Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 09:31 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af síðustu leikjunum í undankeppni HM, eftir að hafa verið frábær á EM í sumar. Getty/Alex Pantling Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi næsta föstudag og heldur svo til Hollands í úrslitaleik um sæti á HM. Landsliðið var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem meðal annars var rætt um þá staðreynd að Karólína, sem var frábær á EM í Englandi í júlí, yrði ekki með vegna meiðsla. „Auðvitað eru það stórar fréttir og það fer hrollur um marga, eflaust. En við höfum misst út lykilleikmenn og við leysum það alltaf. Þetta er ekki of stór biti fyrir okkur,“ sagði Harpa. Kantmaðurinn Hlín Eiríksdóttir er nú með í landsliðinu á nýjan leik eftir góða frammistöðu í Svíþjóð í sumar. Koma hennar hjálpar til við að fylla í skarð Karólínu, segir Harpa: „Það er ekki það langt síðan að Karólína var ekki eitt af stóru nöfnunum. Við erum með reynslubolta þarna inni og getum gert breytingar. Karólína Lea var ekki á miðjunni hans [Þorsteins] á EM. Við erum að fá inn leikmenn eins og Hlín sem getur leyst þessa kantstöðu mjög vel – gríðarlega sterk og jákvætt að fá hana inn.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um landsliðið Auk þess sem Hlín kemur inn þá er miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir í hópnum á nýjan leik eftir að hafa farið á kostum með liði Vals í Bestu deildinni í sumar. Hún var valin í skarðið sem Hallbera Guðný Gísladóttir skildi eftir þegar hún lagði skóna á hilluna eftir EM, þrátt fyrir að Arna sé alls ekki hugsuð sem vinstri bakvörður. „Arna Sif búin að bera höfuð og herðar yfir aðra varnarmenn í deildinni“ „Mér finnst mjög „basic“ að Arna Sif komi þarna inn. Hún er búin að vera að spila frábærlega og ég held að hún hafi alveg gert tilkall til þess að vera í EM-hópnum. Annað er nokkuð eftir bókinni,“ sagði Harpa um valið á varnar- og markmönnum. „Þetta kemur kannski á óvart því það hafa aðrir leikmenn virst vera á undan henni á lista hjá Þorsteini til þessa, en þetta kemur engan veginn á óvart miðað við frammistöðu í sumar og hún er klárlega búin að vinna sér inn fyrir þessu sæti,“ sagði Mist Rúnarsdóttir og benti á að Natasha Anasi, miðvörður Breiðabliks, hefði þó ekkert gert af sér til að missa Örnu Sif fram fyrir sig í goggunarröðinni. „Mér finnst Arna Sif bara búin að bera höfuð og herðar yfir aðra varnarmenn í deildinni í sumar. Ég veit ekki hvar listinn hans Steina er en ég held að Arna sé nú búin að vera á blaði hjá honum,“ sagði Harpa. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi næsta föstudag og heldur svo til Hollands í úrslitaleik um sæti á HM. Landsliðið var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem meðal annars var rætt um þá staðreynd að Karólína, sem var frábær á EM í Englandi í júlí, yrði ekki með vegna meiðsla. „Auðvitað eru það stórar fréttir og það fer hrollur um marga, eflaust. En við höfum misst út lykilleikmenn og við leysum það alltaf. Þetta er ekki of stór biti fyrir okkur,“ sagði Harpa. Kantmaðurinn Hlín Eiríksdóttir er nú með í landsliðinu á nýjan leik eftir góða frammistöðu í Svíþjóð í sumar. Koma hennar hjálpar til við að fylla í skarð Karólínu, segir Harpa: „Það er ekki það langt síðan að Karólína var ekki eitt af stóru nöfnunum. Við erum með reynslubolta þarna inni og getum gert breytingar. Karólína Lea var ekki á miðjunni hans [Þorsteins] á EM. Við erum að fá inn leikmenn eins og Hlín sem getur leyst þessa kantstöðu mjög vel – gríðarlega sterk og jákvætt að fá hana inn.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um landsliðið Auk þess sem Hlín kemur inn þá er miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir í hópnum á nýjan leik eftir að hafa farið á kostum með liði Vals í Bestu deildinni í sumar. Hún var valin í skarðið sem Hallbera Guðný Gísladóttir skildi eftir þegar hún lagði skóna á hilluna eftir EM, þrátt fyrir að Arna sé alls ekki hugsuð sem vinstri bakvörður. „Arna Sif búin að bera höfuð og herðar yfir aðra varnarmenn í deildinni“ „Mér finnst mjög „basic“ að Arna Sif komi þarna inn. Hún er búin að vera að spila frábærlega og ég held að hún hafi alveg gert tilkall til þess að vera í EM-hópnum. Annað er nokkuð eftir bókinni,“ sagði Harpa um valið á varnar- og markmönnum. „Þetta kemur kannski á óvart því það hafa aðrir leikmenn virst vera á undan henni á lista hjá Þorsteini til þessa, en þetta kemur engan veginn á óvart miðað við frammistöðu í sumar og hún er klárlega búin að vinna sér inn fyrir þessu sæti,“ sagði Mist Rúnarsdóttir og benti á að Natasha Anasi, miðvörður Breiðabliks, hefði þó ekkert gert af sér til að missa Örnu Sif fram fyrir sig í goggunarröðinni. „Mér finnst Arna Sif bara búin að bera höfuð og herðar yfir aðra varnarmenn í deildinni í sumar. Ég veit ekki hvar listinn hans Steina er en ég held að Arna sé nú búin að vera á blaði hjá honum,“ sagði Harpa.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti