Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 09:31 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af síðustu leikjunum í undankeppni HM, eftir að hafa verið frábær á EM í sumar. Getty/Alex Pantling Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi næsta föstudag og heldur svo til Hollands í úrslitaleik um sæti á HM. Landsliðið var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem meðal annars var rætt um þá staðreynd að Karólína, sem var frábær á EM í Englandi í júlí, yrði ekki með vegna meiðsla. „Auðvitað eru það stórar fréttir og það fer hrollur um marga, eflaust. En við höfum misst út lykilleikmenn og við leysum það alltaf. Þetta er ekki of stór biti fyrir okkur,“ sagði Harpa. Kantmaðurinn Hlín Eiríksdóttir er nú með í landsliðinu á nýjan leik eftir góða frammistöðu í Svíþjóð í sumar. Koma hennar hjálpar til við að fylla í skarð Karólínu, segir Harpa: „Það er ekki það langt síðan að Karólína var ekki eitt af stóru nöfnunum. Við erum með reynslubolta þarna inni og getum gert breytingar. Karólína Lea var ekki á miðjunni hans [Þorsteins] á EM. Við erum að fá inn leikmenn eins og Hlín sem getur leyst þessa kantstöðu mjög vel – gríðarlega sterk og jákvætt að fá hana inn.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um landsliðið Auk þess sem Hlín kemur inn þá er miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir í hópnum á nýjan leik eftir að hafa farið á kostum með liði Vals í Bestu deildinni í sumar. Hún var valin í skarðið sem Hallbera Guðný Gísladóttir skildi eftir þegar hún lagði skóna á hilluna eftir EM, þrátt fyrir að Arna sé alls ekki hugsuð sem vinstri bakvörður. „Arna Sif búin að bera höfuð og herðar yfir aðra varnarmenn í deildinni“ „Mér finnst mjög „basic“ að Arna Sif komi þarna inn. Hún er búin að vera að spila frábærlega og ég held að hún hafi alveg gert tilkall til þess að vera í EM-hópnum. Annað er nokkuð eftir bókinni,“ sagði Harpa um valið á varnar- og markmönnum. „Þetta kemur kannski á óvart því það hafa aðrir leikmenn virst vera á undan henni á lista hjá Þorsteini til þessa, en þetta kemur engan veginn á óvart miðað við frammistöðu í sumar og hún er klárlega búin að vinna sér inn fyrir þessu sæti,“ sagði Mist Rúnarsdóttir og benti á að Natasha Anasi, miðvörður Breiðabliks, hefði þó ekkert gert af sér til að missa Örnu Sif fram fyrir sig í goggunarröðinni. „Mér finnst Arna Sif bara búin að bera höfuð og herðar yfir aðra varnarmenn í deildinni í sumar. Ég veit ekki hvar listinn hans Steina er en ég held að Arna sé nú búin að vera á blaði hjá honum,“ sagði Harpa. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi næsta föstudag og heldur svo til Hollands í úrslitaleik um sæti á HM. Landsliðið var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem meðal annars var rætt um þá staðreynd að Karólína, sem var frábær á EM í Englandi í júlí, yrði ekki með vegna meiðsla. „Auðvitað eru það stórar fréttir og það fer hrollur um marga, eflaust. En við höfum misst út lykilleikmenn og við leysum það alltaf. Þetta er ekki of stór biti fyrir okkur,“ sagði Harpa. Kantmaðurinn Hlín Eiríksdóttir er nú með í landsliðinu á nýjan leik eftir góða frammistöðu í Svíþjóð í sumar. Koma hennar hjálpar til við að fylla í skarð Karólínu, segir Harpa: „Það er ekki það langt síðan að Karólína var ekki eitt af stóru nöfnunum. Við erum með reynslubolta þarna inni og getum gert breytingar. Karólína Lea var ekki á miðjunni hans [Þorsteins] á EM. Við erum að fá inn leikmenn eins og Hlín sem getur leyst þessa kantstöðu mjög vel – gríðarlega sterk og jákvætt að fá hana inn.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um landsliðið Auk þess sem Hlín kemur inn þá er miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir í hópnum á nýjan leik eftir að hafa farið á kostum með liði Vals í Bestu deildinni í sumar. Hún var valin í skarðið sem Hallbera Guðný Gísladóttir skildi eftir þegar hún lagði skóna á hilluna eftir EM, þrátt fyrir að Arna sé alls ekki hugsuð sem vinstri bakvörður. „Arna Sif búin að bera höfuð og herðar yfir aðra varnarmenn í deildinni“ „Mér finnst mjög „basic“ að Arna Sif komi þarna inn. Hún er búin að vera að spila frábærlega og ég held að hún hafi alveg gert tilkall til þess að vera í EM-hópnum. Annað er nokkuð eftir bókinni,“ sagði Harpa um valið á varnar- og markmönnum. „Þetta kemur kannski á óvart því það hafa aðrir leikmenn virst vera á undan henni á lista hjá Þorsteini til þessa, en þetta kemur engan veginn á óvart miðað við frammistöðu í sumar og hún er klárlega búin að vinna sér inn fyrir þessu sæti,“ sagði Mist Rúnarsdóttir og benti á að Natasha Anasi, miðvörður Breiðabliks, hefði þó ekkert gert af sér til að missa Örnu Sif fram fyrir sig í goggunarröðinni. „Mér finnst Arna Sif bara búin að bera höfuð og herðar yfir aðra varnarmenn í deildinni í sumar. Ég veit ekki hvar listinn hans Steina er en ég held að Arna sé nú búin að vera á blaði hjá honum,“ sagði Harpa.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira