Manchester United leggur fram tilboð í Memphis Depay Atli Arason skrifar 28. ágúst 2022 08:01 Memphis Depay í leik með Barcelona á síðasta ári. EPA-EFE/Alejandro Garcia Manchester United hefur gert Barcelona tilboð upp á 10 milljónir evra í von um að endurheimta þennan fyrrum framherja United aftur til liðsins. Félagaskiptamarkaðurinn lokar næstkomandi fimmtudag en United þarf að styrkja framlínuna sína fyrir komandi tímabil. Anthony Martial er enn þá á meiðslalistanum og framtíð Cristiano Ronaldo er áfram óljós. Marcus Rashford hefur því leitt sóknarlínu Manchester United í síðustu leikjum. Manchester United hefur verið að eltast við Antony, leikmann Ajax, en félögin tvö virðast ekki ná samkomulag um kaupverð á leikmanninum. Ajax hafnaði tæplega 90 milljón evra tilboði United í Antony í vikunni. Manchester United hefur nú óvænt ákveðið að snúa sér að Memphis Depay, framherja Barcelona. Það er fjölmiðlamaðurinn Gerard Romero sem greindi fyrst frá málinu en flestir fjölmiðlar Evrópu fjalla nú um þessi mögulegu félagaskipti. Depay lék með United í tvö ár, frá 2015 til 2017. Depay þótti ekki standa sig nægilega vel hjá rauðu djöflunum sem varð til þess að United seldi hann til Lyon fyrir 16 milljónir evra, tveimur árum eftir að hafa keypt leikmanninn á 34 milljónir frá PSV. Depay skoraði sjö mörk í 53 leikjum fyrir Untited á sínum tíma. Barcelona vill losna við Depay sem er ekki í áformum knattspyrnustjórans Xavi. Spænska félagið þarf að losa Depay af launaskrá sinni og talið er að tilboð upp á 10 milljónir evra sé nóg fyrir Barcelona til að selja. Real Sociedad er einnig sagt hafa áhuga á því að fá Depay til liðs við sig. 🚨 JUST IN: Manchester United have offered Barcelona €10m for Memphis Depay. #mufc #mujournal[@gerardromero]— United Journal (@theutdjournal) August 27, 2022 Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Koeman segir Depay hafa verið of ungan fyrir Manchester United Hollenski landsliðsþjálfarinn Ronald Keoman segir að Memphis Depay hafi verið of ungur þegar hann fór til Manchester United. Hann sé hins vegar tilbúinn í ensku úrvalsdeildina í dag. 15. nóvember 2019 23:30 Barcelona þarf að selja leikmenn til að mega skrá Kounde Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð nýjasta leikmann liðsins, Jules Kounde. 20. ágúst 2022 22:45 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira
Félagaskiptamarkaðurinn lokar næstkomandi fimmtudag en United þarf að styrkja framlínuna sína fyrir komandi tímabil. Anthony Martial er enn þá á meiðslalistanum og framtíð Cristiano Ronaldo er áfram óljós. Marcus Rashford hefur því leitt sóknarlínu Manchester United í síðustu leikjum. Manchester United hefur verið að eltast við Antony, leikmann Ajax, en félögin tvö virðast ekki ná samkomulag um kaupverð á leikmanninum. Ajax hafnaði tæplega 90 milljón evra tilboði United í Antony í vikunni. Manchester United hefur nú óvænt ákveðið að snúa sér að Memphis Depay, framherja Barcelona. Það er fjölmiðlamaðurinn Gerard Romero sem greindi fyrst frá málinu en flestir fjölmiðlar Evrópu fjalla nú um þessi mögulegu félagaskipti. Depay lék með United í tvö ár, frá 2015 til 2017. Depay þótti ekki standa sig nægilega vel hjá rauðu djöflunum sem varð til þess að United seldi hann til Lyon fyrir 16 milljónir evra, tveimur árum eftir að hafa keypt leikmanninn á 34 milljónir frá PSV. Depay skoraði sjö mörk í 53 leikjum fyrir Untited á sínum tíma. Barcelona vill losna við Depay sem er ekki í áformum knattspyrnustjórans Xavi. Spænska félagið þarf að losa Depay af launaskrá sinni og talið er að tilboð upp á 10 milljónir evra sé nóg fyrir Barcelona til að selja. Real Sociedad er einnig sagt hafa áhuga á því að fá Depay til liðs við sig. 🚨 JUST IN: Manchester United have offered Barcelona €10m for Memphis Depay. #mufc #mujournal[@gerardromero]— United Journal (@theutdjournal) August 27, 2022
Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Koeman segir Depay hafa verið of ungan fyrir Manchester United Hollenski landsliðsþjálfarinn Ronald Keoman segir að Memphis Depay hafi verið of ungur þegar hann fór til Manchester United. Hann sé hins vegar tilbúinn í ensku úrvalsdeildina í dag. 15. nóvember 2019 23:30 Barcelona þarf að selja leikmenn til að mega skrá Kounde Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð nýjasta leikmann liðsins, Jules Kounde. 20. ágúst 2022 22:45 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira
Koeman segir Depay hafa verið of ungan fyrir Manchester United Hollenski landsliðsþjálfarinn Ronald Keoman segir að Memphis Depay hafi verið of ungur þegar hann fór til Manchester United. Hann sé hins vegar tilbúinn í ensku úrvalsdeildina í dag. 15. nóvember 2019 23:30
Barcelona þarf að selja leikmenn til að mega skrá Kounde Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð nýjasta leikmann liðsins, Jules Kounde. 20. ágúst 2022 22:45