Opið bréf til auglýsingadeilda og ritstjórna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 26. ágúst 2022 14:31 Frá aldamótum, og einkum síðasta áratug, hefur enska og enskunotkun orðið sífellt meira áberandi í íslensku málumhverfi. Þessu valda einkum ýmsar samfélagsbreytingar – mikil fjölgun innflytjenda, sprenging í ferðamennsku, alþjóðavæðing og fleira. En einnig koma til tæknibreytingar, ekki síst sítenging við enskan menningarheim með tilkomu snjallsíma, áhorf á erlendar efnis- og streymisveitur, og margt fleira. Allt þetta er í sjálfu sér eðlilegt og engin ástæða til að amast við því, en það veldur auknum þrýstingi á íslenskuna. Hættan er sú að við verðum ónæm fyrir enskunni, tökum ekki eftir því að enska er notuð við einhverjar aðstæður í stað íslensku, og enskan yfirtaki því sífellt stærri og stærri hlut af umráðasvæði íslenskunnar. Haldi sú þróun áfram endar það óhjákvæmilega með því að íslenskan hrynur, hættir að geta gegnt burðarhlutverki í samfélaginu. Það er hins vegar vel hægt að stöðva þessa þróun. Vænlegast er að gera það með almennri vitundarvakningu – með því að við öll, íslenskir málnotendur, hugsum út í þetta. Við þurfum að nota íslensku alls staðar þar sem þess er kostur, stuðla að því að annað fólk geri hið sama, og vekja athygli á því þegar misbrestur verður á. Hlutverk fjölmiðla á þessu sviði er stórt og ábyrgð þeirra mikil. Þess vegna skrifa ég ykkur til að hvetja ykkur til að íhuga hvað í þessari ábyrgð felst. Undanfarið hefur færst í vöxt að fjölmiðlar birti auglýsingar sem eru að verulegu eða öllu leyti á ensku, þrátt fyrir að í lögum sé skýrt tekið fram að auglýsingar sem eiga að höfða til íslenskra neytenda skuli vera á íslensku. Ég held, eða vil a.m.k. trúa því, að á bak við það búi sjaldnast einbeittur vilji auglýsenda til að sniðganga íslenskuna og brjóta lög, heldur sé oftast um hugsunarleysi að ræða – eða verið að spara með því að nýta erlendar auglýsingar. En hver sem ástæðan kann að vera er tvennt ljóst: Þetta er óheimilt samkvæmt lögum, og þetta vinnur gegn íslenskunni. Þótt auglýsendur beri að sjálfsögðu ábyrgð á auglýsingum sínum nær auglýsing ekki tilgangi sínum nema hún komi fyrir augu neytenda og þar koma fjölmiðlarnir til sögu – þeir bera ábyrgð á því sem þeir birta. Nýleg dæmi sýna að auglýsendur eru fáanlegir til að breyta auglýsingum sínum ef vakin er athygli á því að þær samrýmist ekki lögum. Ég skora á ykkur að hafna því að birta auglýsingar sem eru að verulegu leyti á ensku – bæði vegna þess að það er ólöglegt, en ekki síður vegna þess að slíkar auglýsingar vinna gegn íslenskunni og veikja varnir hennar gegn enskum áhrifum. Ég legg áherslu á að það er ekki mögulegt, og ekki heldur æskilegt eða skynsamlegt, að reyna að útrýma ensku úr íslensku málsamfélagi – hún er svo stór þáttur af veruleika okkar. Við verðum líka að taka tillit til þess mikla fjölda fólks sem býr hér og kann ekki íslensku, sem og til allra þeirra sem sækja landið heim. Enskan er hluti af íslensku málsamfélagi og hún er komin til að vera. Hún verður notuð hér áfram, samhliða íslenskunni, og það er allt í lagi. En hún má ekki koma í stað íslenskunnar. Það er ekkert óeðlilegt, og í sumum tilvikum æskilegt, að texti auglýsinga sé á ensku auk íslenskunnar. En ekki aðallega eða eingöngu á ensku. Bestu kveðjur, Eiríkur Rögnvaldsson Höfundur er prófessor emeritus í íslensku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál