Vetraráætlunin á pari við þá sem var fyrir faraldur Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2022 10:16 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Vetraráætlun Icelandair er nokkurn veginn á pari af því framboði sem var veturinn 2019 til 2020, fyrir heimsfaraldur. Mest er tíðni flugferða félagsins til Kaupmannahafnar, London, New York og Boston. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu, en þar segir að framboðið í vetur verði um 95 til 104 prósent af framboðinu veturinn 2019-20. Einnig segir að mikil eftirspurn sé á meðal Íslendinga til sólar- og skíðaáfangastaða eins og Tenerife, Alicante, Munchen og Salzburg. „Í vetur verður að meðaltali flogið sautján sinnum í viku til New York, yfir tuttugu sinnum til London, ellefu sinnum til Boston og tvisvar til þrisvar á dag til Kaupmannahafnar. Með því að bjóða fleiri en eina ferð á dag er unnt að bjóða viðskiptavinum upp á fjölbreyttari brottfarartíma innan dagsins sem eykur sveigjanleika til muna. Innanlands er flogið til þriggja áfangastaða, Akureyrar, Ísafjarðar og Egilsstaða. Félagið flýgur um tólf sinnum í viku til Ísafjarðar, 28-39 sinnum til Akureyrar og um tuttugu sinnum til Egilsstaða,“ segir í tilkynningunni. Lyft grettistaki Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að eftir að ferðatakmörkunum var aflétt hafi starfsfólk Icelandair lyft grettistaki við uppbyggingu leiðakerfisins. „Við kynnum metnaðarfulla flugáætlun í vetur sem er svipuð síðustu vetraráætlun fyrir heimsfaraldur. Svo öflug vetraráætlun sýnir styrk leiðakerfisins og er til marks um sterka eftirspurn á öllum okkar mörkuðum. Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi góðra flugtenginga fyrir eyþjóð eins og Ísland og því er ánægjulegt að geta boðið upp á um 220 brottfarir á viku til 38 áfangastaða víðs vegar um heiminn yfir vetrartímann, auk öflugra tenginga innanlands,“ segir Bogi Nils. Icelandair Fréttir af flugi Ferðalög Íslendingar erlendis Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu, en þar segir að framboðið í vetur verði um 95 til 104 prósent af framboðinu veturinn 2019-20. Einnig segir að mikil eftirspurn sé á meðal Íslendinga til sólar- og skíðaáfangastaða eins og Tenerife, Alicante, Munchen og Salzburg. „Í vetur verður að meðaltali flogið sautján sinnum í viku til New York, yfir tuttugu sinnum til London, ellefu sinnum til Boston og tvisvar til þrisvar á dag til Kaupmannahafnar. Með því að bjóða fleiri en eina ferð á dag er unnt að bjóða viðskiptavinum upp á fjölbreyttari brottfarartíma innan dagsins sem eykur sveigjanleika til muna. Innanlands er flogið til þriggja áfangastaða, Akureyrar, Ísafjarðar og Egilsstaða. Félagið flýgur um tólf sinnum í viku til Ísafjarðar, 28-39 sinnum til Akureyrar og um tuttugu sinnum til Egilsstaða,“ segir í tilkynningunni. Lyft grettistaki Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að eftir að ferðatakmörkunum var aflétt hafi starfsfólk Icelandair lyft grettistaki við uppbyggingu leiðakerfisins. „Við kynnum metnaðarfulla flugáætlun í vetur sem er svipuð síðustu vetraráætlun fyrir heimsfaraldur. Svo öflug vetraráætlun sýnir styrk leiðakerfisins og er til marks um sterka eftirspurn á öllum okkar mörkuðum. Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi góðra flugtenginga fyrir eyþjóð eins og Ísland og því er ánægjulegt að geta boðið upp á um 220 brottfarir á viku til 38 áfangastaða víðs vegar um heiminn yfir vetrartímann, auk öflugra tenginga innanlands,“ segir Bogi Nils.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðalög Íslendingar erlendis Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira