Inga Sæland gifti sig aftur og braut tvö rifbein í sumar: „Það var greinilega ekki hægt að skilja við þennan kall“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. ágúst 2022 15:07 Inga Sæland giftist Óla Má Guðmundssyni í annað sinn, 44 árum árum eftir að þau giftu sig fyrst. Vísir/Vilhelm Inga Sæland og Óli Már Guðmundsson giftu sig í ágúst eftir að hafa frestað gifitingunni í fimm ár. Þetta er í annað sinn sem þau hjónin gifta sig en þau giftust fyrst árið 1977. Þau skildu um aldamótin eftir erfiðleikatímabil en eru nú endanlega sameinuð að nýju. Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, birti færslu á Facebook í dag þar sem hún skrifar um brúðkaupið, rigningarsumarið á Ólafsfirði og smávægilegt óhapp. Þar lýsir hún því hvernig hún giftist í annað sinn „elskulegum yndislegum eiginmanni“ sínum Óla Má í Ólafsfjarðarkirkju þann 11. ágúst. Presturinn Lena Rós Matthíasardóttir hafi gefið þau saman og sama dag hafi hún skírt og fermt barnabarn þeirra, Adrían Óla. Blaðamaður hafði samband við Ingu til að spyrja hana út í giftinguna í ágúst og samband hennar við Óla Má Guðmundsson sem nær tæplega hálfa öld aftur í tímann. „Við byrjuðum saman 1974 og giftum okkur '78, þá var ég átján,“ segir Inga um upphafið að sambandinu. Þau stofnuðu fjölskyldu í kjölfarið og eignuðust fjögur börn saman. „Stórkostleg læknamistök“ kipptu undan þeim fótunum Árið 1994 dundi ógæfan hins vegar yfir þegar Óli handleggsbrotnaði alvarlega. „Það voru stórkostleg læknamistök sem gjörsamlega klipptu neðan af okkur allt,“ segir Inga um það þegar afleysingalæknir bjó um Óla beint eftir slysið. Þegar Óli kom svo til Reykjavíkur tíu dögum síðar hafi læknirinn spurt hvort dýralæknir hefði gert að beinbrotinu. Á þessum tíma átti Óli einn vetur eftir í rafeindavirkjun, verklegan þátt sem þurfti að vinna í Reykjavík. Öll fjölskyldan flutti þá saman þangað en af því hann var „gifsaður fram á öxl“ þá gat hann ekki sinnt þessari tæknivinnu í höndunum segir Inga. „Í sex ár þá var hann að glíma við þetta og hann er enn með þessa stálplötu og átta skrúfbolta. Maður sem hafði aldrei brotnað áður, maður sem var markmaður hjá Leiftri og kastaði sér stanganna á milli. Stundum var hann allur krambúleraður frá enni niður á hæla, þeir voru náttúrulega á möl þá þessir strákar.“ „Við erum búin að ganga í gegnum ýmislegt,“ segir Inga en um aldamótin, eftir sex ár af erfiðleikum, skildu þau hjónin. Fundu ástina aftur árið 2017 Þrátt fyrir að hafa skilið segir Inga að það hafi „alltaf verið rosalega náin samskipti“ milli þeirra hjóna. Sérstaklega vegna fjögurra barna þeirra. „Það gerist sennilega í lífi margra eins og samfélagið er í dag að maður missir taktinn og heldur að það sé betra að byrja upp á nýtt,“ segir Inga og bætir við „en við erum að byrja upp á nýtt núna.“ Þau hjónin fóru að draga sig aftur saman árið 2017, skráðu sig í sambúð og ætluðu að gifta sig. „Það var greinilega ekki hægt að skilja við þennan kall, við höfum alltaf verið ástfangin,“ segir hún. „Við ætluðum að gifta okkur 24. október 2017 en þá sprakk ríkisstjórnin óvænt og við vorum í blússandi kosningabaráttu,“ segir Inga um ástæður þess að þau giftu sig ekki þá. Síðan hefur brúðkaupið dregist í að verða fimm ár en núna létu þau loksins verða af því. „Málbeinið er í fínu gagni“ þó rifjahylkið sé laskað Inga gerði þó ýmislegt annað en að gifta sig í sumar. Fyrir um fimm vikum lenti hún í slysi þegar hún datt af háum kanti, braut í sér tvö rifbein og brákaði önnur þrjú. Inga lætur til sín taka á Alþingi.VÍSIR/VILHELM „Ég sé svo rosalega illa, það var einn af þessu fáu sólardögum sem við fengum heima. Ég sé ekkert í sól og snjó og ég var standandi þarna upp á einhverjum svaka kanti og féll fram af honum og lenti með brjóstkassann á húddinu á bílnum,“ segir Inga. „Ég hélt nú að þetta væri ekkert rosalega slæmt en viku seinna var mér ekki farið að standa á sama. Þá fór ég í myndatöku,“ segir Inga en þá kom í ljós að hún hafi brotið tvö rif og brákað þrjú önnur. Inga segir þó að þessi rifbeinsbrot muni ekki hafa nein áhrif á upphaf þingsins enda „skiptir engu máli þó ég slæm í rifjahylkinu vinstra megin, málbeinið er í fínu gagni.“ „Ég er að koma margföld til baka,“ segir Inga og segist vera „hlaðin af orku og tilhlökkun við að koma inn í haust“. Þá bætir hún við að lokum „Það mun gusta um mig á þinginu í haust“. Brúðkaup Tímamót Ástin og lífið Flokkur fólksins Fjallabyggð Tengdar fréttir Inga Sæland ætlar að giftast ástinni í lífi sínu á ný eftir skilnað Inga Sæland er yfir sig ástfangin af sambýlismanni sínum, Óla Má Guðmundssyni, en þau eiga sér langa sögu. 20. júlí 2018 12:15 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Sjá meira
Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, birti færslu á Facebook í dag þar sem hún skrifar um brúðkaupið, rigningarsumarið á Ólafsfirði og smávægilegt óhapp. Þar lýsir hún því hvernig hún giftist í annað sinn „elskulegum yndislegum eiginmanni“ sínum Óla Má í Ólafsfjarðarkirkju þann 11. ágúst. Presturinn Lena Rós Matthíasardóttir hafi gefið þau saman og sama dag hafi hún skírt og fermt barnabarn þeirra, Adrían Óla. Blaðamaður hafði samband við Ingu til að spyrja hana út í giftinguna í ágúst og samband hennar við Óla Má Guðmundsson sem nær tæplega hálfa öld aftur í tímann. „Við byrjuðum saman 1974 og giftum okkur '78, þá var ég átján,“ segir Inga um upphafið að sambandinu. Þau stofnuðu fjölskyldu í kjölfarið og eignuðust fjögur börn saman. „Stórkostleg læknamistök“ kipptu undan þeim fótunum Árið 1994 dundi ógæfan hins vegar yfir þegar Óli handleggsbrotnaði alvarlega. „Það voru stórkostleg læknamistök sem gjörsamlega klipptu neðan af okkur allt,“ segir Inga um það þegar afleysingalæknir bjó um Óla beint eftir slysið. Þegar Óli kom svo til Reykjavíkur tíu dögum síðar hafi læknirinn spurt hvort dýralæknir hefði gert að beinbrotinu. Á þessum tíma átti Óli einn vetur eftir í rafeindavirkjun, verklegan þátt sem þurfti að vinna í Reykjavík. Öll fjölskyldan flutti þá saman þangað en af því hann var „gifsaður fram á öxl“ þá gat hann ekki sinnt þessari tæknivinnu í höndunum segir Inga. „Í sex ár þá var hann að glíma við þetta og hann er enn með þessa stálplötu og átta skrúfbolta. Maður sem hafði aldrei brotnað áður, maður sem var markmaður hjá Leiftri og kastaði sér stanganna á milli. Stundum var hann allur krambúleraður frá enni niður á hæla, þeir voru náttúrulega á möl þá þessir strákar.“ „Við erum búin að ganga í gegnum ýmislegt,“ segir Inga en um aldamótin, eftir sex ár af erfiðleikum, skildu þau hjónin. Fundu ástina aftur árið 2017 Þrátt fyrir að hafa skilið segir Inga að það hafi „alltaf verið rosalega náin samskipti“ milli þeirra hjóna. Sérstaklega vegna fjögurra barna þeirra. „Það gerist sennilega í lífi margra eins og samfélagið er í dag að maður missir taktinn og heldur að það sé betra að byrja upp á nýtt,“ segir Inga og bætir við „en við erum að byrja upp á nýtt núna.“ Þau hjónin fóru að draga sig aftur saman árið 2017, skráðu sig í sambúð og ætluðu að gifta sig. „Það var greinilega ekki hægt að skilja við þennan kall, við höfum alltaf verið ástfangin,“ segir hún. „Við ætluðum að gifta okkur 24. október 2017 en þá sprakk ríkisstjórnin óvænt og við vorum í blússandi kosningabaráttu,“ segir Inga um ástæður þess að þau giftu sig ekki þá. Síðan hefur brúðkaupið dregist í að verða fimm ár en núna létu þau loksins verða af því. „Málbeinið er í fínu gagni“ þó rifjahylkið sé laskað Inga gerði þó ýmislegt annað en að gifta sig í sumar. Fyrir um fimm vikum lenti hún í slysi þegar hún datt af háum kanti, braut í sér tvö rifbein og brákaði önnur þrjú. Inga lætur til sín taka á Alþingi.VÍSIR/VILHELM „Ég sé svo rosalega illa, það var einn af þessu fáu sólardögum sem við fengum heima. Ég sé ekkert í sól og snjó og ég var standandi þarna upp á einhverjum svaka kanti og féll fram af honum og lenti með brjóstkassann á húddinu á bílnum,“ segir Inga. „Ég hélt nú að þetta væri ekkert rosalega slæmt en viku seinna var mér ekki farið að standa á sama. Þá fór ég í myndatöku,“ segir Inga en þá kom í ljós að hún hafi brotið tvö rif og brákað þrjú önnur. Inga segir þó að þessi rifbeinsbrot muni ekki hafa nein áhrif á upphaf þingsins enda „skiptir engu máli þó ég slæm í rifjahylkinu vinstra megin, málbeinið er í fínu gagni.“ „Ég er að koma margföld til baka,“ segir Inga og segist vera „hlaðin af orku og tilhlökkun við að koma inn í haust“. Þá bætir hún við að lokum „Það mun gusta um mig á þinginu í haust“.
Brúðkaup Tímamót Ástin og lífið Flokkur fólksins Fjallabyggð Tengdar fréttir Inga Sæland ætlar að giftast ástinni í lífi sínu á ný eftir skilnað Inga Sæland er yfir sig ástfangin af sambýlismanni sínum, Óla Má Guðmundssyni, en þau eiga sér langa sögu. 20. júlí 2018 12:15 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Sjá meira
Inga Sæland ætlar að giftast ástinni í lífi sínu á ný eftir skilnað Inga Sæland er yfir sig ástfangin af sambýlismanni sínum, Óla Má Guðmundssyni, en þau eiga sér langa sögu. 20. júlí 2018 12:15