Tveggja ára tilraun um sveigjanleg starfslok vegna aldurs Tryggvi Páll Tryggvason og Snorri Másson skrifa 25. ágúst 2022 11:00 Hámarksaldur í starfi hjá Reykjavíkurborg er nú 70-72 ár. Vísir/Vilhelm Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að grípa til aðgerða svo auka megi sveigjanleika starfsfólks borgarinnar við starfslok vegna aldurs. Ráðast á í tveggja ára tilraunaverkefni. Borgarstjóri segir ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að borgarráð hafi samþykkt að skoða sérstaklega hvernig koma megi til móts við aukinn sveigjanleika við starfsfólk við undirbúning þeirra kjaraviðræðna sem framundan eru. Hámarksaldur í starfi hjá Reykjavíkurborg er nú 70-72 ár. Sett verður af stað þróunarverkefni til næstu tveggja ára sem nær til afmarkaðs hóps starfsmanna. Starfsfólk Reykjavíkurborgar sinnir fjölbreyttum störfum.Vísir/Vilhelm Í þróunarverkefninu á sérstaklega að huga hvernig þarfir starfsfólks fara saman með þörfum starfsstaða, hvernig koma megi til móts við þann hóp sem vinnur líkamlega erfið og slítandi störf, leiðum til að fólk geti unnið lengur en til 70 eða 72ja ára aldurs ef það óskar, hvernig auka megi sveigjanleika, svo með tilliti til viðveru og hvernig starfið er unnið og hlutastörfum, svo sem hvort rétt sé að auka fjölbreytni Þá á starfshópur að halda utan um verkefnið og koma með tillögur um nauðsynlegar breytingar að verkefninu loknu. Ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að þegar starfslok hafi verið skilgreind á sínum tíma hafi ástand fólks um sjötugt verið allt annað. „Við erum að útfæra sýn á það hvernig við getum haft meiri sveigjanleika við starfslok, bæði í einhverjum tilvikum þannig að fólk hætti fyrr en líka þannig að það vinni lengur ef það svo kýs. Eins og áður þegar við höfum beitt okkur fyrir stórum breytingum á vinnumarkaði höfum við verið að vinna þetta með viðsemjendum okkar, stéttarfélögunum,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu. Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri.Vísir/Arnar Tilraunaverkefni er aðferð sem Dagur segir að hafi áður reynst vel þegar borgin hefur innleitt svipaðar breytingar. Fyrst með því að bjóða feðrum upp á feðraorlof, síðan með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Bæði þau verkefni hafi síðan ratað inn í kjarasamninga. Nú sé komið að sveigjanlegum starfslokum. „Þetta varðar líka hvaða réttindi þú ávinnur þér ef þú vinnur eftir sjötugt. Þetta snertir mjög margt, þetta snertir lífeyrisgreiðslur, þetta snertir bara almennan vinnurétt, þannig að ég held að þegar við skilgreindum starfslok fyrir mörgum áratugum síðan var ástand fólks sem var sjötugt bara allt annað,“ segir Dagur. Kjaramál Vinnumarkaður Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Eldri borgarar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að borgarráð hafi samþykkt að skoða sérstaklega hvernig koma megi til móts við aukinn sveigjanleika við starfsfólk við undirbúning þeirra kjaraviðræðna sem framundan eru. Hámarksaldur í starfi hjá Reykjavíkurborg er nú 70-72 ár. Sett verður af stað þróunarverkefni til næstu tveggja ára sem nær til afmarkaðs hóps starfsmanna. Starfsfólk Reykjavíkurborgar sinnir fjölbreyttum störfum.Vísir/Vilhelm Í þróunarverkefninu á sérstaklega að huga hvernig þarfir starfsfólks fara saman með þörfum starfsstaða, hvernig koma megi til móts við þann hóp sem vinnur líkamlega erfið og slítandi störf, leiðum til að fólk geti unnið lengur en til 70 eða 72ja ára aldurs ef það óskar, hvernig auka megi sveigjanleika, svo með tilliti til viðveru og hvernig starfið er unnið og hlutastörfum, svo sem hvort rétt sé að auka fjölbreytni Þá á starfshópur að halda utan um verkefnið og koma með tillögur um nauðsynlegar breytingar að verkefninu loknu. Ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að þegar starfslok hafi verið skilgreind á sínum tíma hafi ástand fólks um sjötugt verið allt annað. „Við erum að útfæra sýn á það hvernig við getum haft meiri sveigjanleika við starfslok, bæði í einhverjum tilvikum þannig að fólk hætti fyrr en líka þannig að það vinni lengur ef það svo kýs. Eins og áður þegar við höfum beitt okkur fyrir stórum breytingum á vinnumarkaði höfum við verið að vinna þetta með viðsemjendum okkar, stéttarfélögunum,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu. Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri.Vísir/Arnar Tilraunaverkefni er aðferð sem Dagur segir að hafi áður reynst vel þegar borgin hefur innleitt svipaðar breytingar. Fyrst með því að bjóða feðrum upp á feðraorlof, síðan með tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Bæði þau verkefni hafi síðan ratað inn í kjarasamninga. Nú sé komið að sveigjanlegum starfslokum. „Þetta varðar líka hvaða réttindi þú ávinnur þér ef þú vinnur eftir sjötugt. Þetta snertir mjög margt, þetta snertir lífeyrisgreiðslur, þetta snertir bara almennan vinnurétt, þannig að ég held að þegar við skilgreindum starfslok fyrir mörgum áratugum síðan var ástand fólks sem var sjötugt bara allt annað,“ segir Dagur.
Kjaramál Vinnumarkaður Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Eldri borgarar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira