Riqui Puig ósáttur við meðferðina hjá Barcelona: Særði mig mikið Atli Arason skrifar 25. ágúst 2022 07:01 Riqui Puig í leik með Barcelona á síðasta leiktímabili. Getty Images Spænska miðjumanninum Riqui Puig var skipað að yfirgefa Barcelona fyrr í sumar eftir sjö ára dvöl hjá félaginu. Hann segist vera vonsvikinn með framkomu félagsins og knattspyrnustjórans. Riqui Puig var einn af fimm leikmönnum Barcelona, ásamt þeim Martin Braithwaite, Samuel Umtiti, Neto og Oscar Mingueza, sem fengu ekki að ferðast með liðinu til Bandaríkjana á undirbúningstímabil liðsins. Leikmönnunum fimm voru sagt að þeir ættu að yfirgefa félagið en máttu æfa einir á meðan liðið var að undirbúa sig fyrir leiktímabilið. „Eftir sjö ár hjá félaginu, að vera þá skilinn eftir í Barcelona á meðan allir liðsfélagar mínir eru í Los Angeles að spila, það særði mig mikið í sannleika sagt. Svona lagað hefur aldrei áður skeð hjá Barcelona,“ sagði Puig við spænska fjölmiðilinn AS. Hinn 23 ára gamli Puig spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Barcelona fyrir þremur árum síðan og þótti þá mikið efni. Fjárhagserfiðleikar Barcelona gerðu þó að verkum að honum var þvingað út hjá uppeldisfélaginu sínu 4. ágúst síðasliðinn. „Þetta er flókin staða og stundum verður maður að taka erfiðar ákvarðanir en það voru þeir sem tóku þessa ákvörðun. Ákvörðun sem ég var ekki sáttur við.“ Þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum fór Puig á frjálsri sölu til LA Galaxy, til að létta af launagreiðslum Barcelona. „Kannski skil ég afstöðu félagsins en þau setja samt mikla pressu á leikmenn sem þau vilja losna við. Það er hægt að fara betri leiðir að þessu. Mér fannst erfitt að æfa einn í Barcelona með fjórum liðsfélögum sem áttu líka að vera þvingaðir í burtu frá félaginu,“ bætti Puig við og sagðist vera mjög vonsvikinn með Xavi, knattspyrnustjóra liðsins. Puig er einn af sjö leikmönnum sem Barcelona hefur alfarið losað sig við til þessa í sumarglugganum. Liðið seldi þá Philippe Coutinho og Oscar Mingueza fyrir samtals 23 milljónir evra á meðan Rey Manaj, Dani Alves, Moussa Wagué, Neto og Puig yfirgáfu félagið á frjálsri sölu. Spænski boltinn Tengdar fréttir Forseti Barcelona: Gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að fjárhagsstaða félagsins sé verri en hann grunaði og því hafi verið ómögulegt að semja aftur við Lionel Messi. 6. ágúst 2021 12:30 Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30 Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01 Barcelona grátbiður Dembélé að bíða með að taka ákvörðun Fjárhagur spænska stórveldisins Barcelona er vægast sagt í molum eins og hefur komið fram aftur og aftur undanfarna mánuði. Knattspyrnufélagið gerir nú allt það getur til að safna saman nægum aurum til að geta samið við franska vængmanninn Ousmane Dembélé á nýjan leik. 21. júní 2022 14:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Sjá meira
Riqui Puig var einn af fimm leikmönnum Barcelona, ásamt þeim Martin Braithwaite, Samuel Umtiti, Neto og Oscar Mingueza, sem fengu ekki að ferðast með liðinu til Bandaríkjana á undirbúningstímabil liðsins. Leikmönnunum fimm voru sagt að þeir ættu að yfirgefa félagið en máttu æfa einir á meðan liðið var að undirbúa sig fyrir leiktímabilið. „Eftir sjö ár hjá félaginu, að vera þá skilinn eftir í Barcelona á meðan allir liðsfélagar mínir eru í Los Angeles að spila, það særði mig mikið í sannleika sagt. Svona lagað hefur aldrei áður skeð hjá Barcelona,“ sagði Puig við spænska fjölmiðilinn AS. Hinn 23 ára gamli Puig spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Barcelona fyrir þremur árum síðan og þótti þá mikið efni. Fjárhagserfiðleikar Barcelona gerðu þó að verkum að honum var þvingað út hjá uppeldisfélaginu sínu 4. ágúst síðasliðinn. „Þetta er flókin staða og stundum verður maður að taka erfiðar ákvarðanir en það voru þeir sem tóku þessa ákvörðun. Ákvörðun sem ég var ekki sáttur við.“ Þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum fór Puig á frjálsri sölu til LA Galaxy, til að létta af launagreiðslum Barcelona. „Kannski skil ég afstöðu félagsins en þau setja samt mikla pressu á leikmenn sem þau vilja losna við. Það er hægt að fara betri leiðir að þessu. Mér fannst erfitt að æfa einn í Barcelona með fjórum liðsfélögum sem áttu líka að vera þvingaðir í burtu frá félaginu,“ bætti Puig við og sagðist vera mjög vonsvikinn með Xavi, knattspyrnustjóra liðsins. Puig er einn af sjö leikmönnum sem Barcelona hefur alfarið losað sig við til þessa í sumarglugganum. Liðið seldi þá Philippe Coutinho og Oscar Mingueza fyrir samtals 23 milljónir evra á meðan Rey Manaj, Dani Alves, Moussa Wagué, Neto og Puig yfirgáfu félagið á frjálsri sölu.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Forseti Barcelona: Gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að fjárhagsstaða félagsins sé verri en hann grunaði og því hafi verið ómögulegt að semja aftur við Lionel Messi. 6. ágúst 2021 12:30 Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30 Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01 Barcelona grátbiður Dembélé að bíða með að taka ákvörðun Fjárhagur spænska stórveldisins Barcelona er vægast sagt í molum eins og hefur komið fram aftur og aftur undanfarna mánuði. Knattspyrnufélagið gerir nú allt það getur til að safna saman nægum aurum til að geta samið við franska vængmanninn Ousmane Dembélé á nýjan leik. 21. júní 2022 14:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Sjá meira
Forseti Barcelona: Gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að fjárhagsstaða félagsins sé verri en hann grunaði og því hafi verið ómögulegt að semja aftur við Lionel Messi. 6. ágúst 2021 12:30
Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30
Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01
Barcelona grátbiður Dembélé að bíða með að taka ákvörðun Fjárhagur spænska stórveldisins Barcelona er vægast sagt í molum eins og hefur komið fram aftur og aftur undanfarna mánuði. Knattspyrnufélagið gerir nú allt það getur til að safna saman nægum aurum til að geta samið við franska vængmanninn Ousmane Dembélé á nýjan leik. 21. júní 2022 14:30