Innlent

Hækkun tímagjalds vegna NPA saminga samþykkt í Hafnarfirði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hafnarfjörður var síðasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu til að samþykkja taxtann.
Hafnarfjörður var síðasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu til að samþykkja taxtann.

Meirihlutinn í Hafnarfirði klofnaði þegar atkvæðagreiðsla fór fram um hækkun tímagjalds fyrir NPA samninga fyrir fatlað fólk. Fulltrúar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar studdu tillöguna en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem skipar meirihluta með Framsókn, sat hjá.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu

NPA stendur fyrir Notendastýrð persónuleg aðstoð og um var að ræða atkvæðagreiðslu í fjölskylduráði Hafnarfjarðar.

Samþykktin þýðir að tímagjald samninga í Hafnarfirði mun taka mið af kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar og Eflingar fyrir aðstoðarfólk NPA notenda. Öll önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar tekið upp taxtann.

Samkvæmt Fréttablaðinu er heildarfjöldi samninga í Hafnarfirði 19 og áætlað er að kostnaðarauki vegna þessa muni nema 45 milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×