50 ár frá fyrsta sparkinu á Íslandsmóti kvenna Valur Páll Eiríksson skrifar 26. ágúst 2022 13:00 Fyrstu Íslandsmeistarar kvenna, lið FH frá 1972, ásamt Alberti Guðmundssyni (t.h.) sem beitti sér hvað helst fyrir því að Íslandsmótið skildi stofnað. KSÍ/Helgi Dan Fyrsta Íslandsmót kvenna í fótbolta hófst á þessum degi fyrir sléttum 50 árum, þann 26. ágúst 1972. Breiðablik og Fram komu fyrsta mótinu af stað. Breiðablik og Fram spiluðu fyrsta leik kvenna á Íslandsmóti á Íslandi á Vallagerðisvelli á þessum degi fyrir 50 árum. Fram vann þar 3-2 sigur en Íslandsmótið var með töluvert öðrum hætti en þekkist í dag. Þá var spilað í tveimur fjögurra liða riðlum áður en úrslitaleikur var leikinn. Fram, FH, Þróttur og Breiðablik voru í öðrum riðlinum en Ármann, Haukar, ÍBK og Grindavík í hinum. FH og Ármann unnu riðlana og léku til úrslita þar sem Hafnfirðingar fögnuðu sigri. Vakin er athygli á því á Blikar.is að Breiðablik er eina liðið sem hefur tekið þátt í Íslandsmóti kvenna öll árin frá því að það var sett á laggirnar. „Augnayndi að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu“ Þar er saga stofnunar deildarinnar einnig rakin í stuttu máli en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, sendi út fyrirspurn til knattspyrnusambanda heimsins árið 1970 og vildi vita hversu margar viðurkenndu knattspyrnu kvenna. Aðeins tólf sambönd gerðu það á þeim tíma; Alsír, Suður-Afríka, Formósa, Singapúr, Taíland, Gvatemala, Jamaíka, Frakkland, Vestur-Þýskaland, Svíþjóð og Wales. Að auki var knattspyrna kvenna leikin í fleiri löndum, þar á meðal Danmörku og Englandi, án þess að vera viðurkennd af knattspyrnusambandi landanna. Umræða skapaðist í þjóðfélaginu um málið og sagði meðal annars í Þjóðviljanum þann 9. apríl 1970: „Augnayndi gæti það nú orðið íslenzkum knattspyrnuunnendum, sem flestir eru af sterkara kyninu, að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu og þarf varla að efa að hún yrði vinsæl íþróttagrein hér á landi“. Bersýnilega má sjá að viðhorfin til knattspyrnu kvenna hafa blessunarlega breyst síðan þá, en Albert Guðmundsson, þáverandi formaður KSÍ, er sagður hafa beitt sér hvað mest fyrir því að Íslandsmót kvenna væri sett á laggirnar. Fyrsti opinberi leikurinn var þá leikur Reykjavíkur og Keflavíkur á Laugardalsvelli 20. júlí 1970, en sá leikur var aðeins tuttugu mínútna langur og var leikinn fyrir karlalandsleik Íslands og Noregs. Íslandsmót kvenna innanhúss fylgdi um haustið 1971 áður en fyrsta Íslandsmótið fór fram á haustmánuðum 1972. Átta lið orðið Íslandsmeistari Fimmtugasti Íslandsmeistaratitilinn er því í boði þegar Bestu deild kvenna lýkur í haust en Valur er með fjögurra stiga forskot á Breiðablik þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir. Breiðablik hefur oftast unnið Íslandsmeistaratitilinn, 18 sinnum, en Valur hefur fagnað sigri tólf sinnum og á titil að verja. Sex önnur lið hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn frá stofnun mótsins; KR (sex sinnum, síðast 2003), FH (fjórum sinnum, síðast 1976), Stjarnan (fjórum sinnum, síðast 2016), ÍA (þrisvar, síðast 1987), Þór/KA (tvisvar, síðast 2017) og þá vann Ármann sinn eina titil á öðru Íslandsmóti sögunnar, árið 1973. Greinagóða umfjöllun um sögu Íslandsmótsins má nálgast á Blikar.is. Besta deild kvenna Breiðablik Valur FH Fram Tímamót Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Breiðablik og Fram spiluðu fyrsta leik kvenna á Íslandsmóti á Íslandi á Vallagerðisvelli á þessum degi fyrir 50 árum. Fram vann þar 3-2 sigur en Íslandsmótið var með töluvert öðrum hætti en þekkist í dag. Þá var spilað í tveimur fjögurra liða riðlum áður en úrslitaleikur var leikinn. Fram, FH, Þróttur og Breiðablik voru í öðrum riðlinum en Ármann, Haukar, ÍBK og Grindavík í hinum. FH og Ármann unnu riðlana og léku til úrslita þar sem Hafnfirðingar fögnuðu sigri. Vakin er athygli á því á Blikar.is að Breiðablik er eina liðið sem hefur tekið þátt í Íslandsmóti kvenna öll árin frá því að það var sett á laggirnar. „Augnayndi að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu“ Þar er saga stofnunar deildarinnar einnig rakin í stuttu máli en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, sendi út fyrirspurn til knattspyrnusambanda heimsins árið 1970 og vildi vita hversu margar viðurkenndu knattspyrnu kvenna. Aðeins tólf sambönd gerðu það á þeim tíma; Alsír, Suður-Afríka, Formósa, Singapúr, Taíland, Gvatemala, Jamaíka, Frakkland, Vestur-Þýskaland, Svíþjóð og Wales. Að auki var knattspyrna kvenna leikin í fleiri löndum, þar á meðal Danmörku og Englandi, án þess að vera viðurkennd af knattspyrnusambandi landanna. Umræða skapaðist í þjóðfélaginu um málið og sagði meðal annars í Þjóðviljanum þann 9. apríl 1970: „Augnayndi gæti það nú orðið íslenzkum knattspyrnuunnendum, sem flestir eru af sterkara kyninu, að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu og þarf varla að efa að hún yrði vinsæl íþróttagrein hér á landi“. Bersýnilega má sjá að viðhorfin til knattspyrnu kvenna hafa blessunarlega breyst síðan þá, en Albert Guðmundsson, þáverandi formaður KSÍ, er sagður hafa beitt sér hvað mest fyrir því að Íslandsmót kvenna væri sett á laggirnar. Fyrsti opinberi leikurinn var þá leikur Reykjavíkur og Keflavíkur á Laugardalsvelli 20. júlí 1970, en sá leikur var aðeins tuttugu mínútna langur og var leikinn fyrir karlalandsleik Íslands og Noregs. Íslandsmót kvenna innanhúss fylgdi um haustið 1971 áður en fyrsta Íslandsmótið fór fram á haustmánuðum 1972. Átta lið orðið Íslandsmeistari Fimmtugasti Íslandsmeistaratitilinn er því í boði þegar Bestu deild kvenna lýkur í haust en Valur er með fjögurra stiga forskot á Breiðablik þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir. Breiðablik hefur oftast unnið Íslandsmeistaratitilinn, 18 sinnum, en Valur hefur fagnað sigri tólf sinnum og á titil að verja. Sex önnur lið hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn frá stofnun mótsins; KR (sex sinnum, síðast 2003), FH (fjórum sinnum, síðast 1976), Stjarnan (fjórum sinnum, síðast 2016), ÍA (þrisvar, síðast 1987), Þór/KA (tvisvar, síðast 2017) og þá vann Ármann sinn eina titil á öðru Íslandsmóti sögunnar, árið 1973. Greinagóða umfjöllun um sögu Íslandsmótsins má nálgast á Blikar.is.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur FH Fram Tímamót Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira