Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-ÍA 0-1 | Mark Olivers í lokin tryggði Skagamönnum annan sigurinn í röð Smári Jökull Jónsson skrifar 28. ágúst 2022 20:02 Hvað gera Skagamenn í Keflavík? Vísir/Diego Oliver Stefánsson var hetja Skagamanna þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Keflavík suður með sjó í dag. Þetta er annar sigur ÍA í röð sem fara úr neðsta sæti deildarinnar með sigrinum. Leikurinn var fremur bragðdaufur lengst af. Keflvíkingar fengu dauðafæri í fyrri hálfleiknum þegar Dagur Ingi Valsson skaut í stöngina og heimamenn áttu heilt yfir hættulegri færi sem þeir náðu ekki að nýta. Síðari hálfleikur var sömuleiðis fremur daufur og lítið um galopin færi. Keflvíkingar fengu þó færi sem tókst ekki að nýta og meðal annars bjargaði Skagamaðurinn Tobias Stagaard glæsilega á marklínu þegar Ignacio Heras skaut að marki. Það virtist síðan allt stefna í markalaust jafntefli þegar Oliver skoraði á 89.mínútu leiksins. Skagamenn fögnuðu sem óðir væru enda stigin þrjú gríðarlega mikilvæg í fallbaráttunni. ÍA er nú komið með 14 stig í Bestu deildinni og komið uppfyrir Leikni sem eiga leik gegn Breiðablik í kvöld. Af hverju vann ÍA? Keflvíkingar naga sig eflaust í handarbökin að hafa ekki náð að landa þremur stigum í dag. Þeir áttu möguleika sem þeir fóru frekar illa með. Skagamenn hins vegar gáfust aldrei upp. Lengst af í síðari hálfleik voru þeir bitlausir og mark frá þeim lá ekki beint í loftinu þegar Oliver skoraði. Það skal enginn afskrifa Skagamenn og þeirra karakter. Þeir áttu ótrúlega endurkomu í fyrra þar sem þeir einmitt tryggðu sæti sitt í Bestu deildinni með sigri hér í Keflavík. Þeir hafa nú unnið tvo leiki í röð, eru komnir úr neðsta sætinu í fyrsta sinn síðan í 13.umferð og eru klárlega komnir með blóð á tennurnar. Þessir stóðu upp úr: Hjá Keflavík átti Dani Hatakka góðan leik í vörninni og Dagur Ingi Valsson var líflegur framan af þrátt fyrir að hafa ekki nýtt dauðafæri í fyrri hálfleiknum. Þá átti Nacho Heras ágætan leik. Hjá Skagamönnum átti Árni Marinó í markinu góðan leik og greip vel inn í þegar á þurfti að halda. Björgun Stagaard í síðari hálfleiknum var mögnuð og félagi hans í miðverðinum, Aron Bjarki Jósepsson, átti sömuleiðis góðan leik. Þá verður að minnast á Hauk Andra Haraldsson, 17 ára strák á miðju Skagamanna, sem hljóp úr sér lungun í dag en hann skoraði einmitt gegn ÍBV í síðustu umferð. Hvað gekk illa? Keflvíkingar nýttu ekki þau færi sem þeir fengu og með meiri skerpu á síðasta þriðjungi vallarins hefðu þeir getað skapað sér fleiri og betri færi. Skagamenn voru fremur bitlausir í dag og Sindri Kristinn þurfti sjaldan að taka á stóra sínum í marki Keflavíkur. Hvað gerist næst? Í næstu umferð Bestu deildarinnar er stórveldaslagur á Skipaskaga þar sem ÍA tekur á móti KR en rígurinn þar á milli er löngu orðinn klassískur. Keflavík heldur í Garðabæinn og mætir Stjörnunni á Samsung-vellinum. Þar mætast tvö lið sem eru í smá lægð og verður forvitnilegt að sjá hvort liðið nær sér á flug á nýjan leik. Sigurður Ragnar: Nýttum ekki færin og var refsað Vísir/Diego Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var vitaskuld svekktur með tapið gegn ÍA í dag þar sem Skagamenn skoruðu sigurmarkið rétt undir lok leiksins. „Við spiluðum mjög flottan leik og frammistaðan mjög góð. Við eigum skot í stöng, þeir bjarga tvisvar á línu og við fengum tvær aukaspyrnur sem döðruðu við að vera víti. Við bara nýtum færin ekki nógu vel og okkur var refsað fyrir það,“ sagði Sigurður Ragnar í samtali við Vísi eftir leikinn í dag. „Ég man ekki eftir að Sindri (Kristinn Ólafsson) hafi þurft að verja í leiknum og svo fá þeir þetta færi þarna í restina og kláruðu það vel. Þeir vörðust og börðust vel en mér fannst við hafa yfirhöndina nær allan leikinn, spiluðum flottan fótbolta og sköpuðum fullt af færum þannig að ég er ánægður með frammistöðuna en það er svekkjandi að ná ekki að vinna.“ Eins og áður segir kom mark Olivers Stefánssonar á lokamínútu venjulegs leiktíma en hann fékk þá boltann aleinn á fjærstönginni og þurfti lítið að gera nema pota boltanum í netið. „Þeir áttu horn sem við skölluðum frá og svo kemur bolti aftur fyrir og á fjær og við kannski gleymum okkur aðeins, dekkum ekki markmegin. Boltinn fer yfir allan pakkann og þeir ná skalla þar sem hann kemst bakvið línuna okkar.“ Keflvíkingar eru í baráttunni um að komast í efri hluta deildarinnar en hefðu eflaust viljað nýta sér það betur að KR tapaði stigum í dag. „Þetta gerir möguleikana aðeins minni að komast í topp sex en það er ennþá möguleiki fyrir hendi. Á meðan það er möguleiki að komast þangað þá auðvitað stefnum við á það og það er enn markmiðið. Það eru þrír leikir eftir, þeir eru erfiðir en við ætlum að taka þá.“ Jón Þór: Liðsheildin er að eflast hjá okkur Jón Þór hrósaði sínum mönnum fyrir karakterinn sem þeir sýndu í dag.Vísir/P. Cieslikiewicz „Þetta var gríðarlega sætur sigur og fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar. Við sýndum mikinn karakter og þetta kemur auðvitað af því að menn trúa og hafa trúað allan tímann. Það er gríðarlega ánægjulegt að halda hreinu og menn börðust og vörðust fyrir lífi sínu í dag. Við þurfum að halda því áfram,“ sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir sigurinn gegn Keflavík. Skagamenn björguðu sér á eftirminnilegan hátt í Bestu deildinni í fyrra og ætla sér auðvitað að gera það sama núna í ár. „Þetta er náttúrulega mikið breytt lið en það vinnur ekki á móti okkur. Liðið og leikmennir eru mjög einbeittir að vinna að ákveðnum hlutum sem hafa skilað okkur tveimur sigrum í röð. Það eru ákveðin gildi sem við höfum viljað bæta hjá okkur og það hefur gengið vel hjá okkur síðustu vikurnar. Það er það sem er að skila þessum tveimur sigrum núna.“ Keflvíkingar fengu betri færi en Skagamenn í leiknum í dag og voru í raun klaufar að vera ekki búnir að skora þegar Skagamenn náðu að setja mark í lokin. „Ég er gríðarlega ánægður með karakterinn, baráttuandann og liðsheildina. Hún er að eflast hjá okkur gríðarlega mikið og það er fyrst og fremst hún sem að lokum tryggði okkur sigur. Auðvitað er það rétt að það skall hurð nærri hælum í nokkur skipti en við héldum alltaf áfram og það braut okkur ekkert.“ „Það er gríðarlega jákvætt fyrir okkur á þessum tímapunkti að halda hreinu. Það er risastór sigur fyrir okkur líka þannig að við fögnum því og höldum áfram á þessari braut. Að menn séu virkilega einbeittir á það að halda áfram að einbeita sér að réttu hlutunum og þá erum við að taka réttu skrefin og byggjum svo ofan á það,“ sagði Jón Þór að lokum. Besta deild karla Keflavík ÍF ÍA Tengdar fréttir Oliver: Yndislegt að gefa til baka „Þetta var geggjað, fyrsta markið fyrir klúbbinn og merkileg stund fyrir mig,“ sagði Oliver Stefánsson leikmaður ÍA eftir 1-0 sigur á Keflavík í Bestu deildinni í dag. Oliver skoraði eina mark leiksins á 89.mínútu leiksins. 28. ágúst 2022 19:15
