Skiptast á skotum við sveitir Írans í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2022 23:49 Bandarískir hermenn í þyrlu yfir Sýrlandi í fyrra. Getty/John Moore Þrír bandarískir hermenn eru sagðir hafa særst lítillega í eldflaugaárásum á bandarískar herstöðvar í Sýrlandi. Það er í kjölfar þess að Bandaríkin gerðu loftárásir á vopnaðar sveitir í Sýrlandi sem studdar eru af Íran. Eldflaugum var skotið á tvær herstöðvar þar sem bandaríska hermenn má finna. Bandaríkjamenn svöruðu með árásum úr Apache-herþyrlum og segja forsvarsmenn Bandaríkjahers að þeir sem taldir eru hafa borið ábyrgð á árásunum hafi verið felldir. Tveir eða þrír menn eru sagðir hafa fallið í þyrluárásum Bandaríkjamanna og segjast þeir hafa grandað nokkrum farartækjum og búnaði sem notaður var til að gera árásirnar. Ekki er vitað hvaða hóp er um að ræða, samkvæmt frétt NBC News. Fyrr í dag gerðu Bandaríkjamenn þó loftárásir á sveitir sem sagðar eru tengjast Byltingarvörðum Írans. Þær árásir voru gerðar að skipan Joes Biden, forseta. AP fréttaveitan segir að markmiðið með þeim loftárásum hafi verið að svara árásum sem hafa verið gerðar á bandaríska hermenn á undanförnum mánuðum. Einn af forsvarsmönnum varnarmalaráðuneytis Bandaríkjanna sagði blaðamönnum í dag að Bandaríkjamenn vildu gera Írönum og bandamönnum ljóst að árásum á þá yrði svarað. Miðað við muni sem hafi fundist eftir árásir á bandaríska hermenn, eins og brot úr drónum, sé fullvíst að Íranir hafi gert árásirnar. Bandarískir hermenn hafa verið í austurhluta Sýrlands frá 2015. Þar hafa þeir tekið þátt í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í samstarfi við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlandi. Fregnir hafa borist af því á undanförnum mánuðum að umsvif ISIS-liða í Sýrlandi og Írak séu að aukast á nýjan leik. Bandaríkin Sýrland Hernaður Íran Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Eldflaugum var skotið á tvær herstöðvar þar sem bandaríska hermenn má finna. Bandaríkjamenn svöruðu með árásum úr Apache-herþyrlum og segja forsvarsmenn Bandaríkjahers að þeir sem taldir eru hafa borið ábyrgð á árásunum hafi verið felldir. Tveir eða þrír menn eru sagðir hafa fallið í þyrluárásum Bandaríkjamanna og segjast þeir hafa grandað nokkrum farartækjum og búnaði sem notaður var til að gera árásirnar. Ekki er vitað hvaða hóp er um að ræða, samkvæmt frétt NBC News. Fyrr í dag gerðu Bandaríkjamenn þó loftárásir á sveitir sem sagðar eru tengjast Byltingarvörðum Írans. Þær árásir voru gerðar að skipan Joes Biden, forseta. AP fréttaveitan segir að markmiðið með þeim loftárásum hafi verið að svara árásum sem hafa verið gerðar á bandaríska hermenn á undanförnum mánuðum. Einn af forsvarsmönnum varnarmalaráðuneytis Bandaríkjanna sagði blaðamönnum í dag að Bandaríkjamenn vildu gera Írönum og bandamönnum ljóst að árásum á þá yrði svarað. Miðað við muni sem hafi fundist eftir árásir á bandaríska hermenn, eins og brot úr drónum, sé fullvíst að Íranir hafi gert árásirnar. Bandarískir hermenn hafa verið í austurhluta Sýrlands frá 2015. Þar hafa þeir tekið þátt í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í samstarfi við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlandi. Fregnir hafa borist af því á undanförnum mánuðum að umsvif ISIS-liða í Sýrlandi og Írak séu að aukast á nýjan leik.
Bandaríkin Sýrland Hernaður Íran Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira