Einn gegn öllum Bryndís Schram skrifar 28. ágúst 2022 07:01 Sumarið 1990 var haldin fjölþjóðleg ráðstefna um mannréttindamál í Kaupmannahöfn. Þar voru samankomnir utanríkisráðherrar Evrópuríkja, Bandaríkjnna og Kanada. Og meðal gesta voru utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna, sem hafði verið boðið sérstaklega sem nýfrjálsum þjóðum. Þegar fulltrúar Sovétríkjanna sáu hvers kyns var, stóðu þeir upp og hótuðu að yfirgefa salinn, nema „þessum mönnum“ yrði vísað á dyr. Þeirra lönd væru hluti af Sovétríkjunum og þess vegna ættu þeir ekkert erindi á þennan fund. Til þess að halda friðinn lúffaði Uffe, utanríkisráðherra Dana, sem var gestgjafinn. Fulltrúum Eystrasaltsþjóða var vísað á dyr. Þar með var eiginlega botninn sleginn úr þessari ráðstefnu um mannréttindi í lok Kalda stríðsins. Salurinn var þéttskipaður ráðherrum og sérfræðingum þeirra. Og nú átti að halda áfram, eins og ekkert hefði í skorist. En það fór á annan veg. Þegar kom að Jóni Baldvini í ræðustól, lagði hann frá sér fyrirframsamda ræðu og talaði eins og hugurinn bauð – beint frá hjartanu. Hann tók upp vörn fyrir þessi smáríki og fór hörðum orðum um ófyrirgefanlega framkomu stórveldanna. Svokölluð mannréttindi væru greinilega bara orðin tóm og einskis metin, þegar á reyndi – og brotin á þeim, sem síst skyldi. Enginn annar lagði honum lið né tjáði sig um málið. En enginn hinna viðstöddu – né þeirra brottreknu – gat heldur gleymt þessu augnablíki í sögunni. Þessi atburður í Kaupmannahöfn var eflaust það, sem Landsbergis hafði í huga, þegar hann sagði í símann við Jón Baldvin:“Ef þú meinar eitthvað...... komdu strax. Við væntum hjálpar frá NATO, en þeir þora ekki“. Í ágúst þetta sama ár (1991) var gerð tilraun til stjórnarbyltingar í Moskvu. Allt fór upp í loft.Við munum eftir mynd af glaðhlakkalegum og gleiðfættum Boris Yeltsin uppi á skriðdreka með krepptan hnefa – „Nú er það ég sem ræð“. En var það svo? Hvort var það Gorbachev, Yeltsin eða gamla KGB-klíkan, sem fór með völdin þessa viku? Allt var í óvissu. Og nú var um að gera að nota tímann – nota sér tómarúmið, sem hafði skapast. NATO boðaði til skyndifundar í Brussel. Niðurstaðan af þeim fundi var sú að bíða og sjá, hverju fram yndi. Jón Baldvin lýsti því yfir í stuttri ræðu, að hann væri ekki á sama máli. Nú væri lag – annað hvort að hrökkva eða stökkva. Pólitískt tómarúm – upplausnarástand í Kreml. En Nato vildi bara sitja hjá og - bíða átekta. Þegar ég lít til baka, finnst mér eins og ég hafi verið með honum þennan dag í Brussel – og sérstaklega þetta kvöld í Kaupmannahöfn á heimleiðinni. En auðvitað var ég það ekki nema í huganum. Það má eiginlega segja, að Jón Baldvin hafi hertekið sendiráð Íslands þetta kvöld – og fram á nótt. Hann settist við símann. Það tók alla nóttina að ná sambandi við hinar hersetnu höfuðborgir, Tallinn, Riga og Vilníus. Þar biðu menn milli vonar og ótta eftir tíðindum frá Moskvu. Enginn vissi, hver staðan yrði að morgni næsta dags – hver hefði völdin. Undir morgun höfðu allir utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna þegið boð Íslands um að mæta til fundar í Reykjavík innan þriggja daga. Lyklinum var skilað til sendiherra með þakklæti fyrir lánið. Svo var stokkið upp í næstu flugvél og flogið heim. Þegar ég lít til baka, hvarflar það að mér, að enginn – eða fáir – hafi áttað sig á mikilvægi þessa fundar, eða hvað þessi fundur – eða athöfn – átti eftir að draga langan slóða á eftir sér, breyta miklu Í lífi okkar sjálfra og annarra. Mér var ekki boðið að vera viðstödd – ætli ég hafi ekki bara gleymst. En þegar ég skoða myndir frá athöfninni í Höfða, þá má lesa það af svip gestanna þriggja – og gestgjafans – að þeir voru mjög hamingjusamir þennan dag. Þeir „brosa gegnum tárin“. Langþráðum áfanga náð. Fengelsismúrarnir endanlega að hrynja. Þessi saga byrjaði með því, að fyrir þrjátíu árum stóð einn maður upp – einn gegn öllum – og mótmælti rangsleitni og þöggun. Þrjátíu árum síðar, þegar þessi saga er rifjuð upp og fulltrúar hinna hernumdu þjóða vilja þakka fyrir sig, þá er einum manni úthýst. Þeim hinum sama og mótmælti í upphafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Sumarið 1990 var haldin fjölþjóðleg ráðstefna um mannréttindamál í Kaupmannahöfn. Þar voru samankomnir utanríkisráðherrar Evrópuríkja, Bandaríkjnna og Kanada. Og meðal gesta voru utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna, sem hafði verið boðið sérstaklega sem nýfrjálsum þjóðum. Þegar fulltrúar Sovétríkjanna sáu hvers kyns var, stóðu þeir upp og hótuðu að yfirgefa salinn, nema „þessum mönnum“ yrði vísað á dyr. Þeirra lönd væru hluti af Sovétríkjunum og þess vegna ættu þeir ekkert erindi á þennan fund. Til þess að halda friðinn lúffaði Uffe, utanríkisráðherra Dana, sem var gestgjafinn. Fulltrúum Eystrasaltsþjóða var vísað á dyr. Þar með var eiginlega botninn sleginn úr þessari ráðstefnu um mannréttindi í lok Kalda stríðsins. Salurinn var þéttskipaður ráðherrum og sérfræðingum þeirra. Og nú átti að halda áfram, eins og ekkert hefði í skorist. En það fór á annan veg. Þegar kom að Jóni Baldvini í ræðustól, lagði hann frá sér fyrirframsamda ræðu og talaði eins og hugurinn bauð – beint frá hjartanu. Hann tók upp vörn fyrir þessi smáríki og fór hörðum orðum um ófyrirgefanlega framkomu stórveldanna. Svokölluð mannréttindi væru greinilega bara orðin tóm og einskis metin, þegar á reyndi – og brotin á þeim, sem síst skyldi. Enginn annar lagði honum lið né tjáði sig um málið. En enginn hinna viðstöddu – né þeirra brottreknu – gat heldur gleymt þessu augnablíki í sögunni. Þessi atburður í Kaupmannahöfn var eflaust það, sem Landsbergis hafði í huga, þegar hann sagði í símann við Jón Baldvin:“Ef þú meinar eitthvað...... komdu strax. Við væntum hjálpar frá NATO, en þeir þora ekki“. Í ágúst þetta sama ár (1991) var gerð tilraun til stjórnarbyltingar í Moskvu. Allt fór upp í loft.Við munum eftir mynd af glaðhlakkalegum og gleiðfættum Boris Yeltsin uppi á skriðdreka með krepptan hnefa – „Nú er það ég sem ræð“. En var það svo? Hvort var það Gorbachev, Yeltsin eða gamla KGB-klíkan, sem fór með völdin þessa viku? Allt var í óvissu. Og nú var um að gera að nota tímann – nota sér tómarúmið, sem hafði skapast. NATO boðaði til skyndifundar í Brussel. Niðurstaðan af þeim fundi var sú að bíða og sjá, hverju fram yndi. Jón Baldvin lýsti því yfir í stuttri ræðu, að hann væri ekki á sama máli. Nú væri lag – annað hvort að hrökkva eða stökkva. Pólitískt tómarúm – upplausnarástand í Kreml. En Nato vildi bara sitja hjá og - bíða átekta. Þegar ég lít til baka, finnst mér eins og ég hafi verið með honum þennan dag í Brussel – og sérstaklega þetta kvöld í Kaupmannahöfn á heimleiðinni. En auðvitað var ég það ekki nema í huganum. Það má eiginlega segja, að Jón Baldvin hafi hertekið sendiráð Íslands þetta kvöld – og fram á nótt. Hann settist við símann. Það tók alla nóttina að ná sambandi við hinar hersetnu höfuðborgir, Tallinn, Riga og Vilníus. Þar biðu menn milli vonar og ótta eftir tíðindum frá Moskvu. Enginn vissi, hver staðan yrði að morgni næsta dags – hver hefði völdin. Undir morgun höfðu allir utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna þegið boð Íslands um að mæta til fundar í Reykjavík innan þriggja daga. Lyklinum var skilað til sendiherra með þakklæti fyrir lánið. Svo var stokkið upp í næstu flugvél og flogið heim. Þegar ég lít til baka, hvarflar það að mér, að enginn – eða fáir – hafi áttað sig á mikilvægi þessa fundar, eða hvað þessi fundur – eða athöfn – átti eftir að draga langan slóða á eftir sér, breyta miklu Í lífi okkar sjálfra og annarra. Mér var ekki boðið að vera viðstödd – ætli ég hafi ekki bara gleymst. En þegar ég skoða myndir frá athöfninni í Höfða, þá má lesa það af svip gestanna þriggja – og gestgjafans – að þeir voru mjög hamingjusamir þennan dag. Þeir „brosa gegnum tárin“. Langþráðum áfanga náð. Fengelsismúrarnir endanlega að hrynja. Þessi saga byrjaði með því, að fyrir þrjátíu árum stóð einn maður upp – einn gegn öllum – og mótmælti rangsleitni og þöggun. Þrjátíu árum síðar, þegar þessi saga er rifjuð upp og fulltrúar hinna hernumdu þjóða vilja þakka fyrir sig, þá er einum manni úthýst. Þeim hinum sama og mótmælti í upphafi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun