Opið bréf til auglýsingadeilda og ritstjórna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 26. ágúst 2022 14:31 Frá aldamótum, og einkum síðasta áratug, hefur enska og enskunotkun orðið sífellt meira áberandi í íslensku málumhverfi. Þessu valda einkum ýmsar samfélagsbreytingar – mikil fjölgun innflytjenda, sprenging í ferðamennsku, alþjóðavæðing og fleira. En einnig koma til tæknibreytingar, ekki síst sítenging við enskan menningarheim með tilkomu snjallsíma, áhorf á erlendar efnis- og streymisveitur, og margt fleira. Allt þetta er í sjálfu sér eðlilegt og engin ástæða til að amast við því, en það veldur auknum þrýstingi á íslenskuna. Hættan er sú að við verðum ónæm fyrir enskunni, tökum ekki eftir því að enska er notuð við einhverjar aðstæður í stað íslensku, og enskan yfirtaki því sífellt stærri og stærri hlut af umráðasvæði íslenskunnar. Haldi sú þróun áfram endar það óhjákvæmilega með því að íslenskan hrynur, hættir að geta gegnt burðarhlutverki í samfélaginu. Það er hins vegar vel hægt að stöðva þessa þróun. Vænlegast er að gera það með almennri vitundarvakningu – með því að við öll, íslenskir málnotendur, hugsum út í þetta. Við þurfum að nota íslensku alls staðar þar sem þess er kostur, stuðla að því að annað fólk geri hið sama, og vekja athygli á því þegar misbrestur verður á. Hlutverk fjölmiðla á þessu sviði er stórt og ábyrgð þeirra mikil. Þess vegna skrifa ég ykkur til að hvetja ykkur til að íhuga hvað í þessari ábyrgð felst. Undanfarið hefur færst í vöxt að fjölmiðlar birti auglýsingar sem eru að verulegu eða öllu leyti á ensku, þrátt fyrir að í lögum sé skýrt tekið fram að auglýsingar sem eiga að höfða til íslenskra neytenda skuli vera á íslensku. Ég held, eða vil a.m.k. trúa því, að á bak við það búi sjaldnast einbeittur vilji auglýsenda til að sniðganga íslenskuna og brjóta lög, heldur sé oftast um hugsunarleysi að ræða – eða verið að spara með því að nýta erlendar auglýsingar. En hver sem ástæðan kann að vera er tvennt ljóst: Þetta er óheimilt samkvæmt lögum, og þetta vinnur gegn íslenskunni. Þótt auglýsendur beri að sjálfsögðu ábyrgð á auglýsingum sínum nær auglýsing ekki tilgangi sínum nema hún komi fyrir augu neytenda og þar koma fjölmiðlarnir til sögu – þeir bera ábyrgð á því sem þeir birta. Nýleg dæmi sýna að auglýsendur eru fáanlegir til að breyta auglýsingum sínum ef vakin er athygli á því að þær samrýmist ekki lögum. Ég skora á ykkur að hafna því að birta auglýsingar sem eru að verulegu leyti á ensku – bæði vegna þess að það er ólöglegt, en ekki síður vegna þess að slíkar auglýsingar vinna gegn íslenskunni og veikja varnir hennar gegn enskum áhrifum. Ég legg áherslu á að það er ekki mögulegt, og ekki heldur æskilegt eða skynsamlegt, að reyna að útrýma ensku úr íslensku málsamfélagi – hún er svo stór þáttur af veruleika okkar. Við verðum líka að taka tillit til þess mikla fjölda fólks sem býr hér og kann ekki íslensku, sem og til allra þeirra sem sækja landið heim. Enskan er hluti af íslensku málsamfélagi og hún er komin til að vera. Hún verður notuð hér áfram, samhliða íslenskunni, og það er allt í lagi. En hún má ekki koma í stað íslenskunnar. Það er ekkert óeðlilegt, og í sumum tilvikum æskilegt, að texti auglýsinga sé á ensku auk íslenskunnar. En ekki aðallega eða eingöngu á ensku. Bestu kveðjur, Eiríkur Rögnvaldsson Höfundur er prófessor emeritus í íslensku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál Íslenska á tækniöld Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Frá aldamótum, og einkum síðasta áratug, hefur enska og enskunotkun orðið sífellt meira áberandi í íslensku málumhverfi. Þessu valda einkum ýmsar samfélagsbreytingar – mikil fjölgun innflytjenda, sprenging í ferðamennsku, alþjóðavæðing og fleira. En einnig koma til tæknibreytingar, ekki síst sítenging við enskan menningarheim með tilkomu snjallsíma, áhorf á erlendar efnis- og streymisveitur, og margt fleira. Allt þetta er í sjálfu sér eðlilegt og engin ástæða til að amast við því, en það veldur auknum þrýstingi á íslenskuna. Hættan er sú að við verðum ónæm fyrir enskunni, tökum ekki eftir því að enska er notuð við einhverjar aðstæður í stað íslensku, og enskan yfirtaki því sífellt stærri og stærri hlut af umráðasvæði íslenskunnar. Haldi sú þróun áfram endar það óhjákvæmilega með því að íslenskan hrynur, hættir að geta gegnt burðarhlutverki í samfélaginu. Það er hins vegar vel hægt að stöðva þessa þróun. Vænlegast er að gera það með almennri vitundarvakningu – með því að við öll, íslenskir málnotendur, hugsum út í þetta. Við þurfum að nota íslensku alls staðar þar sem þess er kostur, stuðla að því að annað fólk geri hið sama, og vekja athygli á því þegar misbrestur verður á. Hlutverk fjölmiðla á þessu sviði er stórt og ábyrgð þeirra mikil. Þess vegna skrifa ég ykkur til að hvetja ykkur til að íhuga hvað í þessari ábyrgð felst. Undanfarið hefur færst í vöxt að fjölmiðlar birti auglýsingar sem eru að verulegu eða öllu leyti á ensku, þrátt fyrir að í lögum sé skýrt tekið fram að auglýsingar sem eiga að höfða til íslenskra neytenda skuli vera á íslensku. Ég held, eða vil a.m.k. trúa því, að á bak við það búi sjaldnast einbeittur vilji auglýsenda til að sniðganga íslenskuna og brjóta lög, heldur sé oftast um hugsunarleysi að ræða – eða verið að spara með því að nýta erlendar auglýsingar. En hver sem ástæðan kann að vera er tvennt ljóst: Þetta er óheimilt samkvæmt lögum, og þetta vinnur gegn íslenskunni. Þótt auglýsendur beri að sjálfsögðu ábyrgð á auglýsingum sínum nær auglýsing ekki tilgangi sínum nema hún komi fyrir augu neytenda og þar koma fjölmiðlarnir til sögu – þeir bera ábyrgð á því sem þeir birta. Nýleg dæmi sýna að auglýsendur eru fáanlegir til að breyta auglýsingum sínum ef vakin er athygli á því að þær samrýmist ekki lögum. Ég skora á ykkur að hafna því að birta auglýsingar sem eru að verulegu leyti á ensku – bæði vegna þess að það er ólöglegt, en ekki síður vegna þess að slíkar auglýsingar vinna gegn íslenskunni og veikja varnir hennar gegn enskum áhrifum. Ég legg áherslu á að það er ekki mögulegt, og ekki heldur æskilegt eða skynsamlegt, að reyna að útrýma ensku úr íslensku málsamfélagi – hún er svo stór þáttur af veruleika okkar. Við verðum líka að taka tillit til þess mikla fjölda fólks sem býr hér og kann ekki íslensku, sem og til allra þeirra sem sækja landið heim. Enskan er hluti af íslensku málsamfélagi og hún er komin til að vera. Hún verður notuð hér áfram, samhliða íslenskunni, og það er allt í lagi. En hún má ekki koma í stað íslenskunnar. Það er ekkert óeðlilegt, og í sumum tilvikum æskilegt, að texti auglýsinga sé á ensku auk íslenskunnar. En ekki aðallega eða eingöngu á ensku. Bestu kveðjur, Eiríkur Rögnvaldsson Höfundur er prófessor emeritus í íslensku
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar