Riqui Puig ósáttur við meðferðina hjá Barcelona: Særði mig mikið Atli Arason skrifar 25. ágúst 2022 07:01 Riqui Puig í leik með Barcelona á síðasta leiktímabili. Getty Images Spænska miðjumanninum Riqui Puig var skipað að yfirgefa Barcelona fyrr í sumar eftir sjö ára dvöl hjá félaginu. Hann segist vera vonsvikinn með framkomu félagsins og knattspyrnustjórans. Riqui Puig var einn af fimm leikmönnum Barcelona, ásamt þeim Martin Braithwaite, Samuel Umtiti, Neto og Oscar Mingueza, sem fengu ekki að ferðast með liðinu til Bandaríkjana á undirbúningstímabil liðsins. Leikmönnunum fimm voru sagt að þeir ættu að yfirgefa félagið en máttu æfa einir á meðan liðið var að undirbúa sig fyrir leiktímabilið. „Eftir sjö ár hjá félaginu, að vera þá skilinn eftir í Barcelona á meðan allir liðsfélagar mínir eru í Los Angeles að spila, það særði mig mikið í sannleika sagt. Svona lagað hefur aldrei áður skeð hjá Barcelona,“ sagði Puig við spænska fjölmiðilinn AS. Hinn 23 ára gamli Puig spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Barcelona fyrir þremur árum síðan og þótti þá mikið efni. Fjárhagserfiðleikar Barcelona gerðu þó að verkum að honum var þvingað út hjá uppeldisfélaginu sínu 4. ágúst síðasliðinn. „Þetta er flókin staða og stundum verður maður að taka erfiðar ákvarðanir en það voru þeir sem tóku þessa ákvörðun. Ákvörðun sem ég var ekki sáttur við.“ Þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum fór Puig á frjálsri sölu til LA Galaxy, til að létta af launagreiðslum Barcelona. „Kannski skil ég afstöðu félagsins en þau setja samt mikla pressu á leikmenn sem þau vilja losna við. Það er hægt að fara betri leiðir að þessu. Mér fannst erfitt að æfa einn í Barcelona með fjórum liðsfélögum sem áttu líka að vera þvingaðir í burtu frá félaginu,“ bætti Puig við og sagðist vera mjög vonsvikinn með Xavi, knattspyrnustjóra liðsins. Puig er einn af sjö leikmönnum sem Barcelona hefur alfarið losað sig við til þessa í sumarglugganum. Liðið seldi þá Philippe Coutinho og Oscar Mingueza fyrir samtals 23 milljónir evra á meðan Rey Manaj, Dani Alves, Moussa Wagué, Neto og Puig yfirgáfu félagið á frjálsri sölu. Spænski boltinn Tengdar fréttir Forseti Barcelona: Gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að fjárhagsstaða félagsins sé verri en hann grunaði og því hafi verið ómögulegt að semja aftur við Lionel Messi. 6. ágúst 2021 12:30 Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30 Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01 Barcelona grátbiður Dembélé að bíða með að taka ákvörðun Fjárhagur spænska stórveldisins Barcelona er vægast sagt í molum eins og hefur komið fram aftur og aftur undanfarna mánuði. Knattspyrnufélagið gerir nú allt það getur til að safna saman nægum aurum til að geta samið við franska vængmanninn Ousmane Dembélé á nýjan leik. 21. júní 2022 14:30 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Sjá meira
Riqui Puig var einn af fimm leikmönnum Barcelona, ásamt þeim Martin Braithwaite, Samuel Umtiti, Neto og Oscar Mingueza, sem fengu ekki að ferðast með liðinu til Bandaríkjana á undirbúningstímabil liðsins. Leikmönnunum fimm voru sagt að þeir ættu að yfirgefa félagið en máttu æfa einir á meðan liðið var að undirbúa sig fyrir leiktímabilið. „Eftir sjö ár hjá félaginu, að vera þá skilinn eftir í Barcelona á meðan allir liðsfélagar mínir eru í Los Angeles að spila, það særði mig mikið í sannleika sagt. Svona lagað hefur aldrei áður skeð hjá Barcelona,“ sagði Puig við spænska fjölmiðilinn AS. Hinn 23 ára gamli Puig spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Barcelona fyrir þremur árum síðan og þótti þá mikið efni. Fjárhagserfiðleikar Barcelona gerðu þó að verkum að honum var þvingað út hjá uppeldisfélaginu sínu 4. ágúst síðasliðinn. „Þetta er flókin staða og stundum verður maður að taka erfiðar ákvarðanir en það voru þeir sem tóku þessa ákvörðun. Ákvörðun sem ég var ekki sáttur við.“ Þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum fór Puig á frjálsri sölu til LA Galaxy, til að létta af launagreiðslum Barcelona. „Kannski skil ég afstöðu félagsins en þau setja samt mikla pressu á leikmenn sem þau vilja losna við. Það er hægt að fara betri leiðir að þessu. Mér fannst erfitt að æfa einn í Barcelona með fjórum liðsfélögum sem áttu líka að vera þvingaðir í burtu frá félaginu,“ bætti Puig við og sagðist vera mjög vonsvikinn með Xavi, knattspyrnustjóra liðsins. Puig er einn af sjö leikmönnum sem Barcelona hefur alfarið losað sig við til þessa í sumarglugganum. Liðið seldi þá Philippe Coutinho og Oscar Mingueza fyrir samtals 23 milljónir evra á meðan Rey Manaj, Dani Alves, Moussa Wagué, Neto og Puig yfirgáfu félagið á frjálsri sölu.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Forseti Barcelona: Gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að fjárhagsstaða félagsins sé verri en hann grunaði og því hafi verið ómögulegt að semja aftur við Lionel Messi. 6. ágúst 2021 12:30 Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30 Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01 Barcelona grátbiður Dembélé að bíða með að taka ákvörðun Fjárhagur spænska stórveldisins Barcelona er vægast sagt í molum eins og hefur komið fram aftur og aftur undanfarna mánuði. Knattspyrnufélagið gerir nú allt það getur til að safna saman nægum aurum til að geta samið við franska vængmanninn Ousmane Dembélé á nýjan leik. 21. júní 2022 14:30 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Fleiri fréttir Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Sjá meira
Forseti Barcelona: Gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að fjárhagsstaða félagsins sé verri en hann grunaði og því hafi verið ómögulegt að semja aftur við Lionel Messi. 6. ágúst 2021 12:30
Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30
Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01
Barcelona grátbiður Dembélé að bíða með að taka ákvörðun Fjárhagur spænska stórveldisins Barcelona er vægast sagt í molum eins og hefur komið fram aftur og aftur undanfarna mánuði. Knattspyrnufélagið gerir nú allt það getur til að safna saman nægum aurum til að geta samið við franska vængmanninn Ousmane Dembélé á nýjan leik. 21. júní 2022 14:30