Oliver Stefánsson var hetja Skagamanna þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Keflavík suður með sjó í dag. Þetta er annar sigur ÍA í röð sem fara úr neðsta sæti deildarinnar með sigrinum. Leikurinn var fremur bragðdaufur lengst af. Keflvíkingar fengu dauðafæri í fyrri hálfleiknum þegar Dagur Ingi Valsson skaut í stöngina og heimamenn áttu heilt yfir hættulegri færi sem þeir náðu ekki að nýta. Síðari hálfleikur var sömuleiðis fremur daufur og lítið um galopin færi. Keflvíkingar fengu þó færi sem tókst ekki að nýta og meðal annars bjargaði Skagamaðurinn Tobias Stagaard glæsilega á marklínu þegar Ignacio Heras skaut að marki. Það virtist síðan allt stefna í markalaust jafntefli þegar Oliver skoraði á 89.mínútu leiksins. Skagamenn fögnuðu sem óðir væru enda stigin þrjú gríðarlega mikilvæg í fallbaráttunni. ÍA er nú komið með 14 stig í Bestu deildinni og komið uppfyrir Leikni sem eiga leik gegn Breiðablik í kvöld. Af hverju vann ÍA? Keflvíkingar naga sig eflaust í handarbökin að hafa ekki náð að landa þremur stigum í dag. Þeir áttu möguleika sem þeir fóru frekar illa með. Skagamenn hins vegar gáfust aldrei upp. Lengst af í síðari hálfleik voru þeir bitlausir og mark frá þeim lá ekki beint í loftinu þegar Oliver skoraði. Það skal enginn afskrifa Skagamenn og þeirra karakter. Þeir áttu ótrúlega endurkomu í fyrra þar sem þeir einmitt tryggðu sæti sitt í Bestu deildinni með sigri hér í Keflavík. Þeir hafa nú unnið tvo leiki í röð, eru komnir úr neðsta sætinu í fyrsta sinn síðan í 13.umferð og eru klárlega komnir með blóð á tennurnar. Þessir stóðu upp úr: Hjá Keflavík átti Dani Hatakka góðan leik í vörninni og Dagur Ingi Valsson var líflegur framan af þrátt fyrir að hafa ekki nýtt dauðafæri í fyrri hálfleiknum. Þá átti Nacho Heras ágætan leik. Hjá Skagamönnum átti Árni Marinó í markinu góðan leik og greip vel inn í þegar á þurfti að halda. Björgun Stagaard í síðari hálfleiknum var mögnuð og félagi hans í miðverðinum, Aron Bjarki Jósepsson, átti sömuleiðis góðan leik. Þá verður að minnast á Hauk Andra Haraldsson, 17 ára strák á miðju Skagamanna, sem hljóp úr sér lungun í dag en hann skoraði einmitt gegn ÍBV í síðustu umferð. Hvað gekk illa? Keflvíkingar nýttu ekki þau færi sem þeir fengu og með meiri skerpu á síðasta þriðjungi vallarins hefðu þeir getað skapað sér fleiri og betri færi. Skagamenn voru fremur bitlausir í dag og Sindri Kristinn þurfti sjaldan að taka á stóra sínum í marki Keflavíkur. Hvað gerist næst? Í næstu umferð Bestu deildarinnar er stórveldaslagur á Skipaskaga þar sem ÍA tekur á móti KR en rígurinn þar á milli er löngu orðinn klassískur. Keflavík heldur í Garðabæinn og mætir Stjörnunni á Samsung-vellinum. Þar mætast tvö lið sem eru í smá lægð og verður forvitnilegt að sjá hvort liðið nær sér á flug á nýjan leik. Sigurður Ragnar: Nýttum ekki færin og var refsað Vísir/Diego Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var vitaskuld svekktur með tapið gegn ÍA í dag þar sem Skagamenn skoruðu sigurmarkið rétt undir lok leiksins. „Við spiluðum mjög flottan leik og frammistaðan mjög góð. Við eigum skot í stöng, þeir bjarga tvisvar á línu og við fengum tvær aukaspyrnur sem döðruðu við að vera víti. Við bara nýtum færin ekki nógu vel og okkur var refsað fyrir það,“ sagði Sigurður Ragnar í samtali við Vísi eftir leikinn í dag. „Ég man ekki eftir að Sindri (Kristinn Ólafsson) hafi þurft að verja í leiknum og svo fá þeir þetta færi þarna í restina og kláruðu það vel. Þeir vörðust og börðust vel en mér fannst við hafa yfirhöndina nær allan leikinn, spiluðum flottan fótbolta og sköpuðum fullt af færum þannig að ég er ánægður með frammistöðuna en það er svekkjandi að ná ekki að vinna.“ Eins og áður segir kom mark Olivers Stefánssonar á lokamínútu venjulegs leiktíma en hann fékk þá boltann aleinn á fjærstönginni og þurfti lítið að gera nema pota boltanum í netið. „Þeir áttu horn sem við skölluðum frá og svo kemur bolti aftur fyrir og á fjær og við kannski gleymum okkur aðeins, dekkum ekki markmegin. Boltinn fer yfir allan pakkann og þeir ná skalla þar sem hann kemst bakvið línuna okkar.“ Keflvíkingar eru í baráttunni um að komast í efri hluta deildarinnar en hefðu eflaust viljað nýta sér það betur að KR tapaði stigum í dag. „Þetta gerir möguleikana aðeins minni að komast í topp sex en það er ennþá möguleiki fyrir hendi. Á meðan það er möguleiki að komast þangað þá auðvitað stefnum við á það og það er enn markmiðið. Það eru þrír leikir eftir, þeir eru erfiðir en við ætlum að taka þá.“ Jón Þór: Liðsheildin er að eflast hjá okkur Jón Þór hrósaði sínum mönnum fyrir karakterinn sem þeir sýndu í dag.Vísir/P. Cieslikiewicz „Þetta var gríðarlega sætur sigur og fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar. Við sýndum mikinn karakter og þetta kemur auðvitað af því að menn trúa og hafa trúað allan tímann. Það er gríðarlega ánægjulegt að halda hreinu og menn börðust og vörðust fyrir lífi sínu í dag. Við þurfum að halda því áfram,“ sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir sigurinn gegn Keflavík. Skagamenn björguðu sér á eftirminnilegan hátt í Bestu deildinni í fyrra og ætla sér auðvitað að gera það sama núna í ár. „Þetta er náttúrulega mikið breytt lið en það vinnur ekki á móti okkur. Liðið og leikmennir eru mjög einbeittir að vinna að ákveðnum hlutum sem hafa skilað okkur tveimur sigrum í röð. Það eru ákveðin gildi sem við höfum viljað bæta hjá okkur og það hefur gengið vel hjá okkur síðustu vikurnar. Það er það sem er að skila þessum tveimur sigrum núna.“ Keflvíkingar fengu betri færi en Skagamenn í leiknum í dag og voru í raun klaufar að vera ekki búnir að skora þegar Skagamenn náðu að setja mark í lokin. „Ég er gríðarlega ánægður með karakterinn, baráttuandann og liðsheildina. Hún er að eflast hjá okkur gríðarlega mikið og það er fyrst og fremst hún sem að lokum tryggði okkur sigur. Auðvitað er það rétt að það skall hurð nærri hælum í nokkur skipti en við héldum alltaf áfram og það braut okkur ekkert.“ „Það er gríðarlega jákvætt fyrir okkur á þessum tímapunkti að halda hreinu. Það er risastór sigur fyrir okkur líka þannig að við fögnum því og höldum áfram á þessari braut. Að menn séu virkilega einbeittir á það að halda áfram að einbeita sér að réttu hlutunum og þá erum við að taka réttu skrefin og byggjum svo ofan á það,“ sagði Jón Þór að lokum.
Besta deild karla Keflavík ÍF ÍA Tengdar fréttir Oliver: Yndislegt að gefa til baka „Þetta var geggjað, fyrsta markið fyrir klúbbinn og merkileg stund fyrir mig,“ sagði Oliver Stefánsson leikmaður ÍA eftir 1-0 sigur á Keflavík í Bestu deildinni í dag. Oliver skoraði eina mark leiksins á 89.mínútu leiksins. 28. ágúst 2022 19:15
Oliver: Yndislegt að gefa til baka „Þetta var geggjað, fyrsta markið fyrir klúbbinn og merkileg stund fyrir mig,“ sagði Oliver Stefánsson leikmaður ÍA eftir 1-0 sigur á Keflavík í Bestu deildinni í dag. Oliver skoraði eina mark leiksins á 89.mínútu leiksins. 28. ágúst 2022 19:15
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti