„Ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. ágúst 2022 19:12 Ásrún Aldís Hreinsdóttir og Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir eru forsvarsmenn nemendafélags FSu. Vísir/Steingrímur Dúi Forsvarsmenn nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands eru ósáttir við hvernig stjórnendur hafa tekið á meintu kynferðisbroti innan veggja skólans. Skólameistarinn hefur beðið nemendur að vanda sig í umræðum um málið. Nemandinn sem um ræðir fékk fjögurra daga brottvísun frá skólanum. Í pósti til nemenda hvatti skólameistari FSu til þess að nemendur vönduðu sig í umræðum um málið, sem væri erfitt fyrir alla sem að því kæmu. Þá voru nemendur beðnir um að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum, og minnt á að menn teldust saklausir þar til sekt þeirra væri sönnuð. Fulltrúar nemenda eru óánægðir með viðbrögð skólans. Í póstinum sem skólameistarinn, Olga Lísa Garðarsdóttir, sendi nemendum, kom einnig fram að þar sem meintur gerandi og brotaþoli væru undir átján ára aldri ættu þau bæði rétt á að mæta í skólann eftir helgina, þar sem ekki væri búið að dæma í málinu. Forsvarsmenn nemendafélagsins telja viðbrögð stjórnenda ekki góð. „Það er náttúrulega ekki ásættanlegt að nemandi geti verið rekinn fyrir það að mæta ekki í tíma, en þegar eitthvað svona kemur upp, þá er það bara fjögurra daga straff. Og okkur finnst ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum. Nei,“ segja Ásrún Aldís Hreinsdóttir og Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir, formaður og varaformaður nemendafélags FSu. Ásrún og Sirrý eru einnig óánægðar með skilaboð skólameistarans til nemenda. „Til að byrja með þá á aldrei að þagga niður svona mál. Talið um þetta á samfélagsmiðlum eins og þið viljið, því að svona mál á að ræða. Þetta á ekki að vera þaggað. -Við viljum ekki gerendameðvirkni. -Nei“ Þær gera ráð fyrir að ræða við skólastjórn um málið eftir helgi. Og hverju ætlið þið að koma á framfæri við skólastjórnendur? „Þar sem við erum nemendafélag þá verðum við að koma skoðunum nemenda á framfæri og það er augljóst hver sú skoðun er. Nemendur eru ósáttir.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur staðfest við fréttastofu að embættið sem með meint kynferðisbrot innan veggja FSu til rannsóknar, en gat ekki tjáð sig að öðru leyti. Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Framhaldsskólar Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ Sjá meira
Nemandinn sem um ræðir fékk fjögurra daga brottvísun frá skólanum. Í pósti til nemenda hvatti skólameistari FSu til þess að nemendur vönduðu sig í umræðum um málið, sem væri erfitt fyrir alla sem að því kæmu. Þá voru nemendur beðnir um að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum, og minnt á að menn teldust saklausir þar til sekt þeirra væri sönnuð. Fulltrúar nemenda eru óánægðir með viðbrögð skólans. Í póstinum sem skólameistarinn, Olga Lísa Garðarsdóttir, sendi nemendum, kom einnig fram að þar sem meintur gerandi og brotaþoli væru undir átján ára aldri ættu þau bæði rétt á að mæta í skólann eftir helgina, þar sem ekki væri búið að dæma í málinu. Forsvarsmenn nemendafélagsins telja viðbrögð stjórnenda ekki góð. „Það er náttúrulega ekki ásættanlegt að nemandi geti verið rekinn fyrir það að mæta ekki í tíma, en þegar eitthvað svona kemur upp, þá er það bara fjögurra daga straff. Og okkur finnst ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum. Nei,“ segja Ásrún Aldís Hreinsdóttir og Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir, formaður og varaformaður nemendafélags FSu. Ásrún og Sirrý eru einnig óánægðar með skilaboð skólameistarans til nemenda. „Til að byrja með þá á aldrei að þagga niður svona mál. Talið um þetta á samfélagsmiðlum eins og þið viljið, því að svona mál á að ræða. Þetta á ekki að vera þaggað. -Við viljum ekki gerendameðvirkni. -Nei“ Þær gera ráð fyrir að ræða við skólastjórn um málið eftir helgi. Og hverju ætlið þið að koma á framfæri við skólastjórnendur? „Þar sem við erum nemendafélag þá verðum við að koma skoðunum nemenda á framfæri og það er augljóst hver sú skoðun er. Nemendur eru ósáttir.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur staðfest við fréttastofu að embættið sem með meint kynferðisbrot innan veggja FSu til rannsóknar, en gat ekki tjáð sig að öðru leyti.
Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Lögreglumál Framhaldsskólar Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ Sjá meira