Íslenska á tækniöld Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Frá aldamótum, og einkum síðasta áratug, hefur enska og enskunotkun orðið sífellt meira áberandi í íslensku málumhverfi. Þessu valda einkum ýmsar samfélagsbreytingar – mikil fjölgun innflytjenda, sprenging í ferðamennsku, alþjóðavæðing og fleira. En einnig koma til tæknibreytingar, ekki síst sítenging við enskan menningarheim með tilkomu snjallsíma, áhorf á erlendar efnis- og streymisveitur, og margt fleira. Allt þetta er í sjálfu sér eðlilegt og engin ástæða til að amast við því, en það veldur auknum þrýstingi á íslenskuna. Hættan er sú að við verðum ónæm fyrir enskunni, tökum ekki eftir því að enska er notuð við einhverjar aðstæður í stað íslensku, og enskan yfirtaki því sífellt stærri og stærri hlut af umráðasvæði íslenskunnar. Haldi sú þróun áfram endar það óhjákvæmilega með því að íslenskan hrynur, hættir að geta gegnt burðarhlutverki í samfélaginu. Það er hins vegar vel hægt að stöðva þessa þróun. Vænlegast er að gera það með almennri vitundarvakningu – með því að við öll, íslenskir málnotendur, hugsum út í þetta. Við þurfum að nota íslensku alls staðar þar sem þess er kostur, stuðla að því að annað fólk geri hið sama, og vekja athygli á því þegar misbrestur verður á. Hlutverk fjölmiðla á þessu sviði er stórt og ábyrgð þeirra mikil. Þess vegna skrifa ég ykkur til að hvetja ykkur til að íhuga hvað í þessari ábyrgð felst. Undanfarið hefur færst í vöxt að fjölmiðlar birti auglýsingar sem eru að verulegu eða öllu leyti á ensku, þrátt fyrir að í lögum sé skýrt tekið fram að auglýsingar sem eiga að höfða til íslenskra neytenda skuli vera á íslensku. Ég held, eða vil a.m.k. trúa því, að á bak við það búi sjaldnast einbeittur vilji auglýsenda til að sniðganga íslenskuna og brjóta lög, heldur sé oftast um hugsunarleysi að ræða – eða verið að spara með því að nýta erlendar auglýsingar. En hver sem ástæðan kann að vera er tvennt ljóst: Þetta er óheimilt samkvæmt lögum, og þetta vinnur gegn íslenskunni. Þótt auglýsendur beri að sjálfsögðu ábyrgð á auglýsingum sínum nær auglýsing ekki tilgangi sínum nema hún komi fyrir augu neytenda og þar koma fjölmiðlarnir til sögu – þeir bera ábyrgð á því sem þeir birta. Nýleg dæmi sýna að auglýsendur eru fáanlegir til að breyta auglýsingum sínum ef vakin er athygli á því að þær samrýmist ekki lögum. Ég skora á ykkur að hafna því að birta auglýsingar sem eru að verulegu leyti á ensku – bæði vegna þess að það er ólöglegt, en ekki síður vegna þess að slíkar auglýsingar vinna gegn íslenskunni og veikja varnir hennar gegn enskum áhrifum. Ég legg áherslu á að það er ekki mögulegt, og ekki heldur æskilegt eða skynsamlegt, að reyna að útrýma ensku úr íslensku málsamfélagi – hún er svo stór þáttur af veruleika okkar. Við verðum líka að taka tillit til þess mikla fjölda fólks sem býr hér og kann ekki íslensku, sem og til allra þeirra sem sækja landið heim. Enskan er hluti af íslensku málsamfélagi og hún er komin til að vera. Hún verður notuð hér áfram, samhliða íslenskunni, og það er allt í lagi. En hún má ekki koma í stað íslenskunnar. Það er ekkert óeðlilegt, og í sumum tilvikum æskilegt, að texti auglýsinga sé á ensku auk íslenskunnar. En ekki aðallega eða eingöngu á ensku. Bestu kveðjur, Eiríkur Rögnvaldsson Höfundur er prófessor emeritus í íslensku
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun