Skipun um stærri her ólíkleg til að skila árangri í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2022 22:42 Rússneskir hermenn í Úkraínu. Getty Vladimír Pútin, forseti Rússlands, gaf í dag þá skipun að her Rússlands yrði stækkaður. Hermönnum yrði fjölgað um þrettán prósent fyrir enda þessa árs. Það þýðir að þeim yrði fjölgað um 137 þúsund og yrði her Rússlands þá skipaður 1,15 milljónum hermanna. Allur herafli Rússlands yrði þá skipaður rúmum tveimur milljónum hermanna en Pútín hefur á árum áður fækkað hermönnum og reynt að gera herafla Rússlands skilvirkari. Skipunin í dag er í fyrsta sinn í fimm ár sem hann breytir uppbyggingu hersins, samkvæmt frétt New York Times. Innrás Rússa í Úkraínu hefur litlum árangri skilað á undanförnum vikum eða allt frá því borgin Lysychansk í Luhansk-héraði féll í hendur Rússa. Sjá einnig: Ætla að grafa hægt og rólega undan Rússum Rússar hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli frá því innrásin hófst fyrir hálfu ári síðan. Skipun Pútíns þykir benda til þess að forsetinn sé að undirbúa sig fyrir langvarandi hernað í Úkraínu. Þá var sagt frá því í dag að Rússar hefðu aftengt kjarnorkuverið í Saporisja frá úkraínska rafveitukerfinu. Engar formlegar útskýringar á skipun Pútíns um stækkun hersins hafa verið gefnar af yfirvöldum í Rússlandi. Sérfræðingar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sögðu frá því fyrr í mánuðinum að talið væri að allt að áttatíu þúsund rússneskir hermenn hefðu fallið eða særst í átökunum í Úkraínu. Sjá einnig: Allt að áttatíu þúsund hermenn sagðir fallnir eða særðir AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að það væri erfitt fyrir Rússa að nýta þennan aukna mannafla, ef það tekst yfir höfuð að ráða nýja hermenn, í átökunum í Úkraínu. Þó ekki nema bara með tilliti til þess að það taki jafnvel nokkur ár að þjálfa hermenn á nútímavopnakerfi. Menn sem kvaddir eru í herinn eru bara ár í hernum og illa hefur gengið að finna sjálfboðaliða. Michael Kofman, sem starfar hjá hugveitunni CNA og sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins, segir óljóst hvaðan þessi nýi mannafli eigi að koma. Skipuninni gæti snúið að yfirstandandi tilraunum Rússa til að mynda nýjar sjálfboðaliðaherdeildir eða mögulega standi til að fella sveitir aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk formlega inn í rússneska herinn. The volunteer units in aggregate do not amount to a dramatic expansion of the force. But Moscow may expect to integrate occupation forces, and LDNR troops, especially if they go through with annexation. Putin had mentioned he supported giving LDNR fighters army veteran status. 3/— Michael Kofman (@KofmanMichael) August 25, 2022 Annar sérfræðingur í málefnum hersins segir að skipunin gæti reynst Rússum erfið. Það dugi ekki að ráða nýliða í tugþúsunda tali. Það þurfi einnig yfirmenn og liðþjálfa til að þjálfa nýja hermenn. Rússar hafi misst gífurlega marga foringja í innrásinni í Úkraínu og hafi í raun ekki burði til að þjálfa nýja hermenn að svo stöddu. Þar að auki, eigi hermenn sem kvaddir eru í herinn, ekki að taka þátt í aðgerðum hersins á erlendri grundu. Stækkunin fæli því ekki sjálfkrafa í sér að Rússar hefðu fleiri hermenn til að beita í Úkraínu. Conscripts still aren't supposed to be deployed into Ukraine unless they sign a contract. The conscripts who were deployed in the 1st week were sent back. Even if Russia increases the manpower of the military, that doesn't mean it will have more guys available to send to Ukraine.— Rob Lee (@RALee85) August 25, 2022 Herdeildir undirmannaðar fyrir innrásina Þessir sömu sérfræðingar skrifuðu grein fyrr í sumar þar sem þeir sögðu frá alvarlegum göllum á samsetningu rússneska hersins. Herinn skorti sérstaklega fótgöngulið og að tilraunir til að ráða nýja atvinnuhermenn hafi ekki náð markmiðum forsvarsmanna hersins um árabil. Það gerðist samhliða því að Rússar fjölguðu herdeildum og leiddi það til töluverðrar undirmönnunar í hernum. Vélvæddar flokksdeildir (motorized platoon) hafi til að mynda eingöngu haft næga menn til að keyra bryndreka sína en enga hermenn til að fara úr þeim og styðja skrið- og bryndreka hersins fótgangandi, sem er gífurlega mikilvægt í nútímahernaði og sérstaklega þegar barist er í byggðum bólum. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Tuttugu og tveir látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð Minnst tuttugu og tveir eru látnir og tugir eru særðir eftir að Rússar skutu eldflaugum að lestarstöð í bænum Chaplyne. Eldflaugar eru sagðar hafa lent á farþegalest og stóðu fjórir lestarvagnar í ljósum logum eftir árásina. 24. ágúst 2022 22:23 Selenskí segir úkraínsku þjóðina hafa „endurfæðst“ við innrás Rússa Úkraínumenn eru undir það búnir að Rússar geri stórfelldar árásir í landinu í dag, þegar Úkraínumenn fagna því að 31 ár er liðið frá aðskilnaði Úkraínu frá Sovétríkjunum. Í dag eru einnig sex mánuðir liðnir frá því að innrás Rússa hófst. 24. ágúst 2022 07:29 Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00 Útilokar friðarviðræður og segir langt stríð framundan Gennady Gatilov, fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, segir beinar viðræður milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta ekki koma til greina. 22. ágúst 2022 12:18 Rússar segja stórar sprengingar á Krímskaga skemmdarverk Stærðarinnar sprengingar urðu á Krímskaga í morgun þar sem skotfæra- og vopnageymsla rússneska hersins sprakk í loft upp. Rússar segja að tímabundin vopnageymsla sem reist var á sveitabæ í Dzhankoi-héraði hafi sprungið vegna skemmdarverks. 16. ágúst 2022 11:17 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Allur herafli Rússlands yrði þá skipaður rúmum tveimur milljónum hermanna en Pútín hefur á árum áður fækkað hermönnum og reynt að gera herafla Rússlands skilvirkari. Skipunin í dag er í fyrsta sinn í fimm ár sem hann breytir uppbyggingu hersins, samkvæmt frétt New York Times. Innrás Rússa í Úkraínu hefur litlum árangri skilað á undanförnum vikum eða allt frá því borgin Lysychansk í Luhansk-héraði féll í hendur Rússa. Sjá einnig: Ætla að grafa hægt og rólega undan Rússum Rússar hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli frá því innrásin hófst fyrir hálfu ári síðan. Skipun Pútíns þykir benda til þess að forsetinn sé að undirbúa sig fyrir langvarandi hernað í Úkraínu. Þá var sagt frá því í dag að Rússar hefðu aftengt kjarnorkuverið í Saporisja frá úkraínska rafveitukerfinu. Engar formlegar útskýringar á skipun Pútíns um stækkun hersins hafa verið gefnar af yfirvöldum í Rússlandi. Sérfræðingar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sögðu frá því fyrr í mánuðinum að talið væri að allt að áttatíu þúsund rússneskir hermenn hefðu fallið eða særst í átökunum í Úkraínu. Sjá einnig: Allt að áttatíu þúsund hermenn sagðir fallnir eða særðir AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að það væri erfitt fyrir Rússa að nýta þennan aukna mannafla, ef það tekst yfir höfuð að ráða nýja hermenn, í átökunum í Úkraínu. Þó ekki nema bara með tilliti til þess að það taki jafnvel nokkur ár að þjálfa hermenn á nútímavopnakerfi. Menn sem kvaddir eru í herinn eru bara ár í hernum og illa hefur gengið að finna sjálfboðaliða. Michael Kofman, sem starfar hjá hugveitunni CNA og sérhæfir sig í málefnum rússneska hersins, segir óljóst hvaðan þessi nýi mannafli eigi að koma. Skipuninni gæti snúið að yfirstandandi tilraunum Rússa til að mynda nýjar sjálfboðaliðaherdeildir eða mögulega standi til að fella sveitir aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk formlega inn í rússneska herinn. The volunteer units in aggregate do not amount to a dramatic expansion of the force. But Moscow may expect to integrate occupation forces, and LDNR troops, especially if they go through with annexation. Putin had mentioned he supported giving LDNR fighters army veteran status. 3/— Michael Kofman (@KofmanMichael) August 25, 2022 Annar sérfræðingur í málefnum hersins segir að skipunin gæti reynst Rússum erfið. Það dugi ekki að ráða nýliða í tugþúsunda tali. Það þurfi einnig yfirmenn og liðþjálfa til að þjálfa nýja hermenn. Rússar hafi misst gífurlega marga foringja í innrásinni í Úkraínu og hafi í raun ekki burði til að þjálfa nýja hermenn að svo stöddu. Þar að auki, eigi hermenn sem kvaddir eru í herinn, ekki að taka þátt í aðgerðum hersins á erlendri grundu. Stækkunin fæli því ekki sjálfkrafa í sér að Rússar hefðu fleiri hermenn til að beita í Úkraínu. Conscripts still aren't supposed to be deployed into Ukraine unless they sign a contract. The conscripts who were deployed in the 1st week were sent back. Even if Russia increases the manpower of the military, that doesn't mean it will have more guys available to send to Ukraine.— Rob Lee (@RALee85) August 25, 2022 Herdeildir undirmannaðar fyrir innrásina Þessir sömu sérfræðingar skrifuðu grein fyrr í sumar þar sem þeir sögðu frá alvarlegum göllum á samsetningu rússneska hersins. Herinn skorti sérstaklega fótgöngulið og að tilraunir til að ráða nýja atvinnuhermenn hafi ekki náð markmiðum forsvarsmanna hersins um árabil. Það gerðist samhliða því að Rússar fjölguðu herdeildum og leiddi það til töluverðrar undirmönnunar í hernum. Vélvæddar flokksdeildir (motorized platoon) hafi til að mynda eingöngu haft næga menn til að keyra bryndreka sína en enga hermenn til að fara úr þeim og styðja skrið- og bryndreka hersins fótgangandi, sem er gífurlega mikilvægt í nútímahernaði og sérstaklega þegar barist er í byggðum bólum.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Tuttugu og tveir látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð Minnst tuttugu og tveir eru látnir og tugir eru særðir eftir að Rússar skutu eldflaugum að lestarstöð í bænum Chaplyne. Eldflaugar eru sagðar hafa lent á farþegalest og stóðu fjórir lestarvagnar í ljósum logum eftir árásina. 24. ágúst 2022 22:23 Selenskí segir úkraínsku þjóðina hafa „endurfæðst“ við innrás Rússa Úkraínumenn eru undir það búnir að Rússar geri stórfelldar árásir í landinu í dag, þegar Úkraínumenn fagna því að 31 ár er liðið frá aðskilnaði Úkraínu frá Sovétríkjunum. Í dag eru einnig sex mánuðir liðnir frá því að innrás Rússa hófst. 24. ágúst 2022 07:29 Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00 Útilokar friðarviðræður og segir langt stríð framundan Gennady Gatilov, fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, segir beinar viðræður milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta ekki koma til greina. 22. ágúst 2022 12:18 Rússar segja stórar sprengingar á Krímskaga skemmdarverk Stærðarinnar sprengingar urðu á Krímskaga í morgun þar sem skotfæra- og vopnageymsla rússneska hersins sprakk í loft upp. Rússar segja að tímabundin vopnageymsla sem reist var á sveitabæ í Dzhankoi-héraði hafi sprungið vegna skemmdarverks. 16. ágúst 2022 11:17 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Tuttugu og tveir látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð Minnst tuttugu og tveir eru látnir og tugir eru særðir eftir að Rússar skutu eldflaugum að lestarstöð í bænum Chaplyne. Eldflaugar eru sagðar hafa lent á farþegalest og stóðu fjórir lestarvagnar í ljósum logum eftir árásina. 24. ágúst 2022 22:23
Selenskí segir úkraínsku þjóðina hafa „endurfæðst“ við innrás Rússa Úkraínumenn eru undir það búnir að Rússar geri stórfelldar árásir í landinu í dag, þegar Úkraínumenn fagna því að 31 ár er liðið frá aðskilnaði Úkraínu frá Sovétríkjunum. Í dag eru einnig sex mánuðir liðnir frá því að innrás Rússa hófst. 24. ágúst 2022 07:29
Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00
Útilokar friðarviðræður og segir langt stríð framundan Gennady Gatilov, fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, segir beinar viðræður milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta ekki koma til greina. 22. ágúst 2022 12:18
Rússar segja stórar sprengingar á Krímskaga skemmdarverk Stærðarinnar sprengingar urðu á Krímskaga í morgun þar sem skotfæra- og vopnageymsla rússneska hersins sprakk í loft upp. Rússar segja að tímabundin vopnageymsla sem reist var á sveitabæ í Dzhankoi-héraði hafi sprungið vegna skemmdarverks. 16. ágúst 2022 11:17