Nýtt fiskveiðifrumvarp boðað eftir þrjú ár sem Viðreisn segir alltof seint Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 19:31 Sigmar Guðmundsson varaformaður þingflokks Viðreisnar segir afar ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn breyti afstöðu sinni til fiskveiðilöggjafarinnar þegar nýtt frumvarp er boðað 2024. Vísir Matvælaráðuneytið gerir ráð fyrir að það taki þrjú ár að koma með fullbúin frumvörp til Alþingis um breytingar á stjórn fiskveiða og um fiskeldi. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ólíklegt að miklar breytingar fari í gegn árið fyrir Alþingiskosningar. Þetta sé of seint. Matvælaráðherra skipaði fjóra starfshópa í vor meðal annars til að skoða með hvaða hætti mætti endurskoða fiskveiðilöggjöfina. Það var gert því fullreynt þótti að hægt væri að ná einhverri sátt um breytingar á löggjöfinni. Oft hafa miklar deilur hafa risið upp í samfélaginu um hvað sé sanngjarnt auðlindagjald í sjávarútvegi. Þá hafa komið fram áhyggjuraddir yfir vaxandi samþjöppun. Nú síðast þegar Síldarvinnslan keypti Vísi í Grindavík en við þá sameiningu eignaðist Samherji aðild að 25% heildarveiðiheimilda landsins sem er yfir lögbundnu lágmarki. Samkeppniseftirlit á eftir að samþykkja kaupin Samkeppniseftirlitið á eftir að samþykkja kaupin. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í dag kom fram að samrunatilkynning hafi ekki borist og málið sé því ekki komið til formlegrar meðferðar. Þá kom fram í nýlegri skoðanakönnun Maskínu að um þrír fjórðu hlutar þjóðarinna hafi áhyggjur af vaxandi samþjöppun í sjávarútvegi. Þrátt fyrir þetta eru þrjú ár þangað til að fullbúið frumvarp um breytingar á fiskveiðilöggjöfinni komi fram eða vorið 2024 í matvælaráðuneytinu. Þangað til verði starfshópar að sinna verkefninu á einn eða annan máta. Þetta kemur fram í upplýsingum frá ráðuneytinu. Matvælaráðherra baðst undan viðtali í dag vegna málsins þegar fréttastofa leitaði eftir því það væri mögulegt síðar í vikunni. Breytingar boðaðar of seint Sigmar Guðmundsson varaformaður Viðreisnar telur þetta alltof seint . „Auðvitað er búið að liggja lengi fyrir hvað þarf að gera. Þjóðin þarf að fá sanngjarnt verð fyrir auðlindina, aflaheimildirnar sem sjávarútvegur nýtir sér. Það þarf ekkert að skipa starfshópa með tugum einstaklinga til að lagfæra það. Það liggur nú þegar fyrir. Það þarf líka að fara í vinnu um hverjir teljast tengdir aðilar í sjávarútvegi og auka gegnsæki t.d. með því að stærstu fyrirtækin séu skráð á markað. Það liggur fyrir í hverri skoðanakönnunni á fætur annarri hvað þjóðin vill,“ segir Sigmar. Hann er svartsýnn um að það náist sátt milli stjórnarflokkanna í málinu þrátt fyrir allan þennan tíma sem gefa á í málið. „Við höfum séð að Framsóknarflokkur hefur opnað á það að sjávarútvegur greiði meira til samneyslunnar. En hinir flokkarnir sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið gegn því. Af hverju ætti það eitthvað að vera breytt árið 2024,“ spyr Sigmar að lokum. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Rekstrarhagnaður Vísis tveir milljarðar og hélst nær óbreyttur í fyrra Rekstrarhagnaður (EBITDA) sjávarútvegsfyrirtækisins Vísir í Grindavík, sem er verið að selja til Síldarvinnslunnar fyrir samtals um 31 milljarð króna, nam tæplega 13,4 milljónum evra, jafnvirði um tveggja milljarða íslenskra króna miðað við meðalgengi síðasta árs, á árinu 2021 og jókst um 0,2 milljónir evra frá fyrra ári. 2. ágúst 2022 08:57 Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 Verðlagning Vísis við samruna inn í Síldarvinnslunna Forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar virðast hafa náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, sem er töluvert lægra en upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Ef til vill er hér komin uppskrift að verðlagningu óskráðra sjávarútvegsfyrirtækja í þeirri samrunahrinu sem þarf að eiga sér stað á næstu árum. 13. júlí 2022 08:05 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Matvælaráðherra skipaði fjóra starfshópa í vor meðal annars til að skoða með hvaða hætti mætti endurskoða fiskveiðilöggjöfina. Það var gert því fullreynt þótti að hægt væri að ná einhverri sátt um breytingar á löggjöfinni. Oft hafa miklar deilur hafa risið upp í samfélaginu um hvað sé sanngjarnt auðlindagjald í sjávarútvegi. Þá hafa komið fram áhyggjuraddir yfir vaxandi samþjöppun. Nú síðast þegar Síldarvinnslan keypti Vísi í Grindavík en við þá sameiningu eignaðist Samherji aðild að 25% heildarveiðiheimilda landsins sem er yfir lögbundnu lágmarki. Samkeppniseftirlit á eftir að samþykkja kaupin Samkeppniseftirlitið á eftir að samþykkja kaupin. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í dag kom fram að samrunatilkynning hafi ekki borist og málið sé því ekki komið til formlegrar meðferðar. Þá kom fram í nýlegri skoðanakönnun Maskínu að um þrír fjórðu hlutar þjóðarinna hafi áhyggjur af vaxandi samþjöppun í sjávarútvegi. Þrátt fyrir þetta eru þrjú ár þangað til að fullbúið frumvarp um breytingar á fiskveiðilöggjöfinni komi fram eða vorið 2024 í matvælaráðuneytinu. Þangað til verði starfshópar að sinna verkefninu á einn eða annan máta. Þetta kemur fram í upplýsingum frá ráðuneytinu. Matvælaráðherra baðst undan viðtali í dag vegna málsins þegar fréttastofa leitaði eftir því það væri mögulegt síðar í vikunni. Breytingar boðaðar of seint Sigmar Guðmundsson varaformaður Viðreisnar telur þetta alltof seint . „Auðvitað er búið að liggja lengi fyrir hvað þarf að gera. Þjóðin þarf að fá sanngjarnt verð fyrir auðlindina, aflaheimildirnar sem sjávarútvegur nýtir sér. Það þarf ekkert að skipa starfshópa með tugum einstaklinga til að lagfæra það. Það liggur nú þegar fyrir. Það þarf líka að fara í vinnu um hverjir teljast tengdir aðilar í sjávarútvegi og auka gegnsæki t.d. með því að stærstu fyrirtækin séu skráð á markað. Það liggur fyrir í hverri skoðanakönnunni á fætur annarri hvað þjóðin vill,“ segir Sigmar. Hann er svartsýnn um að það náist sátt milli stjórnarflokkanna í málinu þrátt fyrir allan þennan tíma sem gefa á í málið. „Við höfum séð að Framsóknarflokkur hefur opnað á það að sjávarútvegur greiði meira til samneyslunnar. En hinir flokkarnir sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið gegn því. Af hverju ætti það eitthvað að vera breytt árið 2024,“ spyr Sigmar að lokum.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Rekstrarhagnaður Vísis tveir milljarðar og hélst nær óbreyttur í fyrra Rekstrarhagnaður (EBITDA) sjávarútvegsfyrirtækisins Vísir í Grindavík, sem er verið að selja til Síldarvinnslunnar fyrir samtals um 31 milljarð króna, nam tæplega 13,4 milljónum evra, jafnvirði um tveggja milljarða íslenskra króna miðað við meðalgengi síðasta árs, á árinu 2021 og jókst um 0,2 milljónir evra frá fyrra ári. 2. ágúst 2022 08:57 Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 Verðlagning Vísis við samruna inn í Síldarvinnslunna Forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar virðast hafa náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, sem er töluvert lægra en upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Ef til vill er hér komin uppskrift að verðlagningu óskráðra sjávarútvegsfyrirtækja í þeirri samrunahrinu sem þarf að eiga sér stað á næstu árum. 13. júlí 2022 08:05 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Rekstrarhagnaður Vísis tveir milljarðar og hélst nær óbreyttur í fyrra Rekstrarhagnaður (EBITDA) sjávarútvegsfyrirtækisins Vísir í Grindavík, sem er verið að selja til Síldarvinnslunnar fyrir samtals um 31 milljarð króna, nam tæplega 13,4 milljónum evra, jafnvirði um tveggja milljarða íslenskra króna miðað við meðalgengi síðasta árs, á árinu 2021 og jókst um 0,2 milljónir evra frá fyrra ári. 2. ágúst 2022 08:57
Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01
„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08
Verðlagning Vísis við samruna inn í Síldarvinnslunna Forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar virðast hafa náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, sem er töluvert lægra en upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Ef til vill er hér komin uppskrift að verðlagningu óskráðra sjávarútvegsfyrirtækja í þeirri samrunahrinu sem þarf að eiga sér stað á næstu árum. 13. júlí 2022 08:05
Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42