Fótbolti

Aron Elís hafði betur í Íslendingaslagnum í dönsku úrvalsdeildinni

Atli Arason skrifar
Aron Elís Þrándarson, leikmaður Odense.
Aron Elís Þrándarson, leikmaður Odense. Getty Images

Odense vann dramatískan 1-0 sigur á Horsens í 6. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Aron Elís Þrándarson leikur með Odense og var hann í byrjunarliði liðsins í kvöld gegn Aroni Sigurðarsyni, sem lék 82 mínútur í liði Horsens.

Hvorugum tókst þó að setja mark sitt á leikinn en Aron Sigurðarson var ný farinn af leikvellinum þegar Bashkim Kadrii skoraði sigurmark Odense eftir undirbúning Agon Mucolli á 84. mínútu.

Leikmenn Odense kláruðu leikinn einum leikmanni færri eftir að Aske Adelgaard fékk sitt annað gula spjald á 93. mínútu.

Með sigrinum lyftir Odense sér upp úr botnsæti deildarinnar og er nú með 4 stig í 11. sæti. Horsens er á sama tíma í 7. sæti með 8 stig en öll lið deildarinnar hafa nú spilað sex leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×