Sport

„Ræddum það í hálfleik að við ætluðum að girða okkur í brók“

Andri Már Eggertsson skrifar
Sólveig Larsen í leik dagsins
Sólveig Larsen í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen, leikmaður Vals, var í skýjunum eftir 1-2 sigur á Breiðabliki í úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Ég er svo hamingjusöm að ég kem ekki upp orði,“ sagði Sólveig Jóhannesdóttir Larsen í samtali við Vísi eftir leik.

Valur lenti undir í leiknum og hrósaði Sólveig hugarfarinu í liðinu þar sem Valskonur sneru leiknum við og skoruðu tvö mörk í síðari hálfleik.

„Viljinn til að koma til baka stóð upp úr í dag. Við byrjuðum leikinn illa en vorum með hugarfarið á réttum stað sem sneri leiknum við í seinni hálfleik.“

„Í hálfleik töluðum við saman og við ætluðum að girða okkur í brók og gera þetta almennilega. Við fórum að vera þolinmóðari, hættum að sparka boltanum fram og þá small þetta.“

Í stöðunni 1-1 fékk Sólveig dauðafæri til að gera annað mark Vals en náði ekki að setja boltann á markið. 

„Þetta færi er að spilast í hausnum á mér trekk í trekk en ég skora bara næst. Svona gerist,“ sagði Sólveig og hló að lokum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×