Fækkun sýslumanna – stöldrum við Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 13:00 Ég hafði efasemdir um aðskilnað lögreglu og sýslumanna á sínum tíma og greiddi þeim ekki atkvæði þegar ég sat á Alþingi sem varamaður. Það var vegna þess að ég hafði efasemdir um að þjónustan yrði jafn öflug og þörf var og er á. Markmiðið var m.a. að tryggja að starfsstöðvarnar yrðu stærri og öflugri og réðu við aukinn fjölda stærri verkefna. Ég hef ítrekað vakið máls á þessu fyrirkomulagi í ræðustól Alþingis síðan þá og þykir leitt að segja að því miður hefur þetta ekki gengið eftir að stóru leyti, þrátt fyrir ýmsar tillögur sýslumanna víða um land að verkefnaflutningum og styrkingu embættanna í gegnum árin. Miðstýring Nú á aftur að leggja til atlögu með stórri kerfisbreytingu sem felst í því að fækka sýslumönnum niður í einn, búa til miðstýrða einingu sem færir mikið vald frá Alþingi til ráðherra. Markmiðin eru, eins og áður, að byggja upp öflugar og nútímalegar þjónustueiningar og fjölga bæði verkefnum og störfum á landsbyggðunum. Eftir lestur frumvarpsins get ég engan veginn séð að þessi kerfisbreyting sé nauðsynleg til að ná fram þeim verðugu markmiðum sem stefnt er að. Sporin hræða og það er ekki rakið eða sýnt fram á, með afgerandi hætti, í greinargerð frumvarpsins um hvaða verkefni er að ræða eða hvar þau á að inna af hendi. Þá er ekki sýnt fram á að þeim breytingum sem stefnt er að megi ekki ná fram í núverandi skipulagi sýslumannsembætta, án þessara stórkostlegu kerfisbreytinga. Það hefur verið lítill vilji hjá ráðuneytum og stofnunum fram til þessa að flytja verkefni til sýslumannsembættanna eins og sjá má á svörum við fyrirspurnum mínum varðandi málaflokkinn á síðustu árum. Nærþjónusta heima í héraði Ég geri ekki lítið úr mikilvægi þess að fylgja eftir nýjungum m.t.t. stafrænna lausna og sérhæfingu á ýmsum sviðum, enda hafa sýslumenn verið að nútímavæðast með innleiðingu stafrænna lausna, með því að taka að sér ný verkefni sem hafa verið vel leyst. Svo vel að þeir hafa hlotið viðurkenningu fyrir innleiðingu þeirra. Þá megum við ekki gleyma að sýslumenn og þeirra starfsfólk er mjög oft að sinna viðkvæmri nærþjónustu og að mínu mati er mikilvægt að forræði og stjórnun verkefna verði áfram í nærumhverfinu eins og kostur er. Hér er líka vert að minna á að þrátt fyrir þrönga stöðu hafa embættin sýnt góðan árangur ár eftir ár í þjónustukönnunum og vaxandi ánægja er með þjónustu þeirra. Af 32 umsögnum um málið í samráðsgátt eru allir, að undanskilinni einni sem tekur ekki afstöðu til nema eins atriðis í málinu, sem telja að málið sé ekki nægjanlega vel unnið, hvort raunveruleg þörf sé á svo miklum breytingum, og það þarfnist frekara samtals og samráðs. Ég tek undir það og ekki síst í ljósi fyrirliggjandi byggðaáætlunar þar sem ég tel málið, eins og það er lagt upp, ekki samræmast þeirri nálgun sem þar er lögð til. Ég hvet ráðherra til að endurskoða framlagningu málsins og hlusta á alla þá hagaðila sem skiluðu umsögnum um málið. Ég get ekki samþykkt þessa leið sem hér er lagt upp með óbreytta. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ég hafði efasemdir um aðskilnað lögreglu og sýslumanna á sínum tíma og greiddi þeim ekki atkvæði þegar ég sat á Alþingi sem varamaður. Það var vegna þess að ég hafði efasemdir um að þjónustan yrði jafn öflug og þörf var og er á. Markmiðið var m.a. að tryggja að starfsstöðvarnar yrðu stærri og öflugri og réðu við aukinn fjölda stærri verkefna. Ég hef ítrekað vakið máls á þessu fyrirkomulagi í ræðustól Alþingis síðan þá og þykir leitt að segja að því miður hefur þetta ekki gengið eftir að stóru leyti, þrátt fyrir ýmsar tillögur sýslumanna víða um land að verkefnaflutningum og styrkingu embættanna í gegnum árin. Miðstýring Nú á aftur að leggja til atlögu með stórri kerfisbreytingu sem felst í því að fækka sýslumönnum niður í einn, búa til miðstýrða einingu sem færir mikið vald frá Alþingi til ráðherra. Markmiðin eru, eins og áður, að byggja upp öflugar og nútímalegar þjónustueiningar og fjölga bæði verkefnum og störfum á landsbyggðunum. Eftir lestur frumvarpsins get ég engan veginn séð að þessi kerfisbreyting sé nauðsynleg til að ná fram þeim verðugu markmiðum sem stefnt er að. Sporin hræða og það er ekki rakið eða sýnt fram á, með afgerandi hætti, í greinargerð frumvarpsins um hvaða verkefni er að ræða eða hvar þau á að inna af hendi. Þá er ekki sýnt fram á að þeim breytingum sem stefnt er að megi ekki ná fram í núverandi skipulagi sýslumannsembætta, án þessara stórkostlegu kerfisbreytinga. Það hefur verið lítill vilji hjá ráðuneytum og stofnunum fram til þessa að flytja verkefni til sýslumannsembættanna eins og sjá má á svörum við fyrirspurnum mínum varðandi málaflokkinn á síðustu árum. Nærþjónusta heima í héraði Ég geri ekki lítið úr mikilvægi þess að fylgja eftir nýjungum m.t.t. stafrænna lausna og sérhæfingu á ýmsum sviðum, enda hafa sýslumenn verið að nútímavæðast með innleiðingu stafrænna lausna, með því að taka að sér ný verkefni sem hafa verið vel leyst. Svo vel að þeir hafa hlotið viðurkenningu fyrir innleiðingu þeirra. Þá megum við ekki gleyma að sýslumenn og þeirra starfsfólk er mjög oft að sinna viðkvæmri nærþjónustu og að mínu mati er mikilvægt að forræði og stjórnun verkefna verði áfram í nærumhverfinu eins og kostur er. Hér er líka vert að minna á að þrátt fyrir þrönga stöðu hafa embættin sýnt góðan árangur ár eftir ár í þjónustukönnunum og vaxandi ánægja er með þjónustu þeirra. Af 32 umsögnum um málið í samráðsgátt eru allir, að undanskilinni einni sem tekur ekki afstöðu til nema eins atriðis í málinu, sem telja að málið sé ekki nægjanlega vel unnið, hvort raunveruleg þörf sé á svo miklum breytingum, og það þarfnist frekara samtals og samráðs. Ég tek undir það og ekki síst í ljósi fyrirliggjandi byggðaáætlunar þar sem ég tel málið, eins og það er lagt upp, ekki samræmast þeirri nálgun sem þar er lögð til. Ég hvet ráðherra til að endurskoða framlagningu málsins og hlusta á alla þá hagaðila sem skiluðu umsögnum um málið. Ég get ekki samþykkt þessa leið sem hér er lagt upp með óbreytta. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun