nokkuð stoltir af afrakstri dagsins. Það setti þó smá skugga á daginn að á heimleið tóku Jón Garðar og félagar eftir nýjum hring sem hafði verið spólaður utanvegar, sem var ekki til staðar þegar haldið var af stað um morguninn. Ummerki eftir hringspól.Austurlandsdeild F4x4 „Já, það var ekki til að gleðja. Það var framar, nær Möðrudal. Við tilkynntum það til lögreglunnar en það er erfitt fyrir þá að hjóla í þetta.“ Lögreglan hafði þó hendur í hári ítölsku ferðamennina sem áttu sök á utanvegaakstrinum sem var upprunaleg ástæða þess að Ferðafélagið 4x4 fór af stað á sunnudaginn. Greinileg ummerki um utanvegaakstur reyndust á hjólbörðum bíls eins þeirra. Gengust þeir við brotum sínum. Þurfa þeir að greiða háar sektir vegna málsins.
Umhverfismál Ferðaþjónusta Félagasamtök Múlaþing Utanvegaakstur Tengdar fréttir Ítalskir ferðamenn gengust við utanvegaakstrinum Þrír ítalskir ferðamenn hafa gengist við utanvegaakstri sem reyndur maður hefur sagt hafa valdið verstu ummerkjum sem hann hefur séð. 18. ágúst 2022 07:46 Með því versta sem reynslubolti á hálendinu hefur séð Töluverð ummerki eru eftir utanvegaakstur á Kverkfjallaleið norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem man tímana tvenna segir ummerkin með þeim verstu sem hann hafi séð. 17. ágúst 2022 15:33 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Sjá meira
Ítalskir ferðamenn gengust við utanvegaakstrinum Þrír ítalskir ferðamenn hafa gengist við utanvegaakstri sem reyndur maður hefur sagt hafa valdið verstu ummerkjum sem hann hefur séð. 18. ágúst 2022 07:46
Með því versta sem reynslubolti á hálendinu hefur séð Töluverð ummerki eru eftir utanvegaakstur á Kverkfjallaleið norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem man tímana tvenna segir ummerkin með þeim verstu sem hann hafi séð. 17. ágúst 2022 15